Norðurljósið - 01.01.1980, Side 11

Norðurljósið - 01.01.1980, Side 11
NORÐURLJÓSIÐ 11 valda því, að matreiðslukonanan verður að bregða fingrinum inn í skum eggsins til að ná eggjahvítunni alveg út. Goggurinn litli á unganum er svo mjúkur, að hann getur ekki höggvið gat á harða skurnina. Af þeirri ástæðu býr Guð til sérstakt áhald, sem er notað aðeins einu sinni. I laginu er það sem örsmá keila, gerð úr mjög hörðu efni. Hún fellur alveg nákvæmlega yfir gogg ungans. Með þessari hörðu keilu brýtur hann gat á skelina. Innan við skelina er lofthol með lofti, sem nægir fyrir ungann í tvo daga. Er unginn fer að anda og stundimar líða, kemur að því, að loftið þrýt- ur. Loftið veldur því, að unginn blæs dálítið út. Er það þrýtur, heggur unginn í skurnina til að anda, brýtur hana og skríður síðan út. Um það bil, er tveir dagar eru liðnir, dettur keilan harða af gogginum. Hennar er ekki lengur þörf. Stundum kemur það fyr- ir, að keilan loðir lengur við gogginn. Verður þá að rífa hana burt. Mikið er Guð góður við litlu kjúklingana! Er það ekki einkennilegt, að ungamir litlu þekkja móður sína? Aldrei hafa þeir séð hana áður. Vel má vera, að önnur hæna hafi orpið eggjunum, jafnvel í mikilli fjarlægð. Hvað myndar þessi bönd, sem binda saman unga og móður, sem ungaði þeim út? Vér vit- um það ekki. Enginn veit það. Þetta er enn einn undraverður leyndardómur Guðs. Dásamlega sambandið á milli unganna og mömmu þeirra notar Drottinn Jesús sem mynd af kærleika sínum til vor og umhyggju hans fyrir oss. I guðspjalli Lúkasar, 13. kafla, 34. grein, sagði hann: „Hversu oft hef ég viljað saman safna börnum þínum eins og hæna safnar ungum sínum undir vængi sér, en þér hafið ekki viljað það.“ Það er við ferns konar tækifæri, sem hænan safnar ungunum undir vængi sér. Hún finnur ögn af fæðu, brauðmola, orm eða maðka þá kallar hún á ungana að koma og neyta matar. Þeir koma hlaupandi til að eta sælgætið. Þannig sagði Kristur: „Þann mun aldrei hungra, sem til mín kemur, og þann aldrei þyrsta, sem á mig trúir.“ (Jóh. 6.35.) Stundum kemur það fyrir, að gamla, margreynda mamma sér svartan depil uppi í loftinu. Hann stækkar óðum. Hún rekur upp æsilegt garg og kallar börnin sín saman til að forða þeim undan valnum. Stundum kemur það fyrir að hún heyrir þrumuhljóð, sér leiftur eldingar og finnur kaldan vind blása. Þá kallar hún í skyndi börnin saman til að skýla þeim fyrir komandi stormi. Síðast sér hún, að skuggar lengjast og sólin sest. Þá kallar hún litlu gersemarnar til sín að koma og sofa og hvílast. Ó, að þú vildir líka koma til Drottins Jesú. 5. KAFLI Allar flugur horfnar. Guð gekk að verki rækilega, er hann hreinsaði Egifta- land af flugum. 12. Mósebók, 8. 31. lesum við: „Jahve gerði sem Móse bað og lét flugurnar víkja frá Faraó og frá þjónum hans og frá fólki hans, svo að ekki ein varð eftir.“ Getur þú trúað þessu? Ekki ein fluga eftir í öllu Egiftalandi? Egiftaland var og er enn land flugnanna. Þær hafa skemmt augun í Egiftum. Oss hafa verið sagðar hræðilegar sögur af því. Óttalegar myndir höf- um vér séð af flugum kringum augun á kornbörnum þess lands. Flugur sitja á sárum hinna fátæku. Flugur eru plága þess lands. Aðeins þessar venjulegu flugur, sem við höfum hér (í Bandaríkjunum) skapa endalaus óþægindi. Mikill iðnaður hefur verið settur á fót til að framleiða flugna- pappír, flugna-dreifilyf, flugnaspaða og flugnagildr- ur. Arlega eyðast dollarar í þúsundatali. Óteljandi mínútum er daglega eytt í það: að herja á flugurnar. Hverju nafni, sem tegundir þeirra nefnast, skapa þær andstyggðar óþægindi og skaðlega plágu. Þegar Guð vildi birta Faraó eitthvað af mætti sín- um, gerði hann það á þann hátt, sem hér er lýst. „Kom þá fjöldi flugna í hús Faraós og í hús þjóna hans, svo að landið spilltist af flugunum.“ - 2. Mósebók 8. 24. Þetta voru ekki venjulegar húsflugur, heldur flugur af hverri tegund, ætt og afbrigðum. „Hann sendi margs konar flugur á meðal þeirra,“ segir Asaf í 78. Sálmi, 45. grein. (Enskar þýð.) Þetta voru ekki fáeinar flugur, heldur skiptu þær milljónum (líklega milljörð- um, þýð.). Þær voru í eldhúsinu og saleminu, yfir öllu matborðinu, í gestaherberginu og í dagstofunni. Þær huldu alveg hljóðfærin og fóru í deigið, er það hafði verið hnoðað (og líklega á meðan, þýð.). Þær voru í skónum og í ermum fatanna. Þær voru á veggjunum og á gólfdúknum. Þær fylltu hlöður og eineykisvagna og huldu bæði hestana og kýmar. Þær suðuðu og bitu alstaðar dag og nótt.“ Þakkaðu Guði gæsku hans, að hann lætur ekki slíka plágu eiga sér stað í húsinu þínu. Þetta eru óhrein, saurug skordýr. Hvers vegna leyfir Guð ekki, að þeim fjölgi svo ákaflega nú? Hindrandi hönd hans sýnir náð hans og kærleika. Hún birtir þannig náð hans og kærleika, umhyggju hans fyrir okkur, jafnvel með því, að offjölgun flugna er haldið í skefjum. Þegar Faraó sárbað um miskunn, bað Móse Guð að létta þessari plágu af. Guð svaraði bæn. Hann gaf flugunum brottfarar skipun. Þá flugu þær af stað! .. . Þær fóru og komu aldrei aftur. Gefðu nú gaum að staðreyndinni dásamlegu:

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.