Norðurljósið - 01.01.1980, Qupperneq 55
NORÐURLJÓSIÐ
55
óhæfur til að þjóna ykkur, hve mikils sem ég gæti
metið þessi forréttindi?"
„Það er einkamál samviskunnar,“ svöruðu ná-
grannar hans feimnislega, „og þarf ekki að dragast inn
í þessar umræður.“
„Þið hljótið að hafa gefíð því gaum, heiðruðu herr-
ar, að yngri bróðir ykkar er stöðugt önnum kafínn í
málefnum kirkju Jesú Krists. Hvorki dag né nótt fæ ég
tómstund til venjulegra viðskiptastarfa. Ekki er held-
ur nokkur löngun eftir hjá mér til að skipta mér af
málefnum þessa heims, hve tiginn sem staðan er.“
En neitanir máttu sín einskis. Hann var kjörinn í
einu hljóði. Honum var tilkynnt, að þetta væri stað-
reynd.
„Ef þér viljið í raun og veru, að ég takist þetta starf á
hendur, virðulegu feður, þá verð ég að setja tvö
skilyrði.“
„Gefðu skipanir,“ andmæltu þeir. „Það skulu vera
lög, sem þú segir.“
„Herrar mínir, þið eruð of kurteisir. Fyrra skilyrði
mitt er þetta: Eg get með engu móti komið nálægt
fórnum, er varða tilbeiðslu skurðgoðanna eða árs-
hátíðir í hofínu. Ég skal ávallt á öllum tímum biðja
hinn lifandi Guð, að hann blessi þorpið og að upp-
skeran verði ríkuleg. En ég get ekkert gert, sem bendli
nafn hans við þetta.“
Hsi til undrunar var þegar gengið að þessu skil-
yrði. Öldungar þorpsins höfðu þá þegar búist við
þessu og samþykkt þetta. Það hafði ekki farið framhjá
þeim, að bænir Hsi í Jesú nafni höfðu markverð áhrif.
Þeir voru alveg fúsir til þess, að hann skyldi af þeirra
hálfu leita hylli Guðs síns.
Skilyrðið síðara var mjög óvænt.
„Heiðruðu feður,“ hélt hann áfram, „hlustið á
lokaorð mín. Taki ég við þessu starfi, mun ég engar
fórnir færa skurðgoðunum sjálfur, og ég verð að krefj-
ast þess, að þið breytið eins. Ef þið viljið loka hofinu
alveg og heita því, að engin opinber skurðgoðadýrkun
fari fram allt árið, þá og með þessu móti einu get ég
samþykkt að þjóna ykkur.“
Áhyggjufullir og aistir gengu þá fundarmenn á
brott og hrópuðu: „Æ, þetta skilyrði er ógerlegt að
samþykkja! Það kemur ekki til mála. Við getum ekki
samþykkt það.“
„Herrar mínir,“ svaraði Hsi, „þá get ég ekki held-
ur samþykkt uppástungu ykkar.“
Um tíma voru úrslit óráðin. En þegar Hsi var kall-
aður na»st að koma til fundar við nágranna sína, komst
hann að því, að þeir vildu samþykkja skilmála hans og
gengu að þessu.
Þetta voru einkennileg venjubrigði, en allt fór vel.
Hsi gerði hið besta, sem hann gat, og var mjög bæn-
rækinn. Við árslokin kom í ljós, að málefnum þorps-
ins hafði aldrei verið betur borgið, og hann var endur-
kjörinn með sömu skilmálum.
Aftur tók hann starfið að sér sem væri það fyrir
Drottin. Uppskerumar urðu góðar, fjármálunum var
vel borgið, friður og ánægja ríktu. Eðlilega var hann
kjörinn hið þriðja sinn með háværu samþykki. Ekki
var minnst á nokkra breytingu, og Hsi samþykkti að
þjóna þeim. í þrjú heil ár var hofíð lokað. Ekki voru
haldnar nokkrar hátíðir til heiðurs guðunum. Samt
dafnaði allt hjá þorpsbúum.
Er þriðja árinu lauk, var Hsi ennþá endurkosinn í
einu hljóði. En nú hafði starf hans vegna fagnaðar-
erindisins vaxið svo ásamt öðmm störfum, að hann gat
með engu móti sinnt þörfum þorpsins nægilega vel.
Kurteislega, en ákveðið, neitaði hann að halda starf-
inu áfram. Þegar honum var árnað heilla vegna þeirrar
þjónustu, sem hann hafði leyst af hendi, svaraði hann
brosandi, að ef til vill hefðu þorpinu verið spöruð
óþörf útgjöld og bætti við: „Eftir þennan tíma hljóta
skurðgoðin að vera dauð úr hungri. Hlífið ykkur nú
við allri áreynslu í þá átt: að lífga þau við!“
Þetta var verkleg kennsla, sem ekki var létt að
gleyma.
6. KAFLI
Undirhirðar - vandamál.
Þetta var sannarlegt vandamál. Hvemig svo sem
þau ráðfærðu sig hvort við annað, Hsi og konan hans,
gátu þau ekki séð lausn á því.
Starfíð, sem vaxið hafði upp umhverfis þau, varð æ
flóknara. Þeir, sem tekið höfðu trú á Krist í þorpun-
um kringum þau, væntu hjálpar og fræðslu frá þeim.
Kristniboðsstöðin í borginni var meira en 16 km. í
burtu. Þótt yngri menn gengju þangað á sunnudög-
um til að vera þar á samkomum og kæmust þannig í
samband við kristniboðana, þá var það gamla fólkið,
sömuleiðis konur og böm, sem fann, að svo löng ferð
var þeim ofraun. Af þesu leiddi, að eftirlitið með þessu
fólki varð að vera nær. Oft þarfnaðist líkaminn hjálp-
ar eins og sálin.
Því að fólkið, er snúist hafði til trúar, var ekki ein-
göngu fátækt, það var oft ofsótt. Margur var sá maður-
inn, er hafði getað séð vel fyrir fjölskyldu sinni. En
þegar hann varð kristinn, var hann sviptur allt í einu
þeim möguleikum: að geta séð fyrir sér og fjölskyldu
sinni. Atvinnurekandi heiðinn eða ættingjar ráku
hann. Verk, sem hann fékk að vinna, gat verið þess
eðlis, að hann væri neyddur til að hætta við það. Aðrir
voru kúgaðir eða haft af þeim með svikum, stundum
reknir frá húsi og heimili. Ópíums ræktun varð að
hætta, sem gaf svo mikið í aðra hönd. Heiðarlegri við-