Norðurljósið - 01.01.1980, Síða 62

Norðurljósið - 01.01.1980, Síða 62
62 NORÐURLJÓSIÐ Kom hann hvenær sem var vini sínum til aðstoðar. Smám saman var ekki kristniboðunum unnt að hafa yfirumsjón með starfinu. Fan fór þá að halla sér meir að Hsi, sem bar byrðina með honum, veitti hverju smáatriði náinn gaum. Hann gat talað við og beðið stundum saman með leitendum og sjúklingum, rætt við gesti, hughreyst hina þjáðu og gefið viturleg ráð í erfiðleikum. En hvorki honum né Fan datt í hug, að hvaða takmarki þetta stefndi. Það var loksins snemma árs 1883, sem atvik kom fyrir, er opnaði augu þeirra. Hælið hafði starfað allt árið á undan. Margir tugir manna höíðu læknast. Enn var hópur til meðferðar, hálfnaður með tímann. Þá varð þörf á meiri lyfjum. Fan sendi til borgarinnar og bjóst við að fá þaðan birgðir. Honum til skelfingar voru þær þrotnar, en kristniboðarnir í langri kristniboðsferð. Einmitt er hér var komið, fór Hsi að langa til að heimsækja hælið. Hann vissi ekkert um kringumstæð- urnar og varð undrandi, hve ákaft honum var fagnað. „Ó, eldri bróðir! hrópaði Fan, „vissulega hefur Drottinn sent þig hingað til að bjarga okkur. Við erum eins og menn, sem eru að skríða upp úr forarpytti með erfiðismunum. Nú komumst við hvorki upp eða niður. Eg bið þig að upphugsa fljótt eitthvað, sem getur hjálpað okkur.“ Satt var það, miklir voru erfiðleikarnir. Hsi vissi ekki meira en Fan, hvað taka ætti til bragðs. En eitt var hann fullviss um: „Starfið er komið frá Guði, vertu ekki hræddur. Láttu mennina fá þau lyf, sem þú hefur hjá þér. Ég fer heim og sé, hvað unnt er að gera.“ Það voru langir 32 km. daginn þann. Tíminn var notaður mest til bænar. Hsi vissi það ekki, að nú stóð hann á vegamótum ævi sinnar. Mönnunum varð að hjálpa, og það þegar í stað! - Þetta var byrðin þunga. Vissulega mundi Guð gefa honum skilning á þessu, því að ekki virtist völ á öðrum, sem hjálpaðgæti þeim. Meðan hann var í þessari óvissu, hafði hvarflað að honum, að ef til vill mundi Drottinn nota þekkingu hans á innlendum lyfjum, svo að hann gæti búið til lyf, er kæmi í stað hinna útlendu. Þetta virtist djarfleg hugmynd. En honum leist betur á hana, er hann tók að velta henni fyrir sér. Hugsanir runnu hratt um huga hans. Er hann kom heim, var hann búinn undir að gera tilraun. „Með bæn og föstu,“ ritar hann, „sárbað ég Drottin að styrkja mig og hjálpa mér, svo að ég yrði fljótur að búa töflurnar til, og ég gæti farið með þær aftur í Hælið, til þess að þeir, sem voru að hætta við ópíum, gætu fengið þær og liðið vel.“ Alveg blátt áfram kom í huga hans, hvernig hann ætti að búa þessar töflur til. Efnin voru í geymslunni hjá honum. Fastandi enn tók hann fyrirsögnina um gerð þeirra, bjó lyfin til og flýtti sér aftur í Hælið. Hann og Fan voru fullvissir um, að þetta væri frá Guði og gáfu lyfin sjúklingunum. Þau reyndust eiga alveg við. Með þakklátum hjörtum gáfu þeir Drottni alla dýrðina. Töflurnar reyndust vera nákvæmlega það, sem þörf var á. Ódýrar og auðvelt að búa þær til. Framleiða mátti þær í stórum stíl og með litlum fyrirvara. Gerbreytti þetta viðhorfinu, er um hjálparstarf var að ræða. Engin þörf var á lyfjum frá útlöndum. Framleiðslunni mátti koma svo fyrir, að hún stæði undir sér sjálf. Þetta vakti aðra spumingu hjá Hsi: „Höfum við ekki hér með öðlast skilning á því vandamáli, sem við höfum svo lengi glímt við? - Hvemig er best að ná til fólks alls staðar, fá það undir áhrif gleðiboðskapar Krists, veita þar með atvinnu kristnum mönnum, sem þurfa að sjá fyrir sér?“ Þetta fékk allt framgang á alveg eðlilegan hátt. Lykillinn átti við læsinguna, lauk upp dymnum að tækifæmm og árangri alstaðar. Starfið í Fan-st’uen varð nú eins konar rannsókna- stofnun, þar sem fyrstu tilraunimar voru fram- kvæmdar. Fan var nú vini sínum þakklátari en hann hafði verið nokkm sixmi fyrr vegna þeirrar hjálpar, sem hann hafði hlotið. Hsi var frá upphafi auðkenndur sem leiðtogi. Hæfileiki hans að leiða aðra var í óvenjuríkum mæli. Þeir unnu saman, áformuðu og báðu. En Hsi var bæði læknir og lyfjafræðingur. Aðalþungi ábyrgðarinnar hlaut að hvíla á honum. Ekki leið á löngu áður en lyfin, sem búin vom til fyrir hælið, öðluðust sína verðskulduðu frægð. Fan var í vandræðum með að vita, hvemig hann ætti að hýsa alla sjúklingana, sem leituðu hjálpar. Fjárhags- lega og andlega heppnaðist starfið vel. Það bjó menn- ina, sem unnu því, undir stærri framkvæmdir á kom- andi dögum. Var þörf á slíku starfi? í Shan-si voru ekki skiptar skoðanir um það. Eftir almennri skoðun reyktu ellefu af hverjum tíu ópíum! Liðin var nálega öld, síðan reykingar ópíums breiddust út um Kína. Á henni höfðu alið erlendir kaupmenn. Hraðfara náði hún geysilegum mann- fjölda. Sérhver tilraun til að banna þessa verslun hafði orðið árangurslaus. Hún var knúin fram með valdi hervopna frá Evrópu. Geysilegt magn var flutt inn. (Á 60 ára stjómarárum Victoríu drottningar var hálf smálest flutt inn á hverri klukkustund dags og nætur, og nálega öll notuð í Kína. Hver hálf lest nægði til að eitra 30.000 manns.) Kínverska stjórnin neyddist því til að leyfa ræktun ópíums í Kína. Frjósöm hveiti- ræktarlönd vom þá tekin til ræktunar ópíums. Shan-si hafði orðið eins illa úti, ef ekki verr, en

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.