Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1980, Qupperneq 24

Norðurljósið - 01.01.1980, Qupperneq 24
24 NORÐURLJÓSIÐ mein, því að vér erum hér allir.“ Hann féll þeim Páli til fóta og spurði: „Herrar, hvað á ég að gjöra, til þess að ég verði hólpinn?“ Hann hafði hlustað á söng þeirra og vitnisburð um Krist. Margir af okkur gætu sagt, að tilfínningar fanga- varðarins hefðu verið of æstar til að taka ákvörðun andlega. Ef til vill hefðu sumir sagt: „Bróðir, bíð þú dálítið. Hugsaðu málið betur. I raun og veru veistu ekki, hvað þú ert að gera. Tilfinningar þínar eru í upp- námi.“ Þetta gjörðu þeir Páll og Sílas ekki. Þeir gáfu honum ákveðið svar: „Trú þú á Drottin Jesúm, og þú munt verða hólpinn og heimili þitt.“ Eg hef séð fólk koma til Krists án allra geðshrær- inga. Eg hef séð það koma grátandi. Eg hef séð það koma hlæjandi. Eg hef séð það koma til Krists af kær- leika til hans. Eg hef séð það koma til hans vegna hræðslu við dóminn og helvíti. Angelo Patri sagði orð, sem vert er að muna eftir: „Menntun er fólgin í því: að vera hræddur við það, sem ber að óttast.“ Biblían segir, að við eigum að óttast Guð: „011 jörð- in óttist Drottin, allir heimsbúar hræðist hann.“ (Sálm. 33.8.) Við gleymum því að þessi Guð skapaði alheiminn allan, og hann telur okkur bera ábyrgð á því, hvernig við breytum. Hann lætur okkur bera ábyrgð á því, hvað við gjörum gagnvart syni hans, Drottni Jesú Kristi. Vér eigum að elska Guð sem Föður og bera ótta virðingar fyrir honum. Vér eigum líka hann að óttast sem eyðandi eld af því að ritningin segir: „Vor Guð er eyðandi eldur.“ (Hebr. 12.29.) Haldinn verður dagur dómsins. Ef ég þekkti ekki Krist, mundi ég titra. Góðu fréttirnar (fagnaðar- erindið) eru þær, að þrátt fyrir syndir okkar, elskar Guð okkur. Hann er fús til að frelsa okkui. Hann er fús til að fyrirgefa okkur. Hann vill taka okkur heim til sín í himininn. Þjónusta. Eitt sinn er ég var að predika í guðfræðiskóla í Austurríkjunum spurði nemandi mig: „Getur þúsagt mér á auðskildu máli, hvað ég á að gera til þess að verða hólpinn?“ Hann var að búa sig undir að verða Orðsins þjónn, en þekkti ekki Jesúm Krist. Eg veit af þremur stúdentum, er frelsuðust daginn þann. Spurning. Pétur flutti predikun mikla hinn fyrsta hvítasunnu- dag. Biblían segir um áheyrendur, að þeir stungust í hjörtun og sögðu við Pétur og postulana hina: „Hvað eigum vér að gjöra?“ Þetta er sama spumingin í raun og veru, sem hirðmaðurinn frá Eþíópíu spurði Filipp- us, er hann bað um skírn. „Ef þú trúir af öllu hjarta, er það heimilt,“ var svarið. Hirðmaðurinn trúði og hélt veg sinn fagnandi. Maður þessi þurfti ekki að gera nokkuð annað en að trúa. Ó, hvað orðið ,,trúa“ er stórt orð. Hugtökin traust og trú eru falin í því. Þú trúir að því marki, að þú felur ævi þína á hendur Jesú Kristi sem Drottni þín- um og Meistara. Trúin merkir þetta. Hefur þú afhent þig honum á þennan hátt? Paradís. Blindi maðurinn kom eins og hann var og trúði. Líkþrái maðurinn kom eins og hann var og trúði. María Magdalena kom með sína sjö illu anda og trúði. Ræninginn á krossinum sagði: „Drottinn, minnstu mín.“ A því andartaki sagði Jesús: „í dag skaltu vera með mér í Paradís.“ Ræningi þessi hafði gert mörgum illt. Hann hafði engan tíma til að fara að segja nokkr um manni, að hann væri hryggur yfír illverkum sínum. Hann hafði engan tíma til, að bæta fyrir nokkurt brot. En hann frelsaðist þennan dag. Þannig er hjálpræðið dásamlegt. „En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt, til að verða Guðs börn, öll- um þeim, sem trúa á nafn hans.“ (Jóh. 1.12.) „En þeim, sem ekki vinnur, en trúir á hann, sem réttlætir óguðlegan, verður trú hans reiknuð til réttlætis.“ (Róm. 4. 5.) „Réttlættir af trú höfum vér því frið við Guð fyrir Drottin vorn Jesúm Krist.“ (Róm. 5.1.) Trúir þú af öllu hjarta þínu? Hefur þú alveg algjör- lega afhent Kristi líf þitt? Er hann þinn? Hefur þú sagt: „Eg vil, að Kristur sé Drottinn minn og meistari og Frelsari minn?“ (Þýtt úr „Decision“. Mánaðar- blaði dr Grahams.) HVAÐ ER TRÚ? Trúin er stundum lítið meira en það: að halda sér fast við Krist, sú tilfinning að reiða sig á Krist og fúsleiki til að gera það. Þegar þú kemur niður að sjávarströnd- inni - og þangað vildum við öll fara -, þá getur þú séð olnbogaskel, sem hefur gert sig fasta við klett. Hljóð- lega gengur þú að klettinum með göngustaf þinn í hendinni, slærð hratt á olnbogaskel, svo að hún hrapar niður. Reyndu nú að gera hið sama við næstu olnbogaskel. Þú hefur gert henni aðvart. Hún heyrði höggið, sem þú veittir nágranna hennar. Hún heldur sér fastri af öllum kröftum. Þú kemur henni ekki í burtu þó að þú sláir aftur og aftur, losnar hún ekki. Þú gætir alveg eins reynt að brjóta klettinn. Olnboga- skelin þekkir ekki margt, en hún kann að halda sér fastri. Hún hefur fundið eitthvað til að halda sér við, klettinn, sem frelsar hana. Þúsundir af fólki Guðs eiga ekki meiri trú en þetta: Það kann að halda sér fast við Krist af öllu hjarta og sál. Þetta er nægilegt. Jesús Kristur er þeim frelsari, sterkur og máttugur, líkur kletti, óhreyfanlegur og óbreytilegur, og þeir halda sér fast við hann. (C. H. Spurgeon.) Þýtt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.