Norðurljósið - 01.01.1980, Qupperneq 14
14
NORÐURLJÓSIÐ
Áhugamálið eina, sem Absalóm átti, var fegurð
hans og vegsemd persónu hans. Biblían segir, að frá
hvirfli til ilja sáust engin lýti á honum, hvorki æxli,
varta, bólga eða bóla. Fætur hans voru eins fagrir og
ásjóna hans. Guð hrósar honum fyrir þetta. Guð hrós-
ar ávallt öllu því, sem hann getur hrósað.
Absalóm gat látið vaxa á sér mikið hár, en jmdis-
þokka hjartalagsins ekki. Absalóm rækti vel fegurð
líkamans, en vanrækti þroska sálar sinnar. Absalóm
varði líkamann öllum meinum, en vemdaði ekki sál
sína fyrir syndinni. Lífemi hans var óguðlegt og
dauðdagi hans hörmulegur. Öll hans fegurð fór með
honum í gröfina. Hvílík aðvörun er þetta okkur öllum!
Lýst er öðmm hárskurði í Dómarabókinni 16. 19.
Simson var maður, helgaður Guði. Hann var Nasírei.
Lögmálinu samkvæmt mátti hann aldrei skera hár
sitt. Síða hárið táknaði það, að hann væri Guði helg-
aður maður, honum til þjónustu. Heilagur Andi hafði
gefið honum mikið afl, óvenjulega mikið. Hann hafði
fellt marga menn. Hann hafði tekið dyra-umbúnað
borgarhliðs og borið upp á fjall. Meðan hann gekk
með Guði, framkvæmdi hann það verk, sem Guð
hafði ætlað honum.
En svo varð hann ástfanginn. Konan hét Delila.
Hún var af ætt Filista. Hún ávann sér trúnað hans og
sneri hjarta hans frá Guði. Unnustur eða unnustar, úr
hópi barna heimsins, gera þetta ævinlega. Bestu börn
höfðingja heimsins eru mestir óvinir Guðs. Simson
trúði henni fyrir því, hvers vegna hann væri svo
sterkur.
Eitt sinn, er hann svaf, lét hún skera löngu lokkana
burtu. Hann hefði ekki átt að láta hana svæfa sig og
sofa í kjöltu hennar. Hann hefði ekki átt að elska
stúlku, sem var óvinur Guðs. Er lokkamir voru famir,
yfirgaf Andi Drottins hann og skildi hann eftir ósjálf-
bjarga í höndum óvina hans.
Megi Drottinn varðveita okkur frá því, að við ger-
um nokkru sinni svo örlagaþrungið glappaskot.
8. KAFLI
Kolamolinn dásamlegi.
Sjáir þú kolahaug, taktu þá ofan, hneigðu höfuðið og
tilbið þú Guð fyrir gæsku hans. Drottinn vissi, að við
mundum fá kalda vetur. Hann sá því um, að kolin
yrðu til áður en við þörfnuðumst þeirra. Sú staðreynd,
að hann lét þau verða til, er óhrekjandi sönnun þess,
að hann elskar og annast það, sem hann hefur skapað.
Hann lét kalda vetur verða til, en hann sá oss fyrir
þægindum, þótt sé miður vetur. Hann faldi kolin í
jörðinni. Þar var ekki hægt að eyða þeim. Síðan gaf
hann mönnunum hina nauðsynlegu þekkingu og
krafta, sem þarf til þess að finna þau og vinna þau úr
jörðu.
Hugleiddu það allt, sem hægt er að fá úr svörtum
mola kola. Ur honum getum við fengið ljós og breytt
nótt í dag. Ur kolum fæst orka, sem knúið getur rafala
í orkuverum okkar, svo að rafmagnið geti lýst þjóð-
inni. Vegna kola fæst orka, sem knýr áfram eimlestir
vorar, gufuvélar skipanna og hreyfiorka véla hvers
konar tegundar.
Úr kolum fæst koks, tjara, ammoníak, gas, grafít og
mörg önnur mikilvæg og gagnleg efni: Tjara á hús-
þökin, brennisteinn, blásýra, bensín, karbólsýra, lit-
unarefni ljósmynda, litarefni á baðmull, silki og ull.
Aspirín á rót sína að rekja til kola, lýsól, fenól og marg-
ar tegundir olíu.
Kolin verða að liggja sem í dái, uns töfrasnerting
mannsins fer að nota þetta, sem fólgið er í þeim. Ekki
getur ólærður maður kallað fram það, sem fólgið er í
kolunum. Efnafræðingur verður að gera það, ekki þó
hver sem er, heldur menn sérmenntaðir í þeim grein-
um efnafræði.
Þannig verður þú líka að vera í höndum Hans, sem
megnar að leiða í ljós og hagnýta þína hæfileika.Að-
eins einn, heilagur Andi, getur gjört það. Hann veit,
til hvers þú ert hæfastur. í Rómverjabréfinu 12. kafla
1. grein lesum vér: „Svo áminni ég yður, bræður, að
þér vegna miskunnar Guðs bjóðið fram líkami yðar að
lifandi, heilagri, Guði velþóknanlegri fórn, og er það
skynsamleg guðsdýrkun af yðar hendi.“ Þetta er
áminning Guðs til þín, sem fengið hefur fyrirgefning
synda þinna og hreinsun þeirra fyrir úthellt blóð Jesú
Krists. Leyfðu því heilögum Anda að hagnýta ævi
þína eins og hann sér, að er best.
Til þess að kolin geti veitt oss orku sína, verða þau
að glata sjálfum sér. Eigi þau að veita hita, verða þau
að brenna. Eigi þau að framleiða orku, verður að
brenna þeim undir katlinum. Eigi þau að framleiða
ljós verða þau að loga. Ekkert getur bjargað sjálfu sér
og samt orðið öðrum til blessunar. Jafnvel Kristur
varð að leggja lífið í sölurnar, til þess að sá, sem trúir á
hann, öðlist lífið. Ovinir hans sögðu satt: „Öðrum
bjargaði hann, sjálfum sér getur hann ekki bjargað...“
Hvílíkt kraftaverk er það, að Guð skyldi taka kol-
efni, sem er svart, óuppleysanlegt, bragðlaust, lyktar-
laust frumefni og með máttugri snertingu sinni breyta
því, stundum í sætan, hvítan sykur, stundum í fagra,
ljómandi demanta og stundum í svört, nytsamleg kol.
Kraftaverkanna Guð einn gat búið til kol, sem eru svo
mönnunum til margvíslegs gagns.
Maðurinn með allri sinni speki hefði aldrei getað
upphugsað kol. Honum hefði aldrei komið til hugar:
að láta í jörðinni myndast eitt frumefni, sem geymir í