Norðurljósið - 01.01.1980, Page 28

Norðurljósið - 01.01.1980, Page 28
28 NORÐURLJÓSIÐ nú sem forðum, svo að „hann brýtur ekki brákaðan reyr, né slökkur rjúkandi hörkveik, þangað til hann hefur leitt réttinn fram til sigurs.“ 3. Ahrifamáttur bænarinnar. Gídeon bar fram bænir fyrir Drottin. Hann gerði það með mikilli auðmýkt og viðkvæmum anda. Sömu- leiðis spámaðurinn Jesaja, er hann bað um tákn handa Hiskía Júdakonungi, er staðfesta skyldi orð Drottins, að hann yrði heilbrigður. Guð hefur líka af miskunn sinni heitið okkur bænheyrslu. Oss er tjáð, að kröftug bæn réttláts manns megnar mikið.“ Það er dregin upp mynd handa oss af Elía spá- manni. Hann bað fyrst um, að ekki skyldi rigna. Þá rigndi ekki í þrjú ár og sex mánuði, segir í bréfi Jakobs. En svo bað hann aftur þá gaf himinninn regn, og jörðin bar sinn ávöxt,“ þetta getum við fengið að reyna á stundum sérstakrar reynslu. Ég verð að segja, að jafnvel í tímanlegum efnum er bænum okkar svarað. Og þegar beðið er um andlegar blessanir, má segja, að svörin við þeim bænum séu sýnileg. Hvað á ég að segja meir? Látið trú yðar á blessað Orð Guðs vera staðfasta og óbreytanlega. Munið eftir, að almætti Guðs er ekki neitt um megn. Nú vill þýðandinn bæta við fáeinum orðum. Vera má, að einhver hlusti á þetta, andvarpi og segi: „Ég vildi, að ég ætti þetta, þessa trú.“ Komdu þá til Drott- ins Jesú í bæn. Þú getur beðið á þessa leið: „Kæri herra Jesús, ég á við efasemdir að stríða eins og Gídeon. Ég bið þig að sýna mér sömu náð og honum, gefa mér fullvissu í hjarta mitt og frið. Láttu mig læra að þekkja þig og veita þér viðtöku sem frelsara mínum og svo gjöfum þeim, er þú gefur öllum, sem leita þín. Heyr þetta fyrir þíns nafns sakir. Amen.“ HAGNÝT TRÚ.... Sæir þú bréf, sem ritað er utan á til þín, mundir þú þá ekki opna það? Það mundi ég halda. Hér um daginn var fátæk kona, sem var send smágjöf til styrks í bréfí. Gjörði það vinur hennar. Hún var í miklum örðugleikum efnalega. Fór hún nú til þessa vinar síns og beiddist hjálpar, fáeina skillinga. „Hvað er þetta?“ sagði hann, „ég sendi þér ávísun í bréfí í gær!“ „Hamingjan góða!“ sagði vesalings konan, „þetta hlýtur að vera bréfíð, sem ég fékk í gær, og setti á bak við spegilinn.“ Þannig var það. Og til er margt fólk, er stingur bréfum Guðs á bak við spegil- inn og hagnýtir ekki fyrirheitin, sem því eru ætluð. (Þýtt). Sál í Endór Eftir C. H. Simeon Við lesum í I. Samúelsbók, 28. kafla, 15. grein: „Þá sagði Samúel við Sál: „Hví hefur þú ónáðað mig og látið kalla mig fram?“ Sál mælti: „Ég er í mikl- um nauðum staddur. Filistar herja á mig, og Guð er frá mér vikinn og svarar mér ekki lengur, hvorki fyrir milligöngu spámannanna né í draumum. Fyrir því lét ég kalla þig, til þess að þú segir mér, hvað ég á að gjöra?“ Vér getum ekki efast um, að galdrar hafí verið til. Hvaða töfraþulur voru notaðar, vitum vér ekki. Víst er um það, að á dögum Drottins Jesú hér á jörðu, virð- ist Satan hafa haft meira vald yfír líkömum manna en hann hefur á þessum dögum. Guð virðist hafa leyft það, til þess að kraftur Krists yrði enn meir augljós. A það, sem aðrar bækur en biblían segja, getum vér ekki lagt mikinn trúnað. Stafar það af því, að jafnvel góðir og gegnir menn geta verið haldnir trúgimi og veitt því viðtöku, án þess að það sé nægilega rannsak- að, á hvaða rökum það er reist. Hins vegar getum vér ömggt trúað því, sem ritn- ingamar segja frá. Það er birt af honum, sem aldrei getur skjátlast. Frásagan sjálf er ein af hinum mark- verðustu í ritningunni. Til þess að þetta sé framreitt á auðskilinn og fræðandi hátt, skulum vér athuga sögu Sáls í sambandi við hana. Við skulum þá gefa þessu gaum. 1. Hvernig ástand hans var orðið. Hann lýsir því sjálfur í frásögninni. Lengi og með þrákelkni hafði hann syndgað gegn eigin samvisku, uns hann hafði komið Guði til að yfír- gefa hann. Meðan hann var yfirgefinn af Guði, hófu Filistar ófrið gegn honum. Þeir gerðu innrás í landið. Þá fann hann þörf á almáttugum verndara og leitaði hjálpar hjá Guði, sem hann hafði móðgað. Nú vildi Guð ekki láta hann fínna sig né gefa beiðnum hans gaum. Guð gat með ýmsu móti kunngjört hugsanir sínar. En nú svaraði hann ekki „hvorki með úrím eða túmmím eða fyrir milligöngu spámannanna, né í draumi.“ Því miður kemur það fyrir ofmörgum sinn- um, að þetta er ástand óguðlegra manna. Því miður eru margir, sem að staðaldri syndga gegn röddu samvisku sinnar, er hún býður þeim eitthvað. Þeir „móðga“, ,,hryggja“ og að lokum „slökkva“ til fulls heilagar hræringar Andans við samvisku þeirra. Það er engin furða, þó að mæti þeim erfiðleikar á slíkum tímum. Allt hið skapaða virðist tilbúið að hefna brota á sáttmála Guðs, hvenær sem hann dreg- ur að sér vernandi hönd sína. Hverjar svo sem þreng- ingar vorar eru, og úr hvaða átt, sem þær koma, stenst

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.