Norðurljósið - 01.01.1980, Blaðsíða 13

Norðurljósið - 01.01.1980, Blaðsíða 13
NORÐURLJÓSIÐ 13 gömlu, dauðu laufunum. Það, sem stormarnir gátu ekki gert, það gerir lífið nýja. Hvað þetta samsvarar þjóðfélagi nútímans. Öldruð- um mönnum, sem lengi hafa þjónað því með trú- mennsku, er nú ýtt úr vegi. Stöður sínar missa þeir, af því að ungir menn og kjarkmiklir koma fram og sækjast eftir metorðum. Þannig verða laufin að víkja, visna, deyja og eyðast. Er börnin fara út og safna laufblöðum, láta þau mörg þeirra eiga sig. I þeim er ekkert, sem dregur bömin að sér, hvorki fegurð eða gildi. En sumum safna þau, setja þau í minnisbækur, sýna þau þeim, sem kenna þeim grasafræði. Þau láta blöðin í minnis- bækur sínar og geyma þau. En þau láta hin eiga sig, sem ekki laða þau að sér. Þannig er líka sumt fólk. Það virðist aðeins lifa fyrir sjálft sig. Það kærir sig ekkert um kristilegar dyggðir, sem fegrað geta það um ævina og gert það sérlega yndislegt á hinstu ævidögum. Evu reyndust fíkjuviðarblöðin gagnslaus skrúði. Þau visnuðu og skorpnuðu og skildu hana eftir nakta fyrir augliti Guðs, er hún hafði móðgað. Þannig er það enn í dag. Nafnkristnilaufblöðin skýla ekki sálu mannsins. Hinn lifandi Drottinn sér hana eins og hún er. 7. KAFLI Hárskurður og hvílurúm. Hverjum gæti dottið í hug: að leita til sjálfrar biblí- unnar til að fræðast um hárskurð og rúmstæði? Mínir elskanlegir! Þið getið farið til biblíunnar og fræðst þar um margt, sem áhuga ykkar vekur, en dettur ekki í hug, að slíkt finnist þar. Hinn lifandi Drottinn tók sér tíma og gerði sér það ómak: að láta segja frá þessu þar, svona smávægilegu. Við getum verið viss um, að þarna er eitthvað, sem við getum lært af og hjörtum okkar verið gagnlegt. í 5. bók Móse, 3. kafla og 11. grein eru stuttorð eftirmæli mikils konungs. Frásagan snýst þó um ann- að meir en konungin. Hún lýsir rúminu, sem hann svaf í. Hvernig mundi þér líka, ef letruð væri á leg- steininn þinn lýsing á rúminu þínu, en lítið sagt frá sjálfum þér? Skjátlaðist Drottni, er hann lét skrá þessa ævisögu? Gerði Móse glappaskot, er hann reit um rúmið, en ekki risann máttuga, er svaf í því? Engin mistök áttu sér stað, er skráð var biblían. Rekkjan sýnir eðlisfar Ógs konungs. Óg var risi. Óg var eirðarlaus. Hann þurfti lan^t rúm. Óg var þungur. Hann þarfnaðist sterks rúms. Óg var eirðarlaus. Hann þurfti breiða rekkju. Óg var annt um sjálfan sig. Hann lét smíða sérstakt rúm handa sér. Þetta getum við lært af þessari stuttu sögu. Rekkjan var gerð úr járni til að vernda Óg fyrir slysum. Hann gætti vel öryggis síns og velferðar. Hann tryggði sér það, að honum yrði þar ekkert til skaða. (Athugasemd þýðanda. I okkar biblíu stendur: „Rekkja hans var gerð úr stuðlabergi. . . “ Gagnrýn- endur biblíunnar á 19. öld, héldu, að járn hefði ekki þekkst á dögum Ógs. Þess vegna var textanum breytt. Hann mun koma rétt þýddur í útgáfu heilagar ritning- ar, sem er væntanleg á þessu ári eða næsta.) í Jesaja 28. 20. lesum við um hvílu, sem er of stutt, og ábreiðu, sem er of mjó, til þess að maðurinn geti skýlt sér nógu vel með henni. Þessu er ætlað að sýna, hve mannleg úrræði eru ónóg til að uppfylla mannleg- ar óskir, mannlegar þrár. Guð, er skapaði mannshjartað, er hinn eini, sem getur fullnægt því. Þú getur skapað þér þægilegt rúm. Finna muntu þyrna í því áður en lýkur, og tárin þín væta það. Umhyggja Drottins gagnvart manni, sem elskar hina fátæku, er sýnd með þessum orðum í Sálmi 41.3. grein: „Þegar hann er sjúkur, breytir þú beði hans í hvílurúm.“ Betri þýðing er þó þetta: „Þú munt slétta úr öllum hrukkum í rúmi hans, þegar hann er sjúkur.“ Gefur Guð gaum að hrukkum í laki og óþægindun- um, sem þær geta valdið? Já, þinn ástríki Drottinn hefur áhuga fyrir öllu, hversu smátt, sem það er, þegar um er að ræða frið, þægindi og velferð barnsins hans. Það er alveg augljóst, að Pétur hafði verið alinn vel upp, annaðhvort af móður sinni eða eiginkonu. I Postulasögunni 9. kafla 34. grein segir hann við Eneas: „Statt upp og bú um þig.“ Þessi maður hafði legið rúmfastur í átta ár. Það mun ekki hafa verið auðvelt að búa um slíkt rúm. En eitt af þeim merkjum, er sýndu, að maðurinn væri læknaður í raun og veru, mundi vera það, að hann sléttaði það, breiddi vel yfir það, svo að það liti fallega út. Ætlast er til að sannkristið fólk sé snoturt, hreint og reglusamt. Býrð þú um þig sjálf- (ur)? Eða lætur þú þreytta og slitna móður þína gjöra það, er þú hefur farið út? Absalóm lét skera hár sitt. Ritningin segir oss frá því. Þetta var engin vanaleg klipping. Hárið var skorið af honum einu sinni árlega. Absalóm var sonur Davíðs konungs. í síðari Samúelsbók, 14. kafla, 25. og 26. grein segir frá því, að í öllum Israel var enginn maður eins fríður og Absalóm. Hann lét skera hár sitt árlega einu sinni. Var þá hárið af höfði hans 200 siklar á þyngd = 1 kg. 362 grömm. (Eftir öðrum reikning á sikilþyngd: 2 kg. 951 gr.). Drottinn hefur jafnvel gert sér það ómak að láta rita þyngd hársins, sem skorið var af honum. Hefur þú nokkru sinni vigtað hárið, sem klippt var af þér? Hvers vegna skyldi Guð vilja láta menn alstað- ar vita þetta? Af því að þessi stutta saga kennir okkur eitthvað, sem er mikilvægt mjög.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.