Norðurljósið - 01.01.1980, Side 27
NORÐURLJÓSIÐ
27
Gídeons-reyflð
Úrdráttur úr ræðu eftir síra Charles H. Simeon
Þá sagði Gídeon við Guð: „Ef þú ætlar að frelsa
Israel fyrir mínar hendur, eins og þú hefur sagt, sjá,
þá legg ég ullarreyfí út á láfann. Ef dögg er þá á reyfinu
einu, en jörð öll er þurr, þá veit ég, að þú munt frelsa
Israel fyrir mínar hendur, eins og þú hefur sagt.“ Og
það varð svo. Morguninn eftir reis hann árla og kreisti
reifíð, og vatt hann þá dögg úr reyfinu, fulla skál af
vatni. En Gídeon sagði við Guð: „Lát eigi reiði þína
upptendrast gegn mér, þó að ég tali enn aðeins í þetta
sinn. Eg ætla aðeins einu sinni enn að gera tilraun með
reyfið. Skal nú reyfið þurrt eitt vera, en jörð öll vot af
dögg.“ Og Guð gjörði svo á þeirri nóttu. Var reyfið
eitt þurrt, en jörð var þll vot af dögg.
Huggunarríkt er að vita það, að engin réttlát ástæða
er til örvæntingar, hve vonlaust sem ástand okkar er í
þessum heimi. Guð vantar aldrei þau verkfæri, sem
hann getur notað til að leysa okkur með úr erfiðleik-
um, hversu veik og ófullkomin, sem verkfærin eru,
sem hann notar til þess.
Naumast mun hægt að ímynda sér vonlausara
ástand en það, sem Israelsþjóðin var komin í af
völdum Midíans, Amaleks og Austurbyggja. Þessir
óvinir Israels „fóru norður þangað með kvikfénað
sinn og tjöld sín. Kom slíkur aragrúi af þeim, sem
engisprettur væru. Varð engri tölu komið á þá né
úlfalda þeirra, og brutust þeir inn í landið til að eyða
það.“ Gjörðu ísraelsmenn sér þá fylgsni á íjöllum
uppi, hella og vígi fyrir Midían. En þeir gátu með
engu móti staðist fyrir innrásarmönnunum.
En, er þeir voru í þessum nauðum, þóknaðist Guði
að vitja þeirra með miskunn sinni. Vakti hann þeim þá
upp hjálparmann, Gídeon, er hann var að þreskja
hveiti í vínþröng til að bjarga því undan Midían. Þá
kom engill Drottins til hans og fól honum að frelsa
Israel. En er hann var farinn, var það, sem Gídeon bað
um táknin með ullarreyfinu.
Hvaða sannindi sjáum við speglast í þessu?
1. Veikleika mannsins.
Gídeon gat ekki trúað til fulls orðum Guðs.
Drottinn hafði sagt við hann: „Þú munt frelsa ísrael
úr höndum Midíans. Það er ég, sem sendi þig.“ Er
Gídeon lét í ljós efa sinn um, að Guð gæti notað svo
lélegt verkfæri sem sig, þá gaf Drottinn honum þetta
fyrirheit: „Eg mun vera með þér, og þú munt sigra
Midían sem einn maður væri. Þrátt fyrir þetta vildi
Gídeon fá táknin með reyfið.
Sýnir þetta atvik okkur ekki greinilega:
1. Veikleika mannsins.
Er þetta ekki spegilmynd af veikleika allra
manna?
Abraham greip tvisvar til ósanninda, af því að hann
gat ekki treyst Guði til að varðveita sig. Sara, þótt hún
fái hrós fyrir trú sína, gat samt ekki treyst því, að hún
mundi á svo háum aldri ala son. Móse var falið að leiða
ísrael út af Egiptalandi. Hann varð að fá þrjú tákn í
röð, áður en hann sannfærðist. Asaf varð að segja:
„Þetta er kvöl mín: að hægri hönd hins Hæsta hefur
breytt sér.“ Lærisveinar Jesú efuðust, þegar stormur-
inn skall á þá, er þeir voru á leið yfir Galíleuvatnið. Þó
var Drottinn sjálfur með þeim í bátnum. Þegar Pétur
gekk á vatninu, varð hann hræddur og tók að sökkva,
er hann sá vindinn og ölduganginn.
Þannig er þetta á reynslustundunum. Við eigum
svo fjarska erfitt með að bera slíkt traust til Guðs, að
það losi okkur við allan ótta, svo að við getum falið
Guði málefni okkar, án þess að við berum kvíða fyrir
endalokunum. Við þekkjum ekki mikið eigin hjörtu, ef
við höfum ekki uppgötvað, að í okkur er vont vantrú-
arhjarta. Og að bera fullkomið traust til Guðs er hæsta
markið og fullkomnun, sem við getum náð. Eins og
Job sagði: „Þótt hann deyði mig, vil ég halda áfram að
treysta á hann,“ (ensk þýð.).
Þessi veikleiki Gídeons varð til að leiða í ljós:
2. Lítillæti Guðs.
Guð, í stað þess að gremjast við þjón sinn, veitti
honum beiðnir hans.
Fyrirheitin voru gefin í fyllstu alvöru. Venjulegur
maður hefði móðgast af því, er sannsögli hans var
dregin svo í efa. Tvisvar sinnum sagði Gídeon við
Guð: „Ef þú ætlar að frelsa Israel fyrir mínar hendur,
eins og þú hefur sagt,“ og þá gerði Gídeon tvær
tilraunir með reyfið. Hvílíka furðu vekur það, að Guð
móðgast ekki, heldur uppfyllir óskir efagjarna þjóns-
ins síns.
Lítillæti, svipað þessu, sjáum við, að Jesús sýndi
efagjarna lærisveininum sínum, honum Tómasi.
Lærisveinarnir allir höíðu séð hann, nema Tómas.
Allir vitnuðu þeir, að þeir höfðu séð Drottin vorn. En
Tómas vildi ekki trúa. Sameinaður vimisburður
bræðranna var gagnslaus. Ekki vildi hann heldur trúa
eigin augum. Ef hann sæi Drottin, ætlaði hannekki að
trúa, nema hann gæti lagt fingur sinn í naglaförin á
höndum hans og lagt hönd sína í síðu hans. Réttlátt
hefði verið, að hann hefði goldið vantrúar sinnar. En
Drottinn birtist honum líka og gefur honum þá
sönnun, sem hann krafðist.
Við getum líka vænst þess, að lítillætið sama verði
okkur sýnt. Satt er það, okkur er ekki gefið vald til að
setja nokkra skilmála, hvernig guðlegum vitnisburði
verði hagað, né að krefjast sýnilegra tákna, er
staðfesti orð Guðs. Við skiljum, að Guð er hinn sami