Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1980, Qupperneq 15

Norðurljósið - 01.01.1980, Qupperneq 15
NORÐURLJÓSIÐ 15 sér 123 mismunandi efni eða fleiri, mönnum gagnleg til daglegra nota. Efnin eru notuð í verksmiðjum, móttökuherbergj- um auðmanna, konungshöll og kofa fátæka mannsins. Efni, unnin úr kolum, fínnast í snyrtistofunni, lyfja- búðinni og lækningastofu læknisins. Þau fínnast í efnarannnsókna stofum. Þau fínnast á þökum hús- anna og í nýlenduvöruverslunum. Liturinn á klæðn- aði þínum er sennilega af sömu rótum runninn. Vér eigum að framkvæma það, er spámaðurinn sagði: „Gjörið máttarverk hans kunn meðal þjóðanna.“ Kolin eru alltaf svört, hvar sem þau fínnast. Menn eru alltaf syndarar, hvar sem þeir eru. Kolin eru gagnslaus, ims maðurinn hagnýtir þau. Syndarar þarfnast líka guðlegrar snertingar frá himnum, til þess að harða, kalda ævin þeirra breyttist í bjarta, hlýja, geislandi ævi, sem er öðrum til blessunar.. Ilmvötin, sem við fáum sem auka-framleiðslu úr kolum, eru í hávegum höfð hjá drottningum og metin mikils af ástfangnum manni. Hver hefur ekki yndi af ilmi? Þannig getur Guð gert ævi syndugs manns, svo að hún færi mörgum mönnum gleði. Kolin eiga í sér fólginn geysikraft til að framleiða orku. Þannig getur Drottinn tekið mann, frelsað hann, veitt honum gáfur dásamlegar og fyllt hann með Anda máttar síns. Slíkir menn ganga út úr nálægð Drottins til að hræra hjörtu margra. Það er dásamlegt, hverju frelsaður maður getur komið til vegar. Ó, að við létum yfír-efnafræðinginn (Jesúm) framkvæma það með okkur, sem hann vill. Mætti Drottinn dýrðarinnar fá réttinn til að stjóma sérhverju mannlífi og gera úr því það, sem hann vill. 9. KAFLI Gamlir skór og aðrir. Það er saga ævintýra tengd við skó. Varla mun hún koma nokkrum manni í hug, er hann situr í vinnu- stofu skóburstara og gefur því gaum, hve margs kon- ar skór eru fágaðir. Skórnir segja sögu tára og sorgar, þegar móðir, sem misst hefur barnið sitt, tekur upp úr dragkistunni litlu skóna, sem það notaði. Skómir eru geymdir til að minna sorgmædda móður á sólargeisl- ann, er barnið færði henni, og á skuggana, sem það skildi eftir. Skór eru engin nýjung. I 1. bók Móse, 14. kafla og 23. grein minnist Abraham á skóþveng konungsins í Sódómu. Seinast er minnst á þá í Efesusbréfinu. Þeir eru notaðir sem tákn og myndir sanninda, sem oss eru dýrmæt. Gaddaskór eru til. Notaðir eru þeir á íþróttavöllun- um. Mjúkir skór og fíngprðir, gimsteinum skreyttir, em í notkun í konunga höllum. Grófgerðir, þungir skór eru notaðir í fjallgöngum. Þungir skór, þyngdir með blýi, eru í notkun við köfun niður í sjávardjúpið. Laufléttir skór em búnir til handa hlauparanum, sem þreytir kapphlaup. Ennþá aðrir eru fóðraðir innan með loðskinnum og eru notaðir í ferðalögum á norð- lægum slóðum. Sumir eru með götum á leðrinu ofan á fótunum til að nota þar, sem heitt mjög er í veðri. Kaupsýslumaður fær fallega, velgerða skó. Tísku- daman fær glæsilega glitskó. Hollendingar spranga um á tréskóm, hef ég séð. Svo eru líka gúmmístígvél, sem sjómenn nota. Nú skulum við athuga, hvað við lærum, hvað marg- háttaði skófatnaðurinn getur kennt okkur. Er það ekki einkennilegt, að Jósúa bæði og höfuðsmenn safnaðar Israels létu blekkja sig með skóm? I Jósúabók, 9. kafla 5. og 13. grein lesum við, að Gíbeonítar komu til Jósúa og höfuðsmanna safnaðar ísraels, kváðust vera komn- ir af fjarlægu landi til að gera friðarsáttmála við ísrael. Til sönnunar þessu sýndu þeir gamla og slitna skó. Hvemig gátu þeir, Jósúa og höfuðsmenn safnaðarins, látið blekkjast af þessu? Þeir hétu Gíbeon-búum, að þeir skyldu láta þá halda lífí. Löngu síðar leitaðist Sál konungur við að tortíma þeim. Þannig rauf hann svarinn eið. Þetta leiddi þurrk, sem stóð í þrjú ár, yfir landið á dögum Davíðs, og þar með hallæri. (Davíð konungur gekk þá til frétta við Drottin og fékk að vita orsökina. Urðu sjö af niðj- um Sáls að deyja. Eftir marga mánuði voru bein þeirra jörðuð. Þá líknaði Guð landinu með regni. Þýð.) I bókinni fögru, Rutarbók, lesum við, að i ástarsögu þeirra Bóasar og Rutar, gegndi skór miklu hlutverki. Ættinginn, sem hefði átt að kvænast Rut, vildi ekki gera það. Hann tók af sér skóinn og fékk Bóasi hann. Þar með var það vottfest af þeim, sem viðstaddir voru, að um leið og maðurinn afhenti Bóasi skóinn til eign- ar, hafði hann líka afhent honum Rut og allar eigur, sem hún var orðin erfíngi að. Bóas eignaðist yndislega konu, sem varð langamma Davíðs konungs. Mannlega talað var hún því ein af formæðrum Jesú. Ég vona, að Bóas hafí varðveitt skóinn vel og látið hann ganga í arf til niðja sinna. Skó mátti ekki hafa á fótum í nálægð Guðs. Móse var sagt að draga skó sína af fótum sér, er Drottinn birtist honum í þyrnirunninum hjá Sínaí-fjalli. (2. Mós. 3.5.) Sömuleiðis Jósúa síðar meir er Drottinn birtist honum sem maður hjá Jeríkó. Drottinn veit, hvernig á að varðveita skó. í 5. Mósebók, 29.5. fáum við að vita það, að skórnir á Israelsmönnum slitnuðu ekki í 40 ár, meðan þeir ferð- uðust um eyðimörkina. Hvílík kraftaverk! Heitur, þurr sandur er skaðvænn leðri. Núningurinn við sandkomin slítur skóm. Hvernig skórnir varðveittust
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.