Norðurljósið - 01.01.1980, Blaðsíða 29

Norðurljósið - 01.01.1980, Blaðsíða 29
NORÐURLJÓSIÐ 29 það engan samanburð, hve miklu þyngri þær verða, ef meðvitundin segir: „Guð er orðinn óvinur vor.“ Þá munu þeir úthella bæn, þegar þeir finna, að Guð agar þá. En þá geta þeir rekið sig á það, „hve illt og beiskt það var,“ að þeir yfirgáfu Drottin, eins og ritningin segir. Þeir ákalla Drottin, en fínna þá, að hann svarar þeim ekki, „af því að hendur þeirra eru fullar af synd.“ (Ensk þýðing.) Jafnvel getur fariðsvo, að hann gjöri það, er segir í Orðskviðunum: „Eg mun hlæja í ógæfu yðar og draga dár að, er skelfingin dynur yfír yður.“ Guð hefur margsinnis lýst yfír því, að þannig breyti hann gagnvart þeim, er setja upp skurðgoð í hjarta sínu. Sannarlega er dapurlegt ástand þeirra, sem ekki eiga aðgang að Guði, þegar þeir eru í erfíð- leikum. En mjög erum við ókunn sorgarhúsum, ef við höfum ekki kynnst þeim. Þannig var þá hið vansæla ástand Sáls. Næst skul- um við fara að gefa því gaum, hvað hann tók til bragðs. Hann vildi leita ráða hjá þessum þjóni Guðs, sem hann hafði óhlýðnast og fyrirlitið. Til þess að ná sam- bandi við hann, varð hann að leita til konu, sem hafði þjónustu-anda. Fyrr á ævi sinni hafði Sál hagað sér eins og Drott- inn bauð, og hafði útrýmt slíku fólki sem þessari konu úr landinu. Hann gat ekki látið þessa konu gera þetta, sem hann bað hana fyrr en hann hafði svarið eið, að engin sök skyldi falla á hana fyrir þetta. Fyrir sár- beiðni hans tókst henni þetta: að Samúel kæmi. Marg- ir lærðir menn hafa haldið því fram, að Samúelsjálfur hafí ekki birst, heldur að Satan hafi tekið á sig mynd hans og búning. Sagan sjálf gefur ekkert slíkt til kynna, heldur hið gagnstæða. Það virðist, að konan sjálf hafí orðið undrandi og hrædd, er hún sá, hve vel þetta hafði heppnast. A móti þessu er þá talið, að galdrakona gæti aldrei náð Samúel upp úr dánarheimum (gröfínni, segir höf.).En Guð gat hafa sent hann til að staðfesta þær hótanir, sem hann hafði haft í frammi, meðan hann lifði. . . . Þegar hann segir svo, að á morgun muni Sál og synir hans vera hjá sér, þá getur það merkt það eitt, að þeir fari daginn eftir inn í ósýnalega heiminn. 2. Vér getum lært af þessari sögu: Hvílíka eymd Sál leiddi yfír sál sína. Gefið gaum, hvað kom á eftir: kjarkleysi, örvænting, sjálfsmorð. Hann lagðist á gólfíð. Með erfiðismunum var hann talinn á: að neyta fæðu, svo að hann kæmist þaðan. En ekki bryddi á auðmykt í sál hans né bar hann fram nokkra bæn til Guðs. í örvæntingu ákvað hann að mæta örlögum sínum. Hann reyndi ekki að öðlast miskunn hjá Guði. Orrustan fór eins og Samúel hafði sagt. Sjálfur kaus hann að láta fallast á sverð sitt held- ur en sæta háðulegri meðferð af óvinum sínum. Hvað eigum vér að læra af þessu? Margir hlýða hvorki Guði né samvisku sinni, alveg eins og Sál. En syndin mun ræna þá sálarfriði, svipta þá því: að vona á Guð og framtíðar horfum góðum í eilífðinni. Hvaða synd, sem loðir við oss, þá unnum oss engrar hvíldar, uns vér höfum iðrast hennar, þvegið hana brott í blóði Lausnarans og öðlast sigur yfír henni fyrir náð Guðs. Sé hún ekki hreinsuð burt, mun hún saurga og tor- týna sálum vorum. 3. Vér skulum forðast að leita hjálpar hjá hinu skapaða. Guð er eina hæli syndugs manns. Hvorki menn né illir andar geta orðið oss að liði. Jafnvel allir englar himinsins gætu ekki veitt þá hjálp, sem dygði. Vér verðum að segja í öllum erfiðleikum hið sama og Jósa- fat konungur: „Vér erum máttvana gagnvart þessum mikla mannfjölda, sem kemur á móti oss. Vér vitum eigi, hvað vér eigum að gjöra, heldur mæna augu vor til þín.“ 4. Vér megum aldrei ganga örvæntingu á vald. Örvænting innsiglar andlegan dauðadóm vom. Hefði Sál sjálfur sannarlega iðrast og sárbænt Guð um miskunn, mundi Guð ekki hafa útskúfað honum. Aheyrandi minn, vonandi veist þú, hvort þú ert búinn undir brottför þína af þessum heimi. Ef ekki, þá getur þú orðið það. Gerðu eftirfarandi orð að þínum orðum, taktu þau upp eftir mér: „Drottinn Jesús, ég vil vera viðbúinn, þegar ég fer úr þessum heimi. Ég játa fyrir þér, að ég hef marg- sinnis syndgað gegn Guði og mönnum. Ég bið þig að fyrirgefa mér og veiti þér viðtöku sem Drottni mínum og frelsara. Styrktu mig til að hafna synd, lifa Guði og vitna um þig fyrir öðrum mönnum. Bænheyr þetta fyrir þíns nafns sakir. Amen.“ Góð ráðlegging Lítið yfír liðna ævidaga. Rifjið upp, hvernig þið hafði breytt á vegferð lífsins. Berið ævina saman við kröfur lögmáls Guðs. Gáið að, hvort nokkru sinni hafi dagur liðið - eða jafnvel ein klukkustund - sem ekki gæfi ykkur einhverja ástæðu til að auðmýkja ykkur fyrir Guði. Þótt þið viljið ekki minnast synda ykkar, man Guð alveg vissulega eftir þeim. Hann segir fyrir munn Amosar spámanns: „Drottinn hefur svarið . . . : „Aldrei skal ég gleyma öllu, sem þeir hafa gjört.“ (8.7.) Þegar dagur dómsins kemur, mun hann líka minnast þeirra, því að þæreru allar skráðar í bók hans. Þegar þú svo síðar meir sérð þær eins og þær eru, þá munu þér ekki virðast þær litlar og smávægilegar eins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.