Norðurljósið - 01.01.1980, Qupperneq 17
NORÐURLJÓSIÐ
17
djúpum myrkurs og örvæntingar. Nú eru þeir eign
Konungs konunganna.
Dementar eru alltaf hrjúfir að utan, er þeir finnast.
Steinskerinn verður að fága þá, gimsteinasalinn að
selja þá og gullsmiðurinn að gjöra úr þeim kjörgripi.
Þannig tekur Drottinn vor syndugan mann og fer
að fága hann sem gimstein í kórónu sína. Fágunina sér
hann um sjálfur. Hann veit einn, hvað má bjóða stein-
inum. Hann veit einn, hvaða lögun steinninn fær að
lokum. Hann veit, hvar er best að setja gimsteininn
sinn.
Drottinn vill einnig breyta þér úr kolefni í demant,
úr ljótum, svörtum lit og gefa þér fagra, sterka, ljóm-
andi liti, ef þú felur sálu þína honum á hendur. Gjörðu
það nú.
- Lifra er að skríða um í stöðupolli. Henni stendur á
sama um forina á botninum og skánina á yfirborðinu.
Gleði hennar og unun er að eiga þarna heima. Hún
gefur því engan gaum, þótt sólin skíni skært á himni
né að fuglasöngnum umhverfis.
Svo gerist það dag nokkurn, að tilfinning, nokkuð
skrýtin, grípur þessa litlu skepnu. Hana klæjar á bak-
inu, og eirðarleysi grípur allan líkama hennar. Hana
langar til að komast upp á yfirborðið. Með erfiðis-
munum kemst hún upp stilkinn á einhverju strái eða
illgresi, uns hún er nærri því komin alveg upp úr vatn-
inu. Þá nemur hún staðar til að hvíla sig. Skyndilega,
með snöggri hreyfingu líkamans, brestur hýðið eða
skelin utan um hana. Þá kemur í ljós ný og fögur fluga,
sem nefnd er drekafluga. Vængirnir eru þunnir eins
og grisja. Litfögur er hún sem regnboginn. Hún flýg-
ur eins létt og sólargeisli stað úr stað. Hún lítur ekki
við froðunni á yfirborði pollsins né leðjunni á botnin-
um, fyrirlítur hana. Hún lifir nú á hærra sviði og nýtur
þeirrar fegurðar, sem er í sköpunarverkum Guðs.
Þetta er dásamleg mynd af þeirri breytingu, sem á
sér stað við endurfæðingu sálar mannsins. Spilltur
maður lifir í forarpolli syndanna og saurugleik ástríðna
sinna. En Drottinn vor Jesús finnur hann og tekur að
umbreyta honum. Umskiptin verða algjör. Hann
kemur upp í sólskin kærleika Guðs til að verða prýdd-
ur gjöfum himinsins. Ó, hvílík breyting!
Láttu hann breyta þér!
Opossum (Pungrottan).
Margt er skrýtið í náttúrunni. Daglega er það allt í
kringum oss. Við tökum sjaldan eftir því. Samt ætti að
gefa því mestan gaum, og það birtir dásamlega þekk-
ingu og visku persónulegs Guðs.
Ópossum-mamman ber börnin sín á bakinu. Hún
hefur mjög lítið hár á skrokknum. Þess vegna hefðu
ungarnir ekkert til að halda sér í, ef hún bæri þá á því.
Guð hefur leyst þetta vandamál með því að kenna
móðurinni að leggja langa, stífa skottið upp og fram
bakið alveg að höfðinu. Ungamir stökkva upp síður
hennar og hringa skottin utan um skottið á henni.
Þannig hanga fjögur eða fimm börn hennar örugg sitt
hvoru megin á hrygg hennar.
Hver kenndi pungrottunni þessa úrlausn? Er til
skóli, sem kennir pungrottum? Var það einhver mikill
vantrúarmaður eða guðleysingi, sem stakk upp á
þessu við Opossum-tegundina og kenndi henni að
gera það?
11. KAFLI
Lævirkinn.
Á að sjá er hann ekki fegurstur allra söngfugla.
Ef til vill dregur fuglinn sjálfur ekki fólk að sér, en
söngnum hans verður ekki með orðum lýst. Mörg ljóð
hafa verið samin vegna hrífandi raddar hans. Sögur
margar hafa verið sagðar af dásamlegum söng hans,
sem ljóðin og kvæðin lýsa. Hins vegar hefur enginn
orkt um fætur lævirkjans. I hlutföllum við vöxt hans
eru þeir allt of stórir og þaktir af ljótum útvexti.
Skjátlaðist Guði, er hann gæddi lævirkjann svo
unaðslegri söngrödd, en gaf honum ljóta fætur? Alls
ekki. Guð gerir ávallt alla hluti vel. Lævirkinn býr sér
ekki til hreiður. Móðirin verpir tveimur eggjum í
ofurlitla laut, ef til vill við útjaðar engis eða beitilands.
Ef nokkur hætta getur verið á því, að eggin verði eyði-
lögð, þrífur mamman eggin sitt með hvorum fæti og
flýgur á brott með þau til að leggja þau þar niður, sem
þau eru í minni hættu. Tærnar eru svo langar, að þær
geta gripið utan um eggið án þess að brjóta það. Þær
eru hornkenndar og hrjúfar, til þess að eggið detti ekki
úr þeim og brotni.
Guð, sem ber svo mikla umhyggju fyrir lævirkjan-
um litla, ber ennþá meiri umhyggju fyrir þér. Hví
felur þú honum ekki vandamálin þín?
Eins og þú veist er fíllinn stærstur og þyngstur allra
landdýra. Önnur dýr geta lyft sér upp á tveimur fót-
um fyrst. Kýrin rís fyrst upp á afturfæturna, síðan á
framfætur. Hestur hagar þessu öfugt. Hann lyftir
fyrst upp framfótunum, afturfótunum síðan. Hvers
vegna rísa ekki þessar tvær tegundir dýra eins á fætur?
Hvaða ljósi varpar þróunarkenningin á þetta?
Afturfætur fílsins eru ólíkar þeim, sem önnur fer-
fætt dýr hafa. Þær beygjast fram á við eins og fram-
fæturnir. Viska Guðs sá, að þetta var nauðsynlegt
vegna þess, hve geysiþungur fíllinn er. Hann gæti ekki
lagt þennan geysiþunga á tvo fætur. Þess vegna notar
hann þá alla.
Guð, sem útbjó fílinn þannig, að hann gæti borið
byrðar sínar, getur líka gert þig færan um að bera
byrðar þínar. Vilt þú láta hann gera það?