Norðurljósið - 01.01.1980, Blaðsíða 53
NORÐURLJÓSIÐ
53
að koma nærri því: að framleiða slíkt eitur. Uppskeran
var mjög verðmæt. Hún var fimmfalt dýrari en hveiti.
Auðvitað notaði hann það ekki lengur sjálfur, en ef
aðrir vildu fá það. . . ?
„Gætið þess, að þetta frelsi yðar verði ekki hinum
óstyrku ásteytingar efni... Því að hinn óstyrki glatast
vegna þekkingar þinnar, bróðirinn, sem Kristur er
dáinn fyrir. Þess vegna mim ég, ef matur hneykslar
bróður minn, um aldur og ævi ekki kjöts neyta, til þess
að ég hneyksli ekki bróður minn... Vér sættum oss við
allt, til þess að vér enga tálmun gerum fagnaðarerindi
Krists . . . Verið hvorki Gyðingum né Grikkjum né
söfnuði Guðs til ásteytingar, . . . Ég leita ekki míns
eigin gagns, heldur gagns hinna mörgu, til þess að þeir
megi verða hólpnir.“ (1. Kor. 8.9.,11.,13.,9.12.,
10.32.,33.)
Engan þarf að furða, þótt hann sæi þetta, er sann-
leikurinn fór að hafa meiri áhrif á hann. En þegar hann
skildi þetta, steinhætti hann samstundis, þótt þetta
væri honum mikill tekjumissir.
Hann var ekki samt ánægður með það eitt: að hætta
ræktun ópíums, hann steinhætti líka að rækta og nota
tóbak. Hann vildi ekki leyfa notkun þess á heimili
sínu. Ekki vildi hann heldur hafa svín á bænum. „Þau
eru óhrein,“ sagði hann, og sannarlega var það satt í
Kína. „Vér eigum ekki að hafa neitt það, sem er
óhreint."
„Verið hreinir, þér, sem berið ker Drottins.“
(Jesaja 52.3. Ensk þýð.) Þetta var boðorð, er smám
saman hafði mikil áhrif á hann. Hann leitaðist við í
hverju smá-atriði að fylgja því með persónulegu
hreinlæti og fyrirmyndar heimilisstjórn. En ekki má
segja söguna fyrirfram.
Önnur mikil sannindi tóku að hafa áhrif á hann, og
það snemma á dögum kristilegrar lífsreynslu hans.
Þau eru eitt hið dýpsta, en þó einfaldasta af öllu: nauð-
syn þess og forréttindi að taka þátt í þjáningum Krists
og að þola illt hans vegna, er öðrum var veitt þjónusta.
Það virtist honum rétt og sjálfsagt. Og sannarlega
sýndi hann það í verki.
Segja má frá einu atviki sem dæmi um þetta. Rúm-
lega ár var liðið, síðan hann sneri sér til Krists. Til
borgarinnar fór hann einn sunnudagsmorgvm til að
vera þar við guðsþjónustu. Leiðin var meiraen 21 km.
Hann var langt frá því að vera hraustur. En er hann
þrammaði rykugan veginn, fór hann að „hugsa um, að
Drottinn Jesús bar sinn þunga kross eftir miklu erfið-
ari vegi. Hann keppti því áfram og þorði ekki aðóttast
erfiðleikana.“
Er guðsþjónustan var úti, hvfldi hann sig dálítið
áður en hann lagði af stað heimleiðis. Kom þá snauð-
ur maður til hans og sárbað hann að koma undir eins
til þorps í Hvítu fjöllunum, til að biðja fyrir konu, sem
var hættulega veik. En þorpið var meira en 27 km.
lengra frá samkomustaðnum. Hvorki vagn né farar-
skjóti hafði verið sendur. Fáfarinn var vegurinn og
hættulegur fremur. Enginn átti samleið með honum.
En honum datt aldrei í hug að fara ekki.
Stund eftir stund, magnlítill og aleinn, hélt hann
áfram. Kvöldið kom, og enn var hann nærri 5 km. frá
þorpinu. Þarna var straumhart vatnsfall. Innan
skamms mundi skella á myrkur, og hvorki sá til tungls
eða stjama. Hann vissi, að þeir, sem vom seint á ferli
þarna, vom í hættu fyrir soltnum úlfum, sem misst
höfðu óttann við manninn, er hungursneyðin var. Er
hann reikaði áfram, heyrði hann hljóð, er greinilega
gáfu til kynna, að þeir væm að nálgast. Ýlfur þeirra
kom nær, uns hann vissi, að þeir voru allt í kringum
hann í myrkrinu. En nálægð Drottins var nær honum
samt.
Á hættustundinni féll hann á knén. Hann hrópaði
hátt til ósýnilega Vinarins síns. Hann vissi ekki, hvað
gerðist eða hvemig hann var frelsaður. Hið næsta, sem
hann tók eftir, var þögnin og að hann var aleinn.
„Allt,“ ritaði hann, „varð svo einkennilega hljótt.
Ég veit ekkert, hvenær úlfamir hurfu, eða hvert þeir
fóru, en þeir komu ekki framar. Sannarlega var Drott-
inn skjöldur minn og vemdari."
Litlu síðar komst hann til þorpsins og gat þáglaðst,
er hann flutti fagnaðarboðin konunni veiku og vinum
heimar. Hvaða árangur þetta bar, er okkur ekki tjáð.
En predikarinn sjálfur gleymdi aldrei, hve dásamlega
hann var frelsaður, né þeirri blessun, er haxm hlaut af
þjónustu, sem leitt hafði yfir hann þjáningu.
í stuttorðri frásögn hans af þessum upphafs dög-
um, em atvik skráð, sem okkur kann að virðast smá-
vægileg, uns við skiljum, hve geysilega einlægur mað-
urinn var. Ævin var honum sem heild. Munur var þar
enginn á veraldlegu og heilögu, stóru eða smáu. Guð
var í öllum atvikum og tilgangur hinn sami í öllu, sem
fólki hans kom við: blessun þess. í ljósi þessu leit hann
jafnvel smámuni lífsins. Allt rakti hann til vilja eða
leyfis Föður, sem við einan var að eiga.
Kvöld nokkurt í rökkrinu var hann að reka
nautpeninginn heim. Hann gekk í brattri hlíð. Lfldega
var hann niðursokkinn í hugsanir sínar. Skyndilega
missti hann fótanna og rann ofan vegarkantinn, sem
var talsvert hár. Þetta hefði getað orðið hans bani.
Samt var hann lítið meiddur, þótt það geti virst skrýt-
ið. Með sársauka klifraðist hann upp á veginn aftur.
í stað þess að verða leiður yfir því, sem hafði gerst, fór
hann að hugsa um kringumstæðurnar og velti fyrir
sér, hvað hann ætti að læra af þessu. Einhvem tilgang
hlaut þetta að hafa. Hví skyldi það hafa verið leyft, að
hann rynni svona niður á óvæntan hátt?
Þá hvarflaði að honum, að hann hafði ekki verið að