Norðurljósið - 01.01.1980, Qupperneq 73
NORÐURLJÓSIÐ
73
inn. Eins og frá þorpi Fans breiddist sú blessun út til
margra staða umhverfis.
Rúmlega þrjá og hálfan km. til vesturs lá yndislegt
þorp. Það hét Pan-ta-Ii. Þaðan komu leitendur, sem
mestar vonir voru tengdar við. Frægt fyrir, að þar væri
eilíft vor, hafði þetta hljóðláta þorp óvenulegt að-
dráttarafl. Hlaðið var í kringum uppsprettulind.
Streymdi svo mikið vatn úr henni, að nálega mátti
synda í því. Tær og svalur lækur rann niður stræti
þorpsins, en drúpandi pílviðir á báðum bökkum. Yfir
lækinn var byggð falleg, bogamynduð brú, nú mosa-
vaxin. í þessum fagra stað var Chang velkunnur
maður - en hann var ópíums-reykjandi.
Fyrr á ævi hafði hann komist í tæri við kaþólska
menn og að nafninu til orðið kristinn. En hann hélt
áfram að reykja ópíum eigi að síður. Með fjölgandi
árum sökk hann dýpra í synd og eymd. Loksins frétti
hann um Hælið í Ts’ao-seng og fór þangað til að sjá,
hvað væri að gerast. Þar mætti Chang frelsaranum í
raun og veru, sem hann hafði svo lengi heyrt um.
Hlekkir hans brustu, líf hans gerbreyttist og fagnandi
fór hann heim til Pan-ta-li.
Erfiðleikar miklir voru óleystir þó. Konan hans var
ekki kristin. En hún virtist fá áhuga fyrir þessu stund-
um og sótti þá samkomur í Hælinu. En hún var í þræl-
dómi, sem hræðilegri var en manns hennar. Um það,
sem gekk að henni, var ávallt talað í hálfum hljóðum.
Nágrannamir vissu, að hún hafði illan anda.
Eftir afturhvarf manns síns virtist þessi vesalings
kona verri en nokkru sinni fyrr. Æðisköstin urðu tíð-
ari. Og þá tepti hún upp sem skelfingu lostin:
„Ég óttast ekkert og engan nema pastor Hsi í
Vestur-Chang þorpinu.“ Endurtók hún þetta stöð-
ugt.
Kringumstæðumar vom sérstakar og vöktu eigi
litla athygli í héraðinu. Loksins frétti Hsi þetta og varð
ekki lítið órólegur. Hann hafði átt talsvert erfitt með
að hindra það, að kristnir menn töluðu um hann sem
„Hirðinn okkar“. Titil þann taldi hann alls ekki við-
eigandi. A þeim tímum var hann einungis öldungur í
Ping-yang söfnuðinum. Enginn hafði pastors vígslu í
fylkinu nema kristniboðarnir. Hvemig sem hann
reyndi gat hann ekki hindrað þessa nafngift. Stóð
hann því berskjaldaður fyrir misskilningi þess vegna.
Nú hafði vesalings, brjálaða konan í Pan-ta-lí verið að
hrópa:
„Ég hræðist ekkert og engan nema Pastor Hsi!“
Loksins, nauðstaddur vegna hennar og sjálfs síns,
fór Hsi til þorpsins. Tók eiginmaðurinn kristni hlý-
lega á móti honum. Mannfjöldi safnaðist saman í
kringum húsið til að sjá, hvað gerðist. Er hann hafði
skýlaust sagt þeim sannleikann, og falið málið Guði í
bæn, lagði Hsi hendur yfir konuna og í nafni Jesú
Krists skipaði hann illu öndunum að yfirgefa konuna
og koma aldrei aftur.
Erfiðleikamir vom horfnir frá því andartaki. Frú
Chang varð róleg og hafði fullt vald yfir sér. Öll ein-
kenni hins fyrra ástands hurfu, og hún varð brátt eins
áköf og maður hennar í því: að leiða aðra til frelsarans.
Ahuginn, sem þetta kveikti meðal nágranna og vina,
varð brátt svo mikill, að Chang-hjónin ráku sig fljótt á
það, að gestasalurinn þeirra var of lítill fyrir fólkið,
sem óskaði eftir að vera á samkomunum. Á eigin
kostnað tóku þau á leigu hús þar í nágrenni til að hafa
þar kristinn söfnuð. Áður en langt leið um, voru
tuttugu til þrjátíu trúaðir, sem komu þama reglu-
bundið saman í fjallaþorpinu, og með breyttu lífemi
þeirra og óttalausum vimisburði breiddist trúin til ná-
lægra þorpa.
Eigi var þó alltaf siglt í blíðum byr í Pan-ta-li á
þessum fyrstu dögum. Flokkadráttur kom upp meðal
kristna fólksins, eins og annars staðar. Varð Hsi að
koma til að kippa þessu í rétt horf. Hann var með föður
hjarta gagnvart bömum sínum. Þjáðist hann sárt yfir
syndum þeirra og hrösunum. Honum fannst hann
eiga þau. Ósjálfrátt kom sú hugsun upp hjá honum:
Hefði hann verið árvakrari, bænræknari, ákafari í tíma
og ótíma með umhyggjuna fyrir þessum litlu söfnuð-
um, þá hefðu þessir erfiðleikar aldrei komið til sög-
unnar. Þá hefði verið komist hjá allri sorginni og van-
heiðrun nafns Meistarans.
Eitt sinn bar svo við, að hann var í skyndi kallaður
til Pan-ta-li. Upp voru komnir erfiðleikar, sem reynst
gátu alvarlegir. Kuldi var og miður vetur þar norður
frá. En hann fór undir eins. Vafinn innan í loðskinn-
um klædda yfirhöfn hélt hann þegar af stað. Ferðin
var erfið á fjallvegunum og hjarta hans þungt út af því,
sem hann vissi að mundi mæta honum.
Bræður tveir, sem báðir hétu Chang, og leiðtogar
meðal hinna kristnu, höfðu deilt um einhverja smá-
muni. Ymsir af hinum kristnu höfðu dregist inn í
deilu þeirra. Er þrætan hélt áfram, fóru nágrannar og
vinir að safnast í kringum þetta, uns þorpsbúar allir
virtust dregnir inn í deiluna. Mitt í þessari smánarlegu
deilu, greip Chang yngri, trylltur af reiði, kjötöxi, og
sem lá þar rétt hjá, og kastaði henni að höfði bróður
síns. Öxin var beitt og þung. Hefði þetta eflaust getað
orðið bróður hans að bana. En öxin geigaði og hitti
annan mann, leitandi mann, er Koh hét, og særði hann
miklu sári í hnéð.
Þetta var hræðilegt andartak, því að stefnt hafði
verið að morði. Árásarmaðurinn var og yngri bróðir.
Þetta gerði glæpinn tíu sinnum verri. Þá var vesalings
Koh særður. Það snerti alla ættingja hans. Fyrst varð
dauðaþögn, síðan hélt rifrildið áfram ennþá verra enn
fyrr. Ekkert var unnt að gera til að þagga niður í