Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1980, Qupperneq 35

Norðurljósið - 01.01.1980, Qupperneq 35
NORÐURLJÓSIÐ 35 Persónuleiki heilags anda. Varðtumsfélagið - Vottar Jehóva - segir: Heilagur andi er ekki persóna. Hann er virkur (active) kraftur Guðs. Hvað segir Orð Guðs? Hann, sem hjörtun rannsakar, veit, hver er hyggja Andans (hvað Andinn hefur í huga, hugsar), að hann biður fyrir heilögum eftir vilja Guðs.“ (Róm. 8.27.) Andinn hefur huga, hugsar sjálfstætt. Huggarinn, Andinn heilagi, sem Faðirinn mun senda í mínu nafni, hann mun kenna yður allt og minna yður á allt, sem ég hef sagt yður. (Jóh. 16.14). Heilagur Andi kenndi postulunum og minnti þá á allt, sem Drottinn, Jesús hafði sagt þeim. Andinn kennir, hann minnir á. Hann hefur minni. í 1. Kor. 12. 11 stendur: „En öllu þessu (sem talið er upp í 7.-10. grein) kemur til leiðar eini og sami Andinn sem útbýtir hverjum og einum út af fyrir sig, eftir vild sinni (ákvörðun vilja síns.) Andinn hefur vilja, sjálfstæðan vilja, sem tekur ákvarðanir. Það tölum vér líka, ekki með orðum, sem mannlegur vísdómur kennir, heldur sem Andinn kennir, er vér útlistum andleg efni fyrir andlegum mönnum. 1. Kor. 2. 13. Heilagur Andi kenndi Páli orðin, sem hann átti að nota til að útskýra andleg efni fyrir andlegum mönnum. Hann er gæddur skilningi. Því að hann mun ekki tala af sjálfum sér, heldur mun hann tala það, sem hann heyrir, og kunngera yður það, sem koma á. Jóh. 16. 13. Heilagur Andi heyrir, hann hefur heyrn. Það mun verða gefíð yður á þeirri stundu, hvað þér eigið að tala, því að ekki eruð það þér, sem talið, heldur Andi Föður yðar, er í yður talar. Heilagur Andi talar í lærisveinum Jesú Krists, er þeir þurfa að verja trú sína og sig. Heilagur Andi er Andi Föður lærisveina Krists. Oss hefur Guð opinberað hana (hina huldu speki Guðs) fyrir Andann. 1. Kor. 2. 6. 10. (Sbr. Jóh. 17. 6) Heilagur Andi opinberar hina huldu speki Guðs. Hann þekkir hana. Gerðu þeir tilraun að fara til Bitýníu, en Andi Jesú leyfði það eigi. Post. 16. 7. Andi Jesú, Heilagur Andi. leyfði ekki Páli og Barnabasi að fara þangað, sem þeir vildu. Og þeir fóru um Frygíu og Galataland, en Heilagur Andi vamaði þeim að tala orðið í Asíu. Post. 16. 2. Heilagur andi tók ráðin af Páli og Barnabasi. Andinn heilagi, sem faðirinn mun senda í mínu nafni, hann mun kenna yður allt og minna yður á allt, sem ég hef sagt yður. Jóh. 14. 26. Andinn kennir sjálfur, er ekki notaður til þess. Hann hefur minni. Sjálfur Andinn biður fyrir oss með andvörpunum, sem ekki verður orðum að komið. Róm. 8. 26. Heilagur Andi biður fyrir bömum Guðs. En þar eð þér eruð synir, þá hefur Guð sent Anda sonar síns í hjörtu vor, sem hrópar: Abba, faðir! Heilagur Andi hrópar í hjörtum Guðs bama á Guð Föður. Sannleiksandinn, sem útgengur frá Föðurnum, hann mun bera mér vitni. Jóh. 15. 26. Heilagur Andi vitnar um Jesúm Krist. Hann mun vegsama mig, því að af mínu mun hann taka og kunngera yður. Jóh. 16. 14. Heilagur Andi vegsamar Jesúm Krist. Sjálfur Andinn vimar með vorum anda, að vér emm Guðs börn. Róm. 8. 16. Heilagur Andi vitnar með anda Guðs barna. Vitnar með merkir, að hann vitnar ásamt með þeirra eiginn anda. Heilagur Andi steig niður yfír hann (Jesúm) í líkamlegri mynd eins og dúfa. Lúk. 3. 22. Heilagur Andi getur tekið á sig líkamlega mynd. En Jesús sneri aftur frá Jórdan, fullur af heilögum Anda. Lúk. 4.1. - Andinn fyllti Jesúm Krist. Og Jesús sneri í krafti Andans aftur til Galíleu, og orðrómur um hann barst út um öll héruðin í grennd. Lúk. 4.14. Guð smurði hann (Jesúm frá Nasaret) heilögum Anda og krafti. Post. 10.38. Heilagur Andi var krafturinn í þjónustu Jesú Krists. Þá var Jesús leiddur af Andanum út í óbyggðina, til þess að hans yrði freistað af djöflinum. Matt. 4.1. Heilagur Andi stjórnaði því, hvert Jesús fór. Hann varð að mæta Satan og sigra hann. Þeir gerðust mótsnúnir og hryggðu heilagan Anda hans. Jes. 63.10. Ópersónulegur kraftur t.d. rafmagn- ið getur ekki orðið hryggur. Hver, sem mælir orð gegn manns-syninum, honum mun verða fyrirgefið, en hver, sem mælir gegn heilögum Anda honum mun eigi verða fyrirgefíð, hvorki í þessum heimi né heldur hinum komanda. Matt. 12.32. Lastmæli gegn heilögum Anda er ófyrirgefanleg synd. Hvers vegna er hún það, ef hann er aðeins ópersónulegur kraftur? Jesús Kristur er „hinn mikli Guð og frelsari vor“ Tít. 2.13. Hvers vegna er þyngri hegning við því að lastamæla Andanum, ef hann er aðeins ópersónulegur kraftur? Hér verður numið staðar. Fjölda margir ritningar- staðir hafa ekki verið tilfærðir. „Náðin Drottins vors
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.