Norðurljósið - 01.01.1980, Blaðsíða 22

Norðurljósið - 01.01.1980, Blaðsíða 22
22 NORÐURLJÓSIÐ Orð dagsins: Sími 96-21840, Akureyri Er frá Postulasögunni, 16. kafla 25. og 26. grein: „En um miðnætti báðust þeir Páll og Sílas fyrir og lofsungu Guði, og bandingjarnir hlustuðu á þá. Þá varð skyndilega landskjálfti mikill, svo að grundvöllur fangelsisins titraði, og jafnskjótt opnuðust allar dyr, og fjötramir féllu af öllum.“ Þeir Páll og Sílas sátu í fangelsi vegna trúar sinnar, sakfelldir fyrir að kunngjöra það, sem þeir höfðu reynt í samfélaginu við Drottin Jesúm hinn upprisna. Stundum virðist sem þagni hreinir tónar lofgjörðar og þakklætis til Drottins, þegar syrtir að í lífinu, raun- veruleikinn blasir við í dökkum litum. Þá erum við ekki í skapi, sem lofar Guð í vonlausum kringumstæð- um. En það var heldur annað, sem fór fram í myrkr- inu í fangelsinu í Filippíborg. Þaðan bárust voldugir tónar lofgjörðar og þakklætis út í myrkrið. Kringum- stæðumar umbreyttu þar engu. Sár eftir barsmíðar, fjötranir og náttmyrkrið, - allt þetta andstreymi gat ekki breytt þeirri staðreynd, að í hjörtum Páls og Síl- asar skipaði Drottinn Jesús það öndvegi, sem ekkert fékk haggað honum úr. Lofgerðin í myrkrinu var leidd af Anda Guðs. Meðan hún fór fram, opnuðust allar dyr, og fjötrarnir féllu af öllum. Hjartað, sem lofar Guð, verður hafíð yfir hörm- ungar og mótlæti í hvaða myndum, sem þetta birtist. Það bíður fagnandi í forsal þeirrar dýrðar, sem í vændum er. I Drottni sínum og frelsara á það fagnað- ar efnið, sem varanlegt er, og ekkert fær yfirbugað. Erfíðleikar þurfa ekki að loka fyrir straum lofgjörð- ar þeirra, sem elska Guð, þeirra, sem reynt hafa um- skapandi lífgjöf hans fyrir trúna á Drottin Jesúm og samfélagið við hann. Því að „sá, sem hefur soninn, hefur lífíð.“ Ekkert getur haggað þeirri staðreynd. „Lát því óma gleðihljóm og kveða við fagnaðaróp, þú, sem býr á Zíon, því að mikill er hinn Heilagi í Israel á meðal þín.“ I erfíðleikum hressir ekkert meir sálu mannsins en lofgerðin. Reyndu hana stöðugt, þú, sem átt í erfið- leikum. J.S. Allt orðið nýtt Sögð hefur verið saga lítils drengs, er fæddist blindur. Einkabam var hann og augasteinn móður sinnar. Alltaf vom þau saman auðvitað. A sumrin reyndi móðririn að láta augu sín vera sem glugga á sál drengs- ins ógæfusama. Hún fór með hann út á grasvelli, talaði við hann um græna litinn á þeim, einnig um bláan himin og marglit blóm, sem alls staðar voru um- hverfis. En drengurinn hafði aldrei séð lit og gat ekki hugsað sér, hvernig litir væru. „Hvað er litur, mamma?“ spurði hann stundum.“ „Getur þú fundið lykt af lit?“ „Nei,“ svaraði hún. Síðan reyndi hún að lýsa lit fyrir þeim, sem ekkert hafði séð nema svart myrkrið. „Getur þú þreifað á honum, smakkað á honum eða heyrt hann?“ spurði drengurinn stundum. „Nei, sonur minn, ekkert af þessu getur þú gert,“ var hún vön að svara. „Litur er - jæja, hann er bara litur!“ Hún varð að gefast upp og reyna ekki að skýra þetta fyrir drengnum sínum. Þá gerðist eitthvað dásamlegt. Skurðlæknir fannst, er sagðist halda það, að hann gæti gefíð drengnum sjónina. Síðan kom að því, að hver uppskurðurinn eftir annan var gerður á augum drengsins. I langan tíma voru augun umbúðum vafín, svo að hann var sem í algeru myrkri. Þá var farið að fjarlægja umbúð- imar smátt og smátt. Drengurinn fór að geta greint birtu frá myrkri. Seinast gat hann séð alla hluti skýrt. Þá var vordagur. Mæðginin gengu út í garðinn hjá húsinu. í fyrsta sinn leit barnið bláan himin, blóma- dýrð og dásamlega hvíldarlitinn græna á trjánum og grasinu. Frá sér numinn sneri hann sér að móður sinni og mælti: „Ó, mamma, hvers vegna sagðir þú mér ekki, að allt þetta væri svona yndislegt?“ Heimurinn er í myrkri syndar. Kristur er gæddur yndisleik og fegurð. Hjálpræði hans og lífíð í honum skapa gleði, þegar hann dvelur í hjarta mannsins. Ó, að við gætum útskýrt þetta fyrir heiminum, því að allt breytist er Kristur dvelur í hjarta mannsins, þegar vér erum hans, og hann er vor. Fagurlega er þessu lýst í versi sálms, er margir elska: Aldrei loftið eins var blátt, aldrei jörðin grænni að sjá, aldrei ljóssins litaskraut ljóma fyrr svo skært ég sá. Blómið hvert svo skært nú skín, skærri er söngur vorboðans, því nú hljómar huggun mín: Hann er minn, og ég er hans. Mig langaði mjög til að geta sungið þennan sálm. Tók þá að myndast sönglag í kolli mér. Söng ég það oft, sérstaklega þetta erindi, sem tilfært er hér að framan. Sálmurinn var í lítilli bók, sem var gefín út fyrir 1920, eða það minnir mig, því að ég gætti þá enn fjár föður míns. Annar sálmur var í sömu bók, sem hét Söngbók æskunnar. Hafði frú Anna Thoroddsen í Reykjavík átt mestan þátt í sálmavali og útgáfu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.