Norðurljósið - 01.01.1980, Blaðsíða 56

Norðurljósið - 01.01.1980, Blaðsíða 56
56 NORÐURLJÓSIÐ skipti ollu oft fjártjóni. Þjáðir og orðnir fátækir þurftu margir trúskiptingar tímanlega hjálp. Reyndi þetta mjög á ráðspeki hjá Hsi. Þá var og þetta: Maður í stöðu hans Hsi’s varð að sýna gestrisni og eigi litla. Menn, sem leituðu sann- leikans, komu oft úr fjarska. Dvelja urðu þeir nokkra daga á heimilinu, svo að þeir gætu séð, hvernig sann- leikur sá, er þeim var kenndur, væri líka framkvæmd- ur. Samkomurnar á sunnudögum sótti trúað fólk, sem oft kom úr talsverðri fjarlægð. Heim gat það því ekki farið á milli samkomanna til miðdegisverðar. Sumir komu með mjöl eða önnur matvæli. Aðrir höfðu lítið eða ekkert að færa. Eldhúsið þurftu allir að nota og gestaherbergið, að við nefnum ekki íbúð kvennanna. Sjá varð um bekki vegna samkomanna, olíu á lamp- ana, heitt vatn til stöðugrar tedrykkju. En án hennar er ekkert hægt að gera í Kína. Auk þessa voru alls konar gestrisni-skyldur, sem oflangt yrði að telja upp. Hsi ritar: „Ég hugsaði mikið um dæmisöguna um góða hirðinn og sauðina. Ég velti fyrir mér orðum Krists: „Þeir skulu ganga inn og ganga út og finna haga.“ (Orðin hafa líklega verið þannig í kínversku þýðingunni. (Hann mun ganga inn og ganga út og fá fóður. ísl. þýð.) I huga Hsi þýddi þetta greinilega, að líta bæri jafnt eftir tímanlegum sem andlegum þörfum. Fólk ungt í trúnni, sem kæmi til hans, yrði að fá þarfir sínar upp- fylltar. Er fólkið kom langa leið á sunnudögum, væri það starf hans að s já um, að það færi ekki aftur hungr- að af stað heim. Bræðrunum varð að sýna í verki kristi- legan kærleika. Þetta var hluti af vandamálinu. Hliðin hin var útbreiðslustarfið. Boðskapurinn um hjálpræðið átti að flytja „allri skepnu.“ Greinilegt var, að krismiboðamir einir gætu aldrei framkvæmt svo mikið hlutverk. Þá voru þeir, sem sneru sér, þeir urðu að fá hjálp eftir þörfum. Auðvitað gátu þeir ekki treyst á erlenda kristniboða. Innfæddir starfsmenn, þörf var á mörgum slíkum. Þeir urðu að koma úr hópi þeirra, sem frelsuðust. Einhverja leið varð að finna til þess, að þeir gætu unnið heiðarlega fyrir sér, á meðan þeir gæfu sig að því að vinna sálir . . . Eftir því, sem þörfin krafði, hafði hann frá fyrstu losað sig við allt, sem framyfir var hið nauðsynlega. Hann seldi allt, sem unnt var að vera án, til þess að hann gæti hjálpað bræðrunum ... Heimili hans, tíma og áhrif áttu þeir. Byrðar þeirra, sem í erfiðleikum áttu, bar hann og bað með hinum sjúku, fyrirskipaði lyf og gaf þau. I sína umsjá tók hann þá, sem hætta vildu ópíums reykingum, svo að hann gæti betur vakað yfir þeim og hjálpað þeim í baráttu þeirra til að losna við þær. Eigi má ætla það, að mistakalaust yrði þetta ailt. Ævilangir gallar sigrast ekki á einu ári eða tíu. Hann var enn bráðlyndur oft og hrokafullur að lærðra manna hætti. En fúsleiki hans til að erfiða og líða fyrir þann Drottin, sem hann elskaði, var mjög raunveru- legur og umhyggja hans fyrir sálum manna. Starfið var orðið mikil fjárhagsleg byrði. Efni hans gengu til þurrðar. Fjárþörf var á allar hliðar. Til fjár- öflunar fann hann engin ráð. Eins og á stóð voru þetta knýjandi erfiðleikar. Með konu sinni fór hann með þá til Drottins í bæn. Byrðar allar báru þau saman. Urðu þær við það léttari. Er þau báðu saman, kom frú Hsi nokkuð í hug. Varanleg lausn á vandanum var það ekki, en hjálp í bili. Til voru nokkrir hárauðir kassar. Þar var talsvert af fatnaði og skartgripum, er hún hafði borið sem brúð- ur. Maður hennar hafði notað sínar eigur óspart, en aldrei dottið hennar eignir í hug. Var hann tregur til að láta hana færa slíka fórn. „Ég þarfnast ekki þessara hluta,“ sagði hún ýtin. „Hví ættum við að geyma þá? Fúslega skulum við fórna þeim Drottni til að gera kleift að annast hjörð hans.“ Kassarnir voru því rannsakaðir, og valdir ýmsir munir. Ökutygin voru sett í skyndi á asnana, og Hsi lagði af stað í borgina. Fómargleðin bjó í hjörtum beggja. Bið mátti engin verða. Ekki voru þó erfiðleikar á enda. Hálfnuð var leiðin, er himinn varð skýjaður, hvessa tók og húðarrigning kom. Kerran og hjónin urðu rennblaut. Jafnvel kass- inn mikilvægi varð fyrir skemmdum. Hsi kenndi „höfðingjanum, sem drottnar í loftinu,“ um þetta óhapp. En hann hressti sig upp með þeirri hugsun, að himneski Faðirinn hafði leyft þetta. Þess vegna var þetta ekkert athugavert. Langt frá því, að hann væri gramur eða áhyggjufullur. Leiðar sinnar fór hann og „lofaði Drottin með hárri röddu" fyrir það: að þetta, sem þau fóru með, fékkst gott verð fyrir það. I góðu verði og með glöðu hjarta ferðaðist Hsi heim yfir sléttuna. Nú gerðist það, er hér var komið sögu, að búð varð tóm í þorpinu Teng-hts’uen 8 km. frá þeim stað, er Hsi átti heima. Honum datt í hug að hagnýta þetta tækifæri. Teng-hts’uen var markaðsborg. Sótti þang- að fjöldi fólks úr þorpunum þar í kring. Hví þá ekki að fá búðina leigða senda þangað kristna menn, er þörfnuðust hjálpar, og setja þarna á stofn lyfjabúð? Væri henni stjórnað vel, mundi hún bráðlega bera sig, en vera um leið miðstöð kristniboðs, er næði til allra sveita umhverfis? Því meir, sem Hsi bað um þetta, því betur féll honum það í geð. Sem kínverskur læknir þekkti hann nokkuð til lyfja. Frá sjónarmiði kaupsýslumanns var hann fullfær um þetta. Þannig gjörðist það, að á sumardögum 1881 var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.