Norðurljósið - 01.01.1980, Page 45
NORÐURLJÓSIÐ
45
„Vér fórum allir villir vega
sem sauðiru
Eftir dr. Kathy Rice.
Þessi orð (hér að ofan) eru sannleikur, eiga við mann-
kynið allt. En ég held, að giftar konur og ógiftar stúlk-
ur megi taka þau mest til sín.
Við hjónin eyðum talsvert miklum tíma í biðsölum
flugskýla. Á vormánuðum er ég þar þó oftast ein, er á
leið til kvennafunda, kvenna-ráðstefna, o.s.frv.
Nýlega beið ég lengi í O. Hare flugstöðinni í
Chicago. Ég fann salinn, þar sem ég átti að vera, kom
mér fyrir til að bíða farkostsins.
Ekki leið á löngu, þangað til ung stúlka kom skeið-
andi inn í biðsalinn. Þótt við værum aðeins fá í þess-
um stóra sal, ákvað hún, er hún hafði litast um, að
setjast hjá mér. Óróleg var hún og eirðarlaus og leit
alltaf í áttina til mín.
Loksins mælti hún: „Hvert ert þú að fara?“ Ég
sagði henni, að ég væri á leið heim til mín, skammt frá
Nashville, Tennessee. Ég spurði hana, á hvaða leið
hún væri. Hún hvaðst vera á leið til Tampa, í Florida.
Hún vonaðist til að fá þar vinnu við að syngja.
Hún var sí-spyrjandi. Það gladdi mig að geta sagt
henni eitthvað um sjálfa mig. Það gaf mér tækifæri
til að spyrja hana um sjálfa sig.
Hún kvaðst vera sautján ára gömul. Hún var orðin
þreytt á ráðríki móður sinnar. Hún ákvað að fara að
heiman. Foreldrar hennar gáfu henni peninga til að
komast til Chicago. Hún taldi öruggt, að hún gæti
unnið fyrir sér með söng. Veitingastúlka varð hún að
lokum. Atvinnan féll henni alls ekki í geð. En hún gat
nurlað saman, svo að hún gat keypt farseðil til Tampa.
Maður nokkur hafði sagt henni, að þar gæti hann
útvegað henni góða atvinnu við að syngja.
„Er þetta ekki ofurlítið háskalegt - sautján ára
stúlka alein á þönum um landið? Hefur ekki fólkið þitt
áhyggjur út af þér?“ spurði ég. Hún var fljót að fræða
mig um það, að hún gæti sjálf litið eftir sér, og að ég
talaði alveg eins og mamma hennar.
Unga stúlkan var klædd að hætti margra unglinga
nútímans. Hún var í óhreinum, bættum buxum, er
féllu fast að beini, í óhreinni, rifirmi karlmanns-
skyrtu blárri og í óhreinum kögruðum jakka. Hárið
var flókið og óhreint.
Þar sem þessi unga stúlka hafði spurt mig svo
margra spurninga, ákvað ég að spyrja hana einnar
spurningar: „Hvers vegna klæðir þú þig svona?“
Hún svaraði: „Af því að ég vil vera ólík öðrum.
Mömmu fínnst, að ég ætti að vera klædd eins og ann-
að fólk. Ég vil vera frjáls og klæða mig eins og mér
sýnist.“
Þá kom mér bragð í hug, því að ég vissi, að hún var
ekki öðru vísi en aðrir. „Þú heldur, að þú sért ólík
öðrum í kvenþjóðinni?“ spurði ég. „Við skulum telja
konumar og ungu stúlkurnar, sem fara gegnum bið-
salinn á næstu mínútum. Við skulum rita hjá okkur,
hvernig þær eru klæddar."
Á naœtu fáum mínútum höfðum við talið þrjátíu og
tvær konur. Aðeins fímm af þessum þrjátíu og tveim-
ur voru í pilsi. (Ég varð undrandi sjálf, þótt ég vissi, að
flestar konur ferðast í buxum.)
„Ber þinni tölu saman við mína? Ég taldi þrjátíu og
tvær konin- í buxum?“ Hennar tala var hin sama.
„Tókstu eftir því,“ spurði ég hana, „að 17 af þess-
um kvenpersónum - og sumar voru ekki mjög ungar,
klæddu sig alveg eins og þú?“
Hún hafði veitt því eftirtekt, að margar voru búnar
eins og hún, en taldi þær ekki nákvæmlega.
„Það lítur út fyrir, að þú sért sauðurinn, en ekki
ég.“ Hún vildi undir eins fá að vita, hvað ég ætti við
með þessu, svo að ég lauk upp biblíu minni og las fyrir
henni Jesaja 53.6.: „Vér fórum allir villir vega sem
sauðir.“
Með feimnislegu glotti laut hún niður og sam-
sinnti, að hún væri lík heimskri sauðkind. „Ég vildi, að
ég hefði hitt þig fyrir löngu. Ég hef verið eitthvað svo
óviss um sjálfa mig. Ég ætla að skrifa mömmu og segja
henni frá þér.“
Nú var kominn tíminn, að flugvélin mín kæmi. Ég
átti svo margt ósagt enn við þessa ungu stúlku. Ég var
með flugrit með mér um dvalarbúðir daufdumbra,
smárit, sem við gefum þeim með áletruðu nafni
mannsins míns og heimilisfangi. Éggafhenni þettaog
sagði henni, að ég bæri það fyrir brjósti, að hún frels-
aðist. Ég bað hana að skrifa mér, er hún væri búin að
koma sér fyrir í Tampa, því að mig langaði til að hjálpa
henni.
Ég bið um það, að hún láti til sín heyra. Ég held nú
fremur, að ég fái það.
Þegar ég flaug heim, kom þessi stúlka hvað eftir
annað mér í hug. Ég hélt áfram að velta fyrir mér:
„Hvers vegna geta konur ekki gert það, sem Drott-
inn býður, í stað þess að vera eins og sauðkindur? Hví
geta konur ekki skrýtt sig sæmilegum búningi.“ (1.
Tím. 2. 9.)
(Þýtt úr: „The Princess Scrapbook“ og birt með
leyfi útgefanda.)
Dýrðar kórónu dýra Drottinn mér gefur þá,
réttlætis skrúðann skíra skal ég og, einnig fá
upprisudeginum á, hæstum heiðri tilreiddur,
af heilögum englum leiddur í sælu þeim sjálfum hjá.
H.P.