Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1980, Qupperneq 30

Norðurljósið - 01.01.1980, Qupperneq 30
30 NORÐURLJÓSIÐ og núna. Þú munt sjá, að þær verðskulda sárustu og þyngstu sakfellingu. Þú skalt því ekki bíða eftir þeim degi. Heldur skaltu rifja þær upp nú og sárbiðja Guð, að hann kippi þessu í lag. Þetta getur bakað þér sársauka. En vilt þú ekki sjálfur líða hann, þú sem hefur hryggt Guð þinn? Er ekki betra, að þú hryggist nú, af því að þú iðrast, heldur en að þú deyir iðrunarlaus, og reiði Guðs hvíli yfír þér að eilífu? Með því að benda þér á iðrunina er ég besti vinur þinn. Hinir, sem vilja láta þig gleyma syndum þínum, þeir eru verstu óvinir þínir. Byrja þú með því að hryggjast yfír syndum þínum. Farðu til Drottins með allar þær syndir, sem hvíla á þér, svo að þeim verði öllum varpað í djúp hafsins, eins og ritningin segir. Eg segi þér nú mikinn leyndardóm: Ef þú gleymir syndum þínum, mun Guð riíja þær upp. Ef þú rifjar þær upp frammi fyrir Guði, þá mun hann vera vægur við misgjörðir þínar og alls ekki minnast þeirra framar.“ (Hebreabr. 8.12) Þá gleymir hann þeim alveg að eilífu. Þýtt úr ræðu eftir Charles Simeon. - S.G.J. Fræðimenn og Farísear Hver var mismunur þessara tveggja flokka, er settu svo mikinn svip á trúarlíf Gyðinga á dögum Krists? Hann var í stuttu máli sá, að fræðimennirnir skýrðu lögmálið, en farísearnir vildu sýna samtíðinni, að þeir breyttu eftir því. En á þessum flokkum báðum rættist orðið: „Blindur er hver í sjálfs sín sök.“ Þegar svo Kristur flutti þrumuræðu sína, sem er í 23. kafla guðspjalls Matteusar, fletti hann ofan af þessum sjálfsblekkingum þeirra. En hann hafði þegar í upphafí þjónustu sinnar varað fólk við sjálfsblekk- ingu. „Eg segi yður: „Ef réttlæti yðar ber ekki af réttlæti fræðimanna og Farísea, komist þér aldrei í himnaríki.“ (Matt. 5.30., nýja þýðingin.) Tóku ekki fræðimenn og farísear orð hans til greina? Ekki er unnt að sjá, að þeir hafí gert það. Er nálgast tók sá tími, að hann dæi í Jerúsalem, hélt Kristur þangað. Þá sendu þeir menn til hans, er báðu hann að leysa úr því, hvort þeir ættu að gjalda keisar- anum skatt eða ekki. Þetta var snara, sem mörg mannleg viskumús hefði getað flækt sig í. En ekki hann, sem biblían nefnir „ljónið af ættkvísl Júda.“ Keisaranum bar að gjalda það, sem keisarans var. En Guði það, sem hans var. Vér getum spurt: í hverju verður réttlæti vort að skara langt fram úr réttlæti fræðimanna og farísea? Hvemig var réttlæti þeirra? Má þá minna á bæn faríseans, sem er skráð í 18. kafla guðspjalls Lúkasar: „Guð, ég þakka þér, að ég er ekki eins og aðrir menn, ræningjar, ranglætismenn, hórkarlar eða þá eins og þessi tollheimtumaður. Eg fasta tvisvar í viku og geld tíund af öllu, sem ég eignast.“ Við veitum því athygli, að hann segir fyrst, hvað hann hafí ekki gjört. Hann var ekki ræningi eða íjárkúgari. (Rómverjar kúguðu fé út úr mönnum með hryllilegum pyntingum. Faríseinn mun eiga við þá.) Ekki var hann ranglætismaður, hvorki í viðskiptum né í öðru. Ekki var hann eins og hórkarlar. Hórdómur var þá mjög algengur glæpur meðal Gyðinga. Þótt hann hefði haft tækifæri til að tæla konu náunga síns, hafði hann aldrei gert það. Hann var laus við þessar syndir, sem aðrir drýgðu án þess að samviskan ónáðaði þá. Nú fer hann að skýra frá, hvað hann hafí gjört. Hann hafði fastað tvisvar í viku. Þetta var til að beygja kröfur líkamans undir vilja sinn og afneita sjálfum sér. Hina fyllstu samviskusemi hafði hann sýnt, er hann greiddi tíund sína af mintu, anís og kúmeni. Jafnvel þessar smáu jurtir höfðu ekki verið dregnar undan af því, sem hann galt Guði tíund af. Hann galt Guði tíund af öllu, sem hann átti. Af öðrum frásögnum heilagrar ritningar sjáum við, að farísear stóðu fast á því, að hvíldardagurinn væri haldinn helgur. Ennfremur, þeir voru menn bænræknir. Þeir fluttu langar bænir á strætum og á gatnamótum. í hreinlæti gengu þeir lengra en lögmálið krafðist. Þeir neyttu aldrei matar með óþvegnum höndum. Þeir voru fullir trúboðs-áhuga, fóru um höf og lönd til að vinna menn til Gyðingatrúar. Páll postuli segir, að hann var að lögmáli til Farísei. Svo vandlátur var hann, að hann ofsótti söfnuð Krists. Lögmálið hélt hann svo vandlega, að hann var „óásak- anlegur“, segir hann sjálfur. I hverju er það þá fólgið, að réttlæti vort verður að taka langt fram réttlæti fræðimannanna og faríseanna, samkvæmt orðum Jesú Krists? Réttlæti þeirra var ytra réttlæti. Réttlæti vort verður að vera hið innra. Vér þurfum að sjá oss sjálfa sem saurgaða, óhreina syndara, sem flýja til Krists og leita hælis hjá honum. Vér þurfum að öðlast „frið við Guð með blóðinu, úthelltu á krossi hans,“ Krists Jesú, og hreinsun fyrir þetta blóð. (1. Jóh. 1.7). Þar næst eigum við að helga okkur Guði og þjón- ustu hans, leitast við að gjöra hann dýrlegan. Þetta er leyndardómur hlýðninnar, sem er sönn hlýðni. Kærleikur Krists á að knýja oss. Þetta er afturhvarf, endurfæðing, er sérhver fræðimaður og farísei þarfnaðist. Jafnvel Nikódemus, sem var ráðherra og lærimeistari í Israel, varð að fara þessa leið. Drottinn vor sagði honum ákveðið, að hann gæti ekki séð Guðs ríki, nema hannendurfæddist. (Eftir Charles Simeon.)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.