Norðurljósið - 01.01.1980, Blaðsíða 37
NORÐURLJÓSIÐ
37
A grundvelli bænarinnar.
Eftir Frank Mangs.
,,Hann tók þá Pétur, Jákob ogjóhennes með sér og
fór upp á fjallið til að biðjast fyrir. Og er hann
var að biðjast fyrir, varð útlit ásjónu hans annað,
og klceði hans urðu Ijómandi hvít. “
(Lúk. 9. 28.-29.)
Hann fór upp á fjallið til að biðjast fyrir. Það var
ekki aðeins í þetta skipti, sem Drottinn Jesús gerði
það. Hann tók sig oft út úr mannfjöldanum og fór á
afvikna staði til að biðja. Stundum tók hann nánustu
lærisveina síns með sér. I þetta sinn tók hann aðeins
þrjá lærisveina með sér, og oft var hann aleinn á
slíkum stundum.
Guðspjallamaðurinn Markús segir frá því, að kvöld
nokkurt, eftir að sól var sest, kom fólkið með marga,
sem sjúkir voru og þjáðir af illum öndum og hann
læknaði þá. En snemma morguninn eftir, meðan enn
þá var dimmt, fór hann burtu á óbyggðan stað til að
biðja.
Aður en sólargeislarnir höfðu varpað litadýrð sinni
á austurloftið, og áður en hinn vængjaði kór skógarins
hóf upp morgunlofgjörð sína, hafði Jesús fallið fram
fyrir ásjónu Föður síns í bæn og tilbeiðslu. Hann vissi,
að hann þurfti nýjan kraft, fyrir hinar mörgu þarfír
hins nýja dags, og þess vegna vildi hann mæta þeim á
knjánum við heilaga orkulind bænarinnar.
I annað skipti lesum við, „að mikill fólksfjöldi
þrengdist að honum til að hlusta á hann og fá lækningu
á sjúkdómum sínum. - En hann dró sig út úr til
óbyggðra staða og var þar á bæn.“
Hann dró sig út úr. Getur þú skilið það? - Hann var
þó kominn til að leita að hinum týndu og hjálpa hinum
voluðu. Hann hafði sagt þeim, sem bera þungar
byrðar, að koma til sín og fá frið fyrir sínar þreyttu
sálir. Og þegar þeir komu dró hann sig út úr. Hann
yfírgaf hina sjúku og þá, sem haldnir voru af illum
öndum, og þá, sem höfðu þráð að ná fundi hans, og fór
burt til að biðja.
Fyrir Jesú var eitt, sem var enn þá mikilvægara en
að predika, lækna sjúka og reka út illa anda, og það var
að biðja.
Hann var svo óaðskiljanlegur sínum himneska
Föður, að hann sagði þessi orð: „Sonurinn getur
ekkert gjört af sjálfum sér, nema það, sem hann sér
Föðurinn gera.“----Enginn gat slitið hið lifandi
samband, sem var milli hans og Föðurins. Þegar hann
fann, að starfíð og verkefnin ætluðu að þrengja sér
milli hans og miðstöðvar hinna himnesku krafta, dró
hann sig út úr til að biðja. Það, sem hann gerði alla
tíma, var: að hans himneski Faðir gæti orðið dýrlegur í
honum.
Og alltaf, er hann kom aftur frá þessum ótrufluðu
bænamótum með Guði, gerðist eitthvað. Kraftur
Drottins var yfír honum til að lækna hina sjúku. Illir
andar flýðu burtu og syndarar skulfu fyrir gegnum-
þrengjandi boðskapnum.
En takið nú eftir:-----------Fyrst Guðs sonur
þurfti að taka svo mikinn tíma til bæna, hvernig getur
það þá átt sér stað, að lærisveinar hans láti sér nægja að
biðja svo lítið?
Einhver mesta hætta fyrir Guðs fólk á okkar tímum
er, að við tökum allt of lítinn tíma til bæna.
Þú, sem ert húsmóðir, veist svo vel, að oft byrjar þú
starf þitt snemma á morgnana, og án þess að fá hvíld
eða ró heldur þú áfram langt fram á kvöld. Engan þarf
að undra, að þitt andlega líf þurrkist svo að segja út.
Öll lífsbaráttan þín verður þung og erfíð, þegar þú
færð ekki kraft frá hæðum gegnum leiðslu bænarinnar.
Og þú, bróðir minn, sem ert kaupsýslumaður, þú
trúir á Guð, en oft hefur þú vaknað á morgnana, með
hjartað og höfuðið fullt af viðskiptahugsunum. Þú
hefur reynt að biðja við morgunverðarborðið, en það
var fremur formsatriði, en að það kæmi frá hjartanu.
Hugur þinn fylgdi ekki með. Allan daginn varstu að
fást við kvartanir og reikninga, sem þú varðst að sinna,
þegar þú að lokum hafðir lokið dagsverkinu og varst
lagstur til hvíldar, varstu svo þreyttur, að þú gast varla
sent örstutt bænarandvarp til himins.
Bróðir minn, þú mátt ekki álíta, að í þessum orðum
felist dómur. En ég vil aðeins hrópa aðvörun til þín í
Jesú nafni: Gáðu að þér. Gættu þess, að fyrirtæki þitt
verði ekki eins og slagbrandur milli þín og Guðs.
Við stöndum einnig frammi fyrir sömu hættu í
andlega starfínu. Ört vaxandi mannlegt skipulag
hefur orsakað andlegan dauða fleiri en eins predikara.
Fyrir 20 árum var predikarinn brennandi í Andanum
og bað mikið. En nú þarf hann að sjá um svo mörg mót
og samkomur, svo mörg þjóðfélags áhugamál, svo
margar sjúkraheimsóknir, og svo mikil skrifstofustörf,
að hann fær svo að segja, engan tíma til bæna.
Það er ljóst, að skipulag er gott, ef það er undir
leiðsögn heilags Anda og fær að vera verkfæri kraftar
hans. En ef skipulagið sjálft (hið mannlega skipulag)
nær yfírhöndinni, eins og það hefur í mörgum
tilfellum gert, þá sannarlega megum við biðja: Guð
frelsaðu okkur frá öllu þessu vélræna. Það er hægt að
vera svo upptekinn í beinu starfí fyrir frelsi sálna, að
það gleymist að hugsa um sitt andlega líf. Maður getur
unnið af svo miklum ákafa í vakningar- og
uppbyggingarmótum, að ekki fáist tími til að eiga
hljóðar stundir með Guði.
Og það skaltu vita, bróðir minn, að þá erum við