Norðurljósið - 01.01.1980, Page 20

Norðurljósið - 01.01.1980, Page 20
20 NORÐURLJÓSIÐ hreinsa sálina. „Hvað fær syndir hreinsað brott?“ „Ekkert nema blóðið Jesú.“ Guð hefur tvennt, sem hreinsar á brott þá svörtu flekki, sem óhlýðnin gerir. Hið fyrra finnst í 1. bréfí Jóhannesar, 1. kafla, 7. grein: „Blóð Jesú, sonar hans, hreinsar oss af allri synd.“ Hitt er að fínna í 119. Sálmi, 9. grein: „Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? (Hreinsað veg sinn. Ensk. þýð.) með því að gefa gaum að honum samkvæmt orði þínu.“ (Ensk þýð.) Blóð Krists hreinsar burtu hina innri bletti en orð Guðs gerir lífemið hreint. Þetta eru hreinsunarefnin, sem Guð notar. Sápan eyðist við notkunina og hverfur að lokum í vatninu. Hvorki dýrmæta blóðið né Orðiðóviðjafnan- lega hafa breytst um aldaraðir. Gildi þeirra og kraftur er hinn sami sem í upphafi. Aldirnar hafa hvorki breytt þeim né veiklað. Krafturinn er hinn sami enn í blóðinu og kraftaverkamáttur í Orðinu. Börnunum geðjast ekki að sápu. Biðja verður þau, hvetja eða knýja til að nota hana. Hversu oft hefur hún mamma sagt: „Notaðir þú sápu á þig?“ Ef útlitið bar ekki svarinu vitni, þá lyktaði mamma af andlitinu. Bamið vex. Ef til vill kemur ástin til sögunnar. Þá verður sápan dagleg nauðsyn. Fyrr en lokið er unglings aldri hefur hreinlætis-löngun, og þráin að líta vel út, aukið notkun sápu til mikilla muna. Þessu er líka þann veg farið með læknislyf Guðs við synd - blóðinu og biblíunni Þegar vér verðum oss þess meðvitandi, að blettir syndar séu á sálinni, sem Guði eru eins augljósir og mönnunum, þá knýr þetta okkur til að hagnýta okkur það, sem Guð hefur lagt fram. Með auglýsingum alls konar er sápan kunngjörð og fræg gerð fjær og nær. Framleiðendur hafa vonað og heppnast, að framleiðsla þeirra yrði hagnýtt af öllum stéttum og þjóðernum. Þannig hefur líka Guð vor farið að. Fjær og nær hefur hann kunngjört með prentuðu máli eða munn- lega, með útvarpi og sjónvarpi, með auglýsinga nýjungum, með penna og málningu, að „blóð Jesú Krists, sonar hans, hreinsar oss af allri synd“. Líka hann langar til, að sérhver maður í sérhverri stétt þjóðfélagsins hjá sérhverri þjóð skuli trúa auglýsingu hans og meðtaki hreinsun syndanna, sem er veitt af náð. Alla sápu verður að kaupa. Hún vex ekki á trjám eða runnum. Hún finnst hvorki í sænum né í jarðvegin- um. Tæknilist mannanna verður að framleiða hana. Guðdómlega lyfið við synd er ekki framleitt úr neinu í ríki náttúrunnar. Það kemur frá höndum Guðs, og er framleiðsla himinsins. Það er ÓKEYPIS. Enginn fær það keypt, og enginn getur einangrað það. Enginn söfnuður né nokkur maður hefur það til sölu. Kristur einn ræður yfir því. Heilagur Andi heimfærir það. Sérhver syndari, hvar sem hann er, má veita því við- töku. Gakktu alveg úr skugga um það, vinur minn, að þú sért hreinsaður í blóði Lambsins (Jesú Krists), svo að þú megir ganga inn í nálægð Guðs. „Ef það kemur nú fram ... ? “ Eftir C.H. Simeon, að miklu leyti. Israelsmenn höfðu yfirgefið Drottin og voru enn í miklum nauðum. Filistar drottnuðu yfir þeim. Þá var uppi maður nokkur, sem Manóa hét. Kona hans var óbyrja, hafði aldrei alið bam. Þótti slíkt smán fyrir hana. Þá bar svo til einn dag, að engill Drottins birtist konu Manóa. Flutti hann henni þann boðskap, að hún mundi verða þunguð, ala son, og að hann mundi byrja að frelsa ísrael undan valdi Filista. Konan fór og flutti manni sínum þessar góðu frétt- ir. Erfitt átti hann með að trúa þeim. Sem svar við bæn hans til Drottins, kom engill Guðs til konunnar í annað sinn. Sannfærðist þá Manóa um að þau höfðu séð engil Drottins, þaðer: Jahve, Guð ísraels. Segir þá Manóa við konu sína: „Vissulega munum við deyja, því að við höfum séð Guð!“ En kona hans svaraði honum: „Ef Drottinn hefði viljað deyða okkur, þá hefði hann eigi þegið brennifóm og matfórn af okkur, né látið okkur sjá allt þetta, og þá hefði hann eigi látið okkur heyra slíka hluti.“ (Dómarab. 8.22.23.) Er nokkrir dómarar hafa verið nefndir, sem ritning- in segir lítið frá, er athygli okkar vakin til íhugunar á fæðingu og ævi manns, sem verðskuldar sérstaka íhugun. Foreldrum hans er gefin opinberun, sem varðar hann. Sömuleiðis skulum við íhuga áhrifin, sem opinberun þessi hafði á huga þeirra. Skulum vér þá gefa því gaum: 1. Opinberun þeirri, sem þeirn er gefin. Ranglætis síns vegna voru Israelsmenn komnir undir vald Filista, sem kúguðu þá harðlega og um langan tíma. Af eigin miskunn sinni og náð vakti Guð þeim upp mann, sem frelsaði þá. Aðrir, sem höfðu frelsað þá, höfðu komið þegar fram á sjónarsviðið, er frelsun fólksins átti að verða. Hér var þessi lausnar- maður ekki enn getinn í móðurlífi, er fyrirheitið um hann var gefið. Hann átti að fæðast af óbyrju eins og þeir Isak og Jakob höfðu fæðst. Þessi drengur átti að vera helgaður Guði frá móður- lífi. Hann átti að verða Nasírei. Um þá menn voru lög

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.