Norðurljósið - 01.01.1980, Blaðsíða 63

Norðurljósið - 01.01.1980, Blaðsíða 63
NORÐURLJÓSIÐ 63 nokkurt annað hérað í upplöndum Kína. Frá borgun- um barst hún til þorpanna og frá karlmönnum til kvenna. Ungböm fæddust jafnvel meðlöngun í eitrið. Vanabundnum reykingamönnum tókst sjaldan að losna úr þessum þrældómi, er var svo skelfilegur, orðinn svo almennur á dögum Hsi. Fólkið í héraði hans hefði vel getað tekið undir orðin, er send voru sem ávarp til fræðimanna, fylgjenda Konfúsíusar í Kanton: „Við, aldraðir Ustamenn,“ rituðu öldungar þorps í því héraði, „erum komnir í hreinustu vandræði með að sjá fyrir fjölskyldum okkar. Þessi beiska fátækt, sorg og sársauki er algerlega ópíum að kenna. Aumkunarlega biðjum við yður, kennarar, að sýna meðaumkun hinum fátæku og setja lög, er banni sölu þess í þorpunum." „Hvað okkur viðvíkur þá gátum við lifað á stjómarárum Hien-fung af erfiði okkar. A stjórnarár- um Tun-Chi (Hann ríkti frá 1862-1875) var erfitt að hafa ofan af fyrir sér. Hvernig stóð á því: A stjórnarár- um Hien-fungs vom fluttir inn af reykingaskítnum áttatíu eða níutíu þúsund kassar frá enskum nýlendum, og út voru flutt frá Kína meira en ein milljón kg. af silfri . . . „Ennfremur, þeir, sem reykja þetta útlenda eitur- lyf, leiðast oft út í saurlifnað og fjárhættu spil, sem eykur árlega eyðslu í Canton um margar milljónir. Sé silfrið talið, sem út er flutt, nemur það meiru en tuttugu milljónum. Hvernig getur þá nokkuð orðið eftir til lögmætra nota? „Þegar viðskipti og versltm em svo lítil, hvemig getum við, aldraðir listamenn, fengið nokkuð aðgera? „Skaðann, sem leiðir af ópíum, má telja beiskasta fátæktarvald, sorglegastan og eitraðastan. Við lútum niður og sárbiðjum yður, Kennarar, að þið fræðið fólkið í þorpunum, og af þorps-yfirvöldunum skuluð þið heimta, að þau banni reykingar ópíums. Þá koma peningarnir aftur inn í landið, verslun mun smám saman blómgast, og við frelsumst frá tötmm og betli. Þá munu allir, gamlir sem ungir, karlar sem konur í borgum og þorpum þakklátir verða í raun og sannleika.“ „Við konur staðhæfum opinberlega,“ rituðu konur og mæður, hrjáðar og fullar örvæntingar, „að við flýtum okkur að úthella sorglegri umkvörtim okkar. Við beygjum okkur niður og sárbiðjum, að settar verði reglur, sem banni sölu ópíums í þorpunum. „Þegar við í æsku fórum heim til eiginmanna okkar, þjáðumst við hvorki af kulda né hungri. En síðan menn okkar og synir fóru að reykja ópíum, hafa börnin, sem voru klædd - synir okkar í rauð, dætur okkar í græn klæði - á andartaki orðið tötrum búin. Skrautlegir salir og stórhýsi hafa horfið í reyk. Þeir, sem áður vemduðu fjölskyldur sínar, eru nú komnir í búning betlara. Yfir rúmunum eru engar ábreiður. í pottunum er enginn matur. Hungraðar erum við, en ekkert til að eta, kaldar, en föt em engin til að klæðast í. Opíum er áreiðanlega þetta að kenna. I neyð okkar er erfitt að tjá þær tilfinningar, sem rífa brjóstið. Við grátum engum tárum, sem ekki eru rauð af blóði.“ En hvaða kraft hafði Konfúsíusar-trúin til að hjálpa þjáðum í neyð þeirra? í ráðandi stéttunum voru of margir, er sjálfir voru þrælar ópíums-reykinga. Löggjöf var gagnslaus, meðan erlendar þjóðir otuðu sverðsoddi fram og kröfðust þess að fylla landið „erlendu eitri“. Var þá nokkur von til þess, að þrælbundinn neytandi ópíums gæti frelsast? En Hsi hafði frelsast frá allri þessari eymd og niðurlægingu. Og inn í hana var hann sendur með von og hjálp handa þúsundum. 8. KAFLI. Hsi uppgötvar œvistarf sitt. Starfið í Fan-ts’uen-hælinu var fullt af erfiðleik- um, en líka af uppörvun. Hsi og félagar hans komust að því, að trú þeirra og kjaikur voru reynd til hápunkts. Bænin var athvarfið mikla. Mörg úrlausnin kom sem svar við beiðnum þeirra. An þess að þeir vissu, gátu sumir sjúklingar verið með aðra sjúkdóma alvarlega auk ópíumsins. Fengju þeir ekki vanaleg lyf sín, gat það haft alvarleg eftirköst. Aðrir höfðu bjrjað nautn ópíums, er þeir höfðu bráð- veikst. Fengju þeir ekki venjulegan skammt, gat sá sjúkdómur tekið sig upp aftur. Ekki var unnt að segja, er svona tilfelli bar að höndum, hvað komið gæti fyrir. A hverri stundu dags og nætur gat það viljað til, að einkenni banvæns sjúkdóms kæmu í ljós. Ef sjúklingur hefði dáið í Hælinu, þegar starfið var að hefjast, gæti þetta hæglega hafa lagt það í rúst. Kæmu slíkir erfiðleikar, gaf Hsi sig að bæn og föstu, stundum dögum saman. Greinilega birtist kraftur Guðs, er slíkt kom fyrir. Margir þeirra, sem þjáðust mest, er mannleg hjálp virtist gagnslaus, læknuðust. Eftir því sem orðstir þessara lækninga spurðist um sveitirnar fór fólk að koma langt að, er þjáðist af alls konar sjúkdómum, og bað um fyrirbæn. „Um þetta leyti notaði Drottinn mig oft,“ ritaði Hsi, „í Hælinu og í nágrannasveitunum til að lækna sjúkdóma fyrir bæn og til að reka út illa anda. A milli 50 og 60 menn tóku trú á Drottin Jesúm og komu saman reglubundið í Fan-ts’uen til að tilbiðja hann. Þetta var á fjórða ári kristilegs lífs míns.“ En Hirðir Hsi og samstarfsmenn hans voru ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.