Norðurljósið - 01.01.1980, Qupperneq 33
NORÐURLJÓSIÐ
33
Jósúa - táknmynd af Kristi
Eftir C. H. Simeon
“Þú munt ekki komast yfir hana Jórdan. En skipa þú
Jósúa foringja og tel hug í hann og gjör hann öruggan,
því að hann skal fara yfir um fyrir þessu fólki, og hann
skal skipta meðal þeirra landinu, sem þú sér.“
Þegar vér lesum frásagnirnar af því, hvernig Guð
breytti gagnvart Gyðingum (og Israel, þýð.) getum
við stundum freistast til að draga hann fyrir dómstól
mannlegrar skynsemi og telja, að hann hafi komið
harkalega fram við þá. En dómar hennar, þeir munu
verða heimskulegir og það í mesta máta. Dómgreind
vor getur ekki dæmt um það, sem liggur utan við vits-
muna svið hennar. Hæfileikar vorir eru smávaxnir.
Guð breytir rétt, þó pð oss finnist hið gagnstæða.
Sýnishorn af þessu má telja það, að Móse var ekki
leyft að fara inn í fyrirheitna landið. Leitt hafði hann
Israelsmenn burt úr Egiftalandi. I fjörutíu ár hafði
hann umborið þrjósku þeirra. Hógværð hans átti
hvergi sinn líka. Aðeins einu sinni hafði honum orðið
á, er hann óhlýðnaðist Guði. Vegna þeirrar óhlýðni
varð hann að afhenda Jósúa foringjastarf sitt, valdið og
heiðurinn af því: að leiða lýðinn inn í landið fyrir-
heitna. Honum var jafnvel bannað, að hann bæði um
leyfi til að fara inn í fyrirheitna landið.
Vér getum skilið, hvemig stóð á þessu. Móse var
fulltrúi og táknmynd lögmálsins. Jósúa, sem eftir-
maður hans, var sérstæð táknmynd Krists. Skal það
nú rakið nánar hér.
1. Nafnið Jósúa. Það táknaði starf hans og stöðu.
Hann hét fyrst Hósea, en Móse breytti nafni hans í
Jósúa. Vafalaust var það að Guðs ráði. Með því varð
ennþá greinilegra, að hann væri fyrirmynd af Jesú.
Guðlegur frelsari merkir nafnið. Það var sérkenni
starfsins, sem hann átti að leysa af hendi. Jósúa og
Jesús eru eins á grísku. En engillinn, sem tjáði Jósef,
hvað sonur Maríu skyldi heita, bauð að kalla nafn
hans „Jesús“, „því að hann mun frelsa lýð sinn frá
syndum þeirra.“ (Matt. 1.21.) Hann átti að verða
„höfundur eilífs hjálpræðis öllum þeim, er honum
hlýða." (Hebr. 5.9.)
2. Staða Jósúa. Hlutverk hans var, að hann leiddi
Israelsmenn inn í landið fyrirheitna. Þetta var Móse
ekki leyft að gjöra. Hann gat leitt lýðinn um eyðimörk-
ina, en ekki inn í landið. Ein hrösun hindraði það.
Lögmálið getur aldrei gjört fólk svo fullkomið, að það
frelsist vegna verka sinna. Ein hrösun, ein synd, úti-
lokar það. Þú verður að minnast þess, að þú getur ekki
barist í eigin krafti. Þú verður að „styrkjast í Drottni
og í krafti máttar hans,“ ef þú ætlar að vinna sigur á
andlegum óvinum þínum.
Undir forystu Jósúa vann ísrael sigur á óvinum
sínum, Midíanítum. Og undir forustu Drottins Jesú
getur þú unnið sigur á andlegum óvinum þínum.
Undir forustu Jósúa unnu síðan Israelsmenn Kanaan-
land. Enginn af óvinum þeirra gat staðist fyrir þeim.
3. Við þá, sem enn hafa ekki frelsast, vil ég segja:
Allir óvinir ísraelsmanna féllu fyrir þeim, nema ein
^jóð, sem bjó í Gíbeu. Þeir gáfu sig friðsamlega á vald
Israel og gjörðu við Jósúa sáttmála, að þeir skyldu
ekki týna lífinu.
Við þá, sem eignast vilja fyrirheitna landið, hryggir
mig að segja: Margir, sem þrá þetta góða land, komast
aldrei inn í það. I fyrsta lagi er það vegna þess, að þeir
leita þess ekki með nógu mikilli alvöru, og í öðru lagi er
það af því, að þeir ganga ekki þann veg, sem Guð hefur
ætlað þeim að fara. Um fyrra atriðið er það að segja, að
hinn blessaði Drottinn vor segir: „Kostið kapps um
að komast inn um þröngu dyrnar, því að margir, segi
ég yður, munu leitast við að komast inn og ekki
§eta.“ Um þá segir postulinn Páll, um meginþorra alls
Israels, hann „sóttist eftir lögmáli, er veitt gæti rétt-
læti, en náði ekki slíku lögmáli. Hvers vegna? Af því að
þeir ætluðu sér að réttlætast ekki af trú, heldur með
verkum .... Kristur hefur bundið enda á lögmálið,
svo að nú réttlætist sérhver sá, sem trúir.“
I stað þess að trúa á Krist, hneyksluðust þeir á
honum. Þannig varð hann þeim ásteytingarsteinn og
hrösunarhella. Þetta varð ísrael til tortýningar, en
heiðingjunum til eilífs hjálpræðis, öllum þeim, sem
trúað hafa á hann.
Bræður mínir, ég get aldrei nógu alvarlega brýnt
það fyrir yður, hve nauðsynlegt það er, að þér yfirgefið
lögmál Móse sem grundvöll til að byggja von sína
á, heldur að trysta á Drottin Jesúm Krist einan
sér til hjálpræðis. Ef Móse sjálfum var ekki leyft að
leiða fólk sitt inn í hið jarðneska Kanaanland, né að
koma þangað sjálfur, hversu miklu síður getur hann
þá leitt ykkur inn í hið himnneska Kanaanland? sem
leiðtogi gegnum eyðimörkina er hann ágætur. En sem
frelsari er hann gagnslaus. Jósúa einn getur látið
þig taka fyrirheitna landið til eignar. Það er aðeins
Jesús einn, sem getur veitt þér fullkomið hjálpræði.
Við þá, sem enn eru óvinir Drottins Jesú vil ég
segja: Þið vitið, að endalok ófriðarins, baráttunnar
gegn Jósúa, var sá, að þrjátíu og einn konungur féll
fyrir honum. En ég vil benda ykkur á Gíbeoníta sem
fyrirmynd. Þeir vissu, að þeir gátu ekki sigrað Jósúa.
Þess vegna sendu þeir menn á fund hans, er létust vera
komnir af fjarlægu landi og vildu gera sáttmála við
hann. Þeir fengu þessu framgengt og var því ekki tor-
tímt ásamt öðrum landsbúum, sem heldur kusu að
berjast. Ef þú vilt fara að dæmi Gíbeu-manna, þá