Norðurljósið - 01.01.1980, Qupperneq 16
16
NORÐURLJÓSIÐ
er voldug sönnun, að Guð framkvæmir kraftaverk.
Drottinn lýsir fögrum fótum í Ljóðaljóðunum 7. L:
„Hversu fagrir eru fætur þínir í skónum, þú höfð-
ingjadóttir.“
Enginn virðist upp með sér af fótunum. Auglýsing-
ar nefna fögur augu og aðlaðandi tennur. Hve nær
heyrum við minnst á fagra fætur? Efesusbréfið býður
kristnum mönnum, að þeir eigi að vera „skóaðir á fót-
unum með fúsleik til að flytja fagnaðarboðskap friðar-
ins.“ Og í Rómverjabréfinu 10. kafla, 15. grein er rit-
að: „Hversu fagrir eru fætur þeirra, sem boða fagnað-
arerindið um hið góða?“
Getið þið hugsað ykkur, að einn maður sé ekki
meira virði en einir skór? „Þeir selja saklausan mann-
inn fyrir silfur og fátæklinginn fyrir eina ilskó.“
(Amos. 2.6.) Ekki kostar manneskjan mikið hjá þeim,
sem ekki hafa náð Guðs í hjarta sínu. Eðlisfarið fagra,
sem oss þykir vænt um að sjá hjá mönnum, kemur í
hjartað frá Guði fyrir heilagan Anda.
Vér skulum fela oss sjálf og syndir vorar í hendur
Kristi Jesú Drottni vorum, svo að hann megi beina
fótum vorum á veg lífsins.
10. KAFLI
Ópalar og flðrildi.
Þær merkilegu breytingar, sem eiga sér stað í náttúr-
unni, eru verðar vandlegrar athygli okkar og alvar-
legrar athugunar. Er við athugum sumar þeirra, mun
sú staðreynd þrýstast inn í vitund okkar, að persónu-
legur, lifandi Guð er til, að hann einn getur gert slík
kraftaverk.
I dýraríkinu, jurtaríkinu og í steinaríkinu munum
við sjá, að einkennilegir hlutir eiga sér stað. Utskýrt
það getum við ekki. Við verðum að trúa án þess að
skilja. Gátur sumra leyndardóma verða ekki ráðnar.
Flest af því, sem er leyndardómur í náttúrunni, verð-
ur það áfram. Árangurinn sjáum vér. Staðreyndanna
njótum vér. En hvers vegna eða af hverju skiljum vér
ekki.
Kálmaðkurinn, bólstraður ormur, skreiðist hægt á
14 fótum eða fleiri. Hann er þakinn hári, sem er gult,
hvítt eða brúnt. Hann etur allt grænt, en hefur engan
áhuga fyrir fögrum blómum né hunangssætunni, sem
er í hjarta þessara blóma. Til að fljúga gerir hann enga
tilraun. Hann er ánægður með að skríða. Hann sýnir
enga skrautlega liti, en er ánægður með að vera
ófríður.
Er vetur nálgast, fer þessi litla skepna að vefa sér
líkkistu utan um sig, byrjar aftast og vefur frameftir
líkamanum. Loksins hefur hann lukt sig inni í kistu,
sem er alveg vatnsþétt, sólgeislaþétt og ósökkvandi. I
hræðilegum vetrakuldum er hann alveg inniluktur í
litla húsinu sínu.
Vorið kemur. Hlýtt sólskinið fylgir því. A sérstæð-
an, leyndardómsfullan hátt, sem ég hef aldrei skilið,
rifnar gat á annan enda kistunnar. Bráðlega kemur í
ljós, - ekki margfætlan með gula hárið, heldur fagurt
fiðrildi með dásamlega fögrum lit, orðið sexfætla og
með langa, sérlega tungu. Hún er þannig löguð, að
með henni getur fiðrildið sogið hunangssafann úr
blómunum. Aðeins Guð getur komið slíkri breytingu
til vegar.
Hvemig kemst fíðrildið út? Veit nokkur það? Hvað
varð af öllum hinum fótunum og hvað varð af hárinu?
A fiðrildinu er aðeins mjög fingert hreistur, ein
milljón hreisturflögur á einum ferþumlungi. Sá Guð,
sem getur framkvæmt slíkt dásamlegt kraftaverk,
getur líka framkvæmt kraftaverk á þér.
Ópalar (draugasteinar) eru grafnir úr dýpstu
fylgsnum jarðarinnar. Oss er sagt, að Guð tekur
handfylli af sandi og grefur hana djúpt niður. Afskap-
legur hiti að neðan og geysilegur þungi ofan að frá
breyta honum í fagran stein, sem vér dáumst mikið að
og nefndum ópal. Munnmæli herma, að ópallinn hafi á
einhvem hátt áhrif á hamingju manna í lífinu. Þettaer
auðvitað ekki grundvallað á staðreynd. Guð stjórnar
örlögum manna. Ópallinn getur aðeins aukið fegurð
eigandans. I raun og veru hefur ópall engan lit sjálfur.
En hann er gæddur óvenjulegum hæfileika til að end-
urvarpa ýmsum litum sólgeislans, svo að hann glamp-
ar eins og eldur.
Aðeins Guð einn getur myndað ópalinn, og aðeins
Guð einn getur látið þig endurgeisla fegurð og dá-
semdir Drottins Jesú Krists.
Saffírinn er fagur steinn. Hann er fagur gim-
steinn, sem virðist hafa myndast úr leiri. Lifandi Guð,
sem gjörði leirinn, virðist hafa tekið handfylli af hon-
um, stungið honum djúpt í iður jarðar, þar sem hann
væri undir þungu fargi og í miklum hita. Eftir erfiðan
gröft gætu menn fundið hann sem fagran gimstein,
hæfan í kórónu konungs.
Demanturinn er töfrandi, öllum öðrum steinum
fremur. Það er einkennilegt, að Guð skyldi taka kol-
efni, sem er svart og þétt, og með hita hrauns og gífur-
legum þrýstingi, breyta þessu efni í fagran gimstein,
er skreytir fingur brúðarinnar!
Mest af demöntum heimsins hefur fundist í Suður-
Afríku. .. . Jarðfræðingar hafa fundið mikil hraunlög,
sem líkjast reykháf að lögun og ná langt niður í jörð-
ina. Aður voru allir demantar týndir. Leitandi menn
hafa fundið þá.
Allir syndugir menn hafa verið týndir. En suma
hefur Frelsarinn fundið. Þeim hefur verið bjargað úr