Norðurljósið - 01.01.1980, Síða 54

Norðurljósið - 01.01.1980, Síða 54
54 NORÐURLJÓSIÐ gá að götunni, þegar hann hrapaði. Hann hafði verið kærulaus &g lenti þá í þessu. Hve miklu meir alvarleg væri þá andleg hnignun, þær hrasanir, sem þá mundu henda hann, ef hann gætti ekki þess: að ganga með Guði. Þetta vakti hjarta hans algerlega. Meir en nokkru sinni áður leitaðist hann við að vaka og biðja, meðan hann gekk veginn, sem liggur til himinsins. Nokkru síðar varð hann fyrir mjög auðmýkjandi reynslu, er hann tók sem aðvörun. Virðist hann ekki hafa gætt sín nógu vel og lét draga sig inn í málaferli á milli heiðinna ættingja hans. Flæktur í þetta mál, breytti hann þannig, að það varð Guði til mikils van- heiðurs. Er hann hélt heimleiðis, varð honum ljóst, að hann hafði breytt ranglega. Skyndilega réðst á hann sterkur og grimmur hundur, sem fleygði honum til jarðar og virtist ætla að rífa hann í sundur. A hættustundinni flaug honum í hug, hve hættulegri miklu væru árásir Satans, er gengur um sem öskraandi ljón, er leitar þess, er það geti gleypt. I einlægni hrópaði hann til Drottins um hjálp. Hljóp þá hundurinn á brott án nokkurrar sjáanlegrar ástæðu til þess. En þessu fylgdi mjög djúptæk iðrun, sem hrakti mikla óvininn á flótta. Áhorfendur vildu elta hundinn og berja hann. Það vildi Hsi ekki leyfa. Hann sagði af öllu hjarta: „Nei, þetta er ögun míns himneska föður. Ég þurfti á þessari lexíu að halda. Hvað kom þetta hundinum við?“ Okkur getur virst þetta mjög frumstætt allt saman. En er það svo í raun og veru? Sjálf eigum við að vaxa í náð og ganga stöðugt nálægt Guði. Gæti ekki farið svo, er við gerðum það, þótt það yrði með öðru móti, að við fyndum meir til nálægðar hans, en vissum betur af því, ef hann hylur auglit sitt fyrir okkur? Hvað sem þessu líður, geta ekki jafnvel þeir, sem gamalreyndir eru í trúnni, lært eitthvað af því, sem hér kemur næst. Það er tekið af fyrstu síðum handrits sögu hans Hsi. „Vegna tíðra árása Satans fórum við hjónin sjaldan úr fötunum, er við gengum til hvílu, um þriggja ára skeið, svo að við yrðum þeim mun betur búin undir að vaka og biðja. Stundum fór ég á afvikinn stað og var heilar nætur á bæn, og heilagur Andi kom niður. Oft var það, sem móðir mín tók eftir því, að ljós lifði í svefnherbergi okkar framundir miðnætti. Vissi hún, að þá vorum við enn að bíða frammi fyrir himneskum Föður okkar. Ávallt höfðum við leitast við: í hugsunum, orðum og athöfnum, að vera himneskum Föður okkar vel- þóknanleg. Nú gerðum við okkur betur grein fyrir veikleika okkar, að við værum í raun og veru ekkert. Því aðeins gætum við framkvæmt það verk, sem okkur var ætlað, með því að reiða okkur á heilagan Anda, hvort sem við værum í friði eða hættu, nytum alls- nægta, eða liðum skort. Ef árangurinn var góður, gáf- um við okkar himneska Föður allan heiðurinn af því. Mistækist eitthvað, kenndum við sjálfum okkur um það. Þetta var stöðug afstaða hjartna okkar.“- 5. KAFLI Skurðgoð þorpsbúa svelt. Líklega fæst engin betri sönnun fyrir því, að kristna lífið hans Hsi var engin uppgerð, heldur en sú breyt- ing, sem varð á framkomu þorpsbúa gagnvart honum. Nágrannar vita nógu vel, hvernig maðurinn breytir, ekki hvað síst í Kína. Aðeins var liðið eitt ár eða tvö frá því, að kunn- ingjahópur hans allur sneri við honum bakinu. Spáð var honum alls konar ógæfu sakir trúskipta hans. En staðreyndir eru rökfræði. Þær voru teknar að sann- færa. Glappaskot hans hafði ekki verið svo alvarlegt, er alls var gáð. Maðurinn sjálfur var að minnsta kosti - það gátu þeir séð - léttari í lund og betri en hann hafði verið árum saman. Hamingjusöm var fjölskylda hans, og hann leit vel eftir eigninni. Auk þess var kraftur, einkennilegur, umhverfis hann. Þrátt fyrir hógværð hans og hógláta framkomu fundu allir einhver áhrif, sem ekki var hægt að útskýra. Meir en lítið var rætt um þetta á sumardögum og vetrarkvöldum. Leiddi af þessu, að menn báru aukna virðingu fyrir þessum kristna fræðimanni, þótt hún næði ekki til þeirrar trúar, sem hann játaði. Sá tími tók að nálgast, er kosinn skyldi maður sem öldungur þorpsins eða forseti sóknarráðsins. Hann þurfti að sinna málum, sem voru talsvert mikilvæg. Öldungurinn bar ábyrgð á innheimtu skatta, líka því að halda uppi lögum og reglu, gæta réttar þorpsbúa, sjá um musterin og opinberar byggingar, einnig um hátíðahöld á réttum tímum ársins. Framtakssemi og reynslu þurfti við, ásamt heiðarleik í siðferði sam- kvæmt kínverskum mælikvarða. í rauninni, því meir sem þeir hugsuðu málið, því ljósar varð þeim - samt var það alveg fráleitt! En ekki varð komist hjá því. Smám saman varð það einróma álit, að enginn væri hæfari til að skipa þessa stöðu en fræðimaðurinn Hsi, þar sem hann var ekki lengur ópíums neytandi. Niðurstaðan var einkennileg. En Kínverjar eru skynsamt fólk. Hagnýtt gildi kristinna siðvenja hafði ekki farið framhjá þeim. Helstu menn þorpsins óskuðu samtals við Hsi. Þeir komu fram með furðu- lega beiðni sína, að hann - vegna velferðar þorpsins - vildi fórna sér svo mikið, að hann tækist á hendur öldungsstarf þorpsins. „En virðulegu öldungar!“ hrópaði fræðimaður- inn, „hafið þið gleymt, að ég er nú kristinn og því

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.