Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1980, Qupperneq 65

Norðurljósið - 01.01.1980, Qupperneq 65
NORÐURLJÓSIÐ 65 Ekki missti Chang kjarkinn. Hann kom í aðra heimsókn. I þetta skipti var Liu enn ofsalegri en í fyrra skiptið. Vinur hans varð að fara og fann ekki, að hann hefði komið nokkru góðu til leiðar. Er hann var farinn, gat vesalings Liu ekki lengur bælt niður þá sannfæringu, sem undanfarið hafði verið að ónáða hann. Samviskan talaði og vildi ekki þagna. Andvaka lá hann, og eymd hans var svo mikil, að hann kallaði upp: „Kona, hvað hef ég gert? Vissulega eru syndir mínar yfirþyrmandi. Eg hef rekið burt frá húsinu eina vininn, sem getur hjálpað okkur. Þótt ég hafi skamm- arlega svívirt hann, vildi ég gefa, hvað sem væri, til að vera eins og hann. Löngun hans í ópíum er læknuð. Hjarta hans á frið. Hvað við erum í ólíku ástandi. Þú ert sjúk og þjáð, og ég er eyðilagður af ópíum. Hvað var það, sem Chang sagði um Guð sinn, hinn sanna og iifandi Guð? talaði hann ekki um von, jafnvel handa okkur?“ „Sé til lifandi Guð,“ svaraði vesalings konan, „gæti hann vafalaust hjálpað okkur. Vissulega getur enginn annar það. En þú hefur farið svo illa með Chang, að hann kemur aldrei aftur.“ „Kona,“ svaraði Liu með sannfæringu. „Sé Guð hans í raun og veru fús til að hjálpa okkur, mun Chang koma aftur. Eitthvað segir mér það. Og ef hann kemur, skal ég hlusta á orð hans.“ Er á þessu stóð, var Chang að biðja. Eftir fáa daga ákvað hann að reyna einu sinni enn. Hann gekk hægt heim að húsinu, fann Liu heima og varð undrandi á vingjamlegum viðtökum. Er þeir sátu að tedrykkju, (Te í Kína er oft ekkert nema heitt vatn. Fólkið er fátækt og telaufin dýr.) sagði Liu: „Bróðir Chang, hvemig gekk það til, að þú gast hætt við ópíum?“ „Æ, ég held það sé gagnslaust að endurtaka þá sögu.“ svaraði hann varfærinn, „því að þú virðist ákveðinn í því að trúa henni ekki. Eigi að síður, ef þú vilt reyna sömu aðferðina, mundir þú sigra löngun þína í ópíum og konunni þinni batna.“ „Eg er áreiðanlega fús til þess að trúa!“ hrópaði Liu í einlægni. „Utskýrðu bara fyrir mér þessi dásamlegu trúarbrögð.“ „Ef þig langar til að skilja þau, verður þú að vera fús til að iðrast og fjarlægja skurðgoð þín. Komdu síðan með mér til Fan-þorpsins, og þá munt þú sjálfur komast að raun um kraft Krists til að frelsa.“ Þetta samþykkti Liu, og Chang fór með hann sigrihrósandi. Frægð hans var komin á undan honum. Og þegar Fan skildi kringumstæðurnar, tók hann hjartanlega á móti nýja sjúklingnum, yfir sig glaður að fara með svo frægan syndara inn í andrúmsloft kærleiks og bænar. Ópíum-reykjandi fjárhættuspilarinn fann það nú, að hann var kominn í umhverfi, sem honum var nýtt og framandi. Hann gat ekki gert sér grein fyrir vingjarnleik þessara kristnu manna né því, hvað þeir voru hressir og glaðir í bragði, og það stöðugt. Það var svo að sjá sem þeir væru allan tímann annaðhvort að syngja eða biðja. Ekki var það af skyldurækni. Þeim var það jafn eðlilegt og honum að mögla og blóta. Hvað það var, sem gerði þá svona hamingjusama, gat hann ekki sagt, þótt hann ætti lífið að leysa. Fátækir voru þeir eins og hann sjálfur og þurftu að strita. Ekki drukku þeir vín eða spiluðu á spil, eða eyddu fé í veislur og fínan fatnað. Hann gat ekki fundið nokkra ástæðu til þess, að þeir voru ánægðari en annað fólk. Svo ánægðir voru þeir, að þeir rifust aldrei eða börðust. Karlmennimir börðu ekki konur sínar, nema þeir gerðu það á nóttunni, þegar hann gat ekki séð það. Konurnar sinntu störfum sínum í góðu skapi. Ófriðurinn í „innri íbúðinni“ fyrirfannst þar ekki. Ylur var í góðleik þeirra, sem kveikti glóð í hjarta hans. Ekkert virtist vera þeim ómak. Þeir klæddust að nóttunni, ef hann þjáðist, til að búa til mat eða te handa honum, sungu hjá honum, hughreystu hann með þægilegu, hressandi tali. Nægði þetta ekki, féllu þeir á kné við rúmið hans og sögðu hinum ósýnilega Guði þeirra frá öllum hans erfíðleikum. Þetta var hið einkennilegasta af öllu, því að þegar þeir báðu fyrir honum, brást það ekki, að honum létti. Hver gat þessi nýi Guð verið? Smám saman, er dagarnir liðu, varð breyting á So- pu sjúklingnum. Ópíumlöngunin minnkaði, hann tók að styrkjast. hann fór að fá mikinn áhuga fyrir fagnaðarboðskapnum. En einhver byrði hvfldi á honum. I stað þess að verða hamingjusamari, varð honum órórra. Fan tók eftir þessu og sagði loksins við hann: „Eldri bróðir, hjarta þitt nýtur ekki hvfldar. Hví ert þú hryggur og kvíðafullur?" „Það eru veikindi konunnar minnar, sem hvíla á mér,“ svaraði Liu. „Fyrir umsjá ykkar og meðferð er ég á leið til lífsins aftur, og vonin lifnar í hjarta mínu. En hún, sem vegna synda minna hefur þjáðst mikið, er sjúk og alein.“ ‘,Hvers vegna talaðir þú ekki um þetta fyrr?“ hróp- aði Fan. „Við skulum undir eins biðja okkar himneska föður að láta henni batna. Þegar þú sjálfur ert orðinn nógu frískur, förum við þangað og sjáum, hvort við getum hjálpað." Liu til undrunar báðu hinir kristnu fyrir henni, þessari þjáðu manneskju, sem þeir höfðu aldrei séð. Með sýnilegu trausti fullvissuðu þeir hann um, að það væri alveg eins auðvelt fyrir Drottin Jesúm að lækna fólk í fjarska eins og í nánd.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.