Norðurljósið - 01.01.1980, Side 12
12
NORÐURLJÓSIÐ
„EKKI EIN VARÐ EFTIR.“ Allar fóru þær fyrir
fullt og allt.
Heyrðu, vinur minn, hefur þú nokkru sinni reynt
að stjórna ferð flugu? Tókst þér það? Ég kalla þetta
dásamlegt kraftaverk, sem Guð einn gat framkvæmt.
Aðeins Guð, sem er persónulegur og alskyggn getur
gert það, því að hann hlýtur að vita, hvar hver fluga er.
Aðeins almáttugur Guð getur framkvæmt það, því að
hann hlýtur að geta látið hverja flugnategund hlýða
sér. Hann lét þær hlýða. Hve dásamlegt er að eiga
slíkan Guð sem vorn Guð.
Flugan er að sköpun til einkennileg. Hún er með
þúsund augu eða betur orðað: með þúsund augnfleti.
þegar við nálgumst hana með flugnaspaða, sér hún í
raun og veru þúsund spaða vera að nálgast sig. Engin
furða, þótt hún bregði skjótt við. Flugan hefur um
þúsund hár, hol innan, á fótunum sex. Er flugan setur
fótinn niður, þrýstist ofurlítil ögn af lími út úr holun-
um, svo að fóturinn festist við glerið eða loftið, eða
hvað, sem hún gengur á. . . Hver hefði látið sér koma
slíkt í hug, nema alvitur, undursamlegur, lifandi, per-
sónulegur Guð?
Hrossaflugan skítur eggjum sínum á framfóta-
hnjám hestsins. Astæðan fyrir því er sú, að, egg henn-
ar ungast út í meltingarfærum hestsins. Hver sagði
þessari flugu, að hesturinn sleikir örsjaldan afturfæt-
urna. Hvar lærði þessi fluga hvernig hún ætti að koma
eggjum sínum inn í meltingarfæri hestsins? Flugan
gat aldrei skitið eggjunum á tungu hestsins. Henni
hlýtur því að hafa verið gefín viska til að þekkja rétta
staðinn til að skíta þeim á, svo að hesturinn gleypti
þau.
Hefur nokkur stofnað skóla til að kenna flugunum,
hvar þær ættu að skíta eggjunum? Hefur nokkur af
hæðnifullum, vantrúuðum vinum okkar kennt flug-
unni þennan leyndardóm? . . . Aðeins persónulegur,
lifandi Guð gat frætt þetta skordýr. . . Guð aleinn
getur gefíð flugu eðli flugna og látið hana lifa og látið
hana lifa eins og flugu. Guð einn getur gefíð þér kristi-
legt eðli, eðlisfar Drottins Jesú Krists sjálfs, og látið
þig lifa á líkan hátt og Jesús gerði. . .
Vér skulum þakka Guði fyrir, að hann heldur flug-
unum eins mikið í skefjum og hann gerir.
6. KAFLI
Trjálauf.
Laufblöð eru algeng og líka fágæt. í Jesaja 64. 6. eru
þessi orð: „Vér visnuðum allir sem laufblað.“ Þótt
staðhæfing þessi sé stutt, getum vér numið margt af
henni um ævi okkar, sem getur verið gagnlegt að gefa
gaum að einmitt núna.
Aðeins Guð einn getur búið til laufblað. Sérhvert
lauf er lífí gætt. Sérhvert laufblað sýnir, af hvaða
plöntu, runna eða tré það er komið. Sérhvert laufblað
segir sjálft, hvort það er nýtt eða gamalt laufblað, sem
staðið hefur af sér storma sinnar árstíðar og er nú til-
búið að detta af.
I þessu tilliti erum við mennimir mjög líkir lauf-
blaði. Þar em hinir ungu, á viðkvæmum aldri, elsku-
leg hjörtu traustsins, með yndi og léttleik æskunnar.
En árin líða hjá. Þá taka þau að fölna og falla eins og á
trjánum.
Laufblöð eru ekki ávextir. I biblíunni tala þau um
yfírlýsingu og játningu, sem ávextir geta fylgt eða
ekki. Drottinn vor kom auga á fíkjutré. En á því voru
aðeins blöð. Hann væntir þess, að ævin okkar verði
meira en laufblöðin ein. Hann vildi sjá oss ávöxtum
hlaðin, honum til dýrðar og meðbræðrum vorum til
blessunar.
Laufblöðin fæðast til að deyja. Þau koma í ljós á vor-
in, og vér vitum mætavel, að þau munu falla, þegar
haustar. Með því að rannsaka laufblað, þegar það hef-
ur dottið af, getum vér sagt eitthvað um, hvað komið
hafí fyrir það yfír sumarið. Sum hafa fulla stærð, eru
óskemmd, litfögur og með dýrlegum litbrigðum.
Onnur eru vafín upp, skroppin saman, visnuð og gul
og ef til vill jafnvel étin af ormum eða af öðrum óvin-
um. Sum eru sprungin eða rifín af hvassviðrum.
Ástand laufsins segir annaðhvort sögu varðveislu og
þroska eða sögu mótblásturs og erfiðleika.
Þessu er líka þann veg farið hjá karli eða konu, sem
lifir langt sumarskeið lífsins. En snörp vindhviða,
sjúkdómur eða slys, getur slitið sálina lausa og blásið
henni til grafar. Á miðju sumri ævinnar geta sumir
fallið úr dýrðarhæðum trjátoppsins niður í ræsið hjá
götunni til að verða þar óhrein ræksni löngu fyrir tím-
ann. Sum hanga á trjánum þrátt fyrir alla storma alveg
fram á vor, eins og þau vildu ekki sleppa lífinu frá sér.
Þetta eru þeir sem lifa meira en sjötíu ára ævidaginn
og verða níræðir eða jafnvel hundrað ára.
Trúað fólk sumt verður æ fegurra, er það eldist.
Öðrum fylgir blessun friðar, þegar setið er í nálægð
þeirra. Hjá ennþá öðrum þróast fegursta skapgerð,
þegar hárið hvítnar af næðingi vetrar og andlitið verð-
ur hrukkótt af sorgum sumarsins. Sumir ergjast því
meir, sem þeir eldast, verða grimmir í skapi og upp-
stökkir. Þeir verða stirðlyndir, ósanngjarnir í kröfum
sínum, vanþakklátir, setja út á allt og gagnrýna. Þeir
eru eins og laufin, er falla af baðmullartrjárunnum og
ferskjutrénu. Þau laða engan að sér, þeim fylgir engin
fegurð. Vindurinn feykir þeim burt, og þeirra saknar
enginn.
Laufin á hörðum hlyni eru kyrr allan veturinn. Þau
falla ekki af trénu fyrr en ilmandi vorið kemur með ný
laufblöð. Blaðhnapparnir, ungu og fersku, ýta burt