Norðurljósið - 01.01.1980, Side 34

Norðurljósið - 01.01.1980, Side 34
34 NORÐURLJÓSIÐ skaltu koma til Drottins Jesú. Þá verður þú aðnjótandi sáttmála náðar hans. Þú getur sagt við Drottin Jesúm: „Herra, égkem til þín, tak við mér og fyrirgef mér syndir mínar, því að ég gefst upp fyrir þér, geng á þitt vald. Heyr þetta fyrir þíns nafns sakir. Amen.“ Getsemane Eftir Leslie Farmer Þegar Jesús reið inn í Jerúsalem, kom fagnandi mann- fjöldi á móti honum. Er Jesús kom niður af brún fjalls- ins, hlýtur fólkið að hafa streymt upp hlíðina gegnum lunda hnútóttra trjáa, sem gáfu Olíufjallinu nafn sitt. Voru þau þéttust neðst, næst Kedron-læknum, neðar- lega í brekkunum, nálega þar, sem gatan endaði. Þar var friðsæll aldingarður með rúmgóðum helli inn í hlíðina. Þar var geymdur sá útbúnaður, sem notaður var til að ná olíunni úr olívunum og stórar krukkur til að geyma hana í. Getsemane „olíupressan“, var garð- urinn nefndur. An vafa munu vinir Jesú hafa átt hann, líklega fjölskylda Jóhannesar Markúsar, er líka hafði lánað þeim loftsal, sem notaður var, er Jesú neytti páskamáltíðarinnar ásamt lærisveinum sínum. Þarna fékk hann rólegan næturstað, meðan páskahátíðin stóð. Pílagrímar páskanna áttu að halda sig innan hátíðar-lögsagnar-umdæmis Jerúsalem, en það náði alla leið til Betfage. Hér í þessu skjóli, sem ekki var þörf að nota fyrr en næsta haust, var staðurinn, þar sem Jesús gisti ásamt sínum lærisveinum. Þennan stað þekkti Júdas...Þetta var skammt frá múrveggjum hinnar helgu borgar. Þarna háði Jesús bænastríð sitt, einmitt á sama stað og Davíð, þegar hann gekk grát- andi burt. Það var skelfilega einmannalegt fyrir hann: að halda fast við þá braut, sem hann hafði valið, þrátt fyrir af- skiptaleysið og vantrú fólksins og misskilning og þeirra, sem með honum stóðu, og gagnrýni hinna. Verst af öllu var þó samt, ef hann héldi áfram, þá mundu nánustu vinir hans verða með í þjáningum hans. Þeir höfðu kosið að fylgja honum. Hann hafði bent þeim á, hvað það mundi kosta þá. En jafnvel nú var þeim það alveg hulið. Þeir sváfu eins og böm, treystu því, að allt færi vel, án þess að hugsa eða fínna til. Út í hvað var hann að leiða þá með því að þrá að hafa þá hjá sér, þrá samfélag þeirra? Samtímis þessu aftók hann að hverfa frá markaðri stefnu heiðarleiks síns, stefnu vegna helgunar sinnar, ganga götu full- komins kærleika. Harðasta freistingin, sem mætti Jesú, hlýtur að hafa verið sú: að kjósa fremur að sýna minni kærleika í stað hins meiri: að vera kyrr hjá þeim, sem treystu honum, fremur en að ganga beint út í ógnirnar og draga þá með sér. Breytni hans hafði lagt svo þunga byrði á Júdas, að hann sligaðist undir henni. Tárin hans áður á Olíufjallinu voru ekki vegna þess, að honum sjálfum væri útskúfað, heldur vegna fólksins, er hafnaði þeim friði, sem hann var kominn til að veita því. Þannig grét hann í garðinum í örvæntingu... af þeirri fullvissu, að þjáningar hans mundu leiða þjáningar yfír aðra. Hann var að draga þá með sér áfram. Að þessu væri þann veg farið, sést af þeim orðum, er hann sagði við hina sof- andi lærisveina. Jesús bað um, ef væri það mögulegt, þá færi þessi bikar þjáninganna fram hjá sér. En aug- Ijóst var, að vilji Guðs eins og ávallt var sá: að taka varð á móti raunveruleikanum, ekki eingöngu kvölum og dauða, heldur og því, sem þetta leiddi yfir aðra, því að enginn maður þjáist aleinn. Upp frá þessu hefur hann og fylgjendur hans verið álitnir sem eitt með krossinum. Bikarinn, sem þeir höfðu svo nýlega drukkið af við kvöldmáltíðina, gæti hafa verið einn af glerbikurum þeirra tíma, sem báru gríska áletrun við barminn: EPH’HO PAREI; EUÐRAINOU - bókstaflega: „Hví ertu hér? Hresstu þig upp!“ Þetta eru orð, sem Jesús notaði, þegar Júdas gaf til kynna, hver hann væri, með því að beygja sig niður og kyssa á hönd hans. Þessi bikar vingjarnleikans minnti ábikar kval- anna, sem var í huga Jesú, er hann bað. Þessi orð voru ætluð til að minna Júdas á, hve náinn var félagsskapur þeirra við borðið, vegna þess að Jesús bætti orðinu „vinur“ við. Sálarstríð Krists þessa nótt, sem hann var svikinn, var ekki vegna nokkurs hiks, heldur vegna þess, hve hann var ákveðinn. Hann hafnaði öllu, jafn- vel hinu bamalega trausti vina sinna, sem vildu sveigja hann út af sjálfsfómar veginum. Það var vegna hlut- töku hans í kjörum annarra, að hann hafnaði einangr- un, sem gjörði krossinn að krossi. Hann var síðan leiddur burt frá Olíufjallinu, yfír þurran lækjarfarveg Kedrons, framhjá mánaskins lýstum konungagröfunum, upp tröppumar breiðu, sem þeir höfðu gengið niður fyrr um nóttina, til hallar æðsta prestsins. (Þýtt úr „Stjarnan í austri“, málgagni Biblíulanda- félagsins.) ÞAÐ VAR DROTTINN SEM LEIÐ... Gaf sitt líf fyrir mig til að lifði mín óverða sál. Og hann keypti mér lausn, hann gekk kvalanna stig, synd mín kveikti hans þjáningabál. S.G.J.

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.