Norðurljósið - 01.01.1980, Blaðsíða 75

Norðurljósið - 01.01.1980, Blaðsíða 75
NORÐURLJÓSIÐ 75 hann var aldrei ráðalaus. Hann yfirgaf þorpsbúa snöggvast, svo að orð hans gætu haft áhrif. Hann fór í næstu veðlánabúð og kom aftur án loðskinns-fóðruðu yfírhafnar sinnar. Fólkið tók á augabragði eftir þessu. Án yfirhafnar var hann mjög illa búinn í slíku frosti, sem þá var. Hann skipti sér ekkert af andmælum. Hann fékk Koh og fjölskyldu hans álitlega fjárhæð. Ekki átti að líta á hana sem endurgjald, heldur sem tákn samúðar hans og hryggð sem kristins manns, að slíkt skyldi hafa átt sér stað. Með tárum og mjög frjáls í hjarta bað hann Changs- bræðurna að lifa í friði. Sömuleiðis bað hann alla kristna menn, að þeir bæðu með sannri iðrun Guð um fyrirgefningu allra synda þeirra. Það var meira en þeir gátu staðist: að sjá hann þjást fyrir þeirra sök. Urðu þeir alveg niðurbrotnir menn. Kærleikur og eining tóku völdin. Hsi gat líka leiðrétt fleira, sem rangt var. Skildi hann við litla hópinn kristnu mannanna, sem orðin var sterkari á sumum sviðum vegna þessa hryllilega atviks, er gæti hafa átt svo ólík endalok. Fórn hans gátu þeir ekki endurgoldið honum. Leið þeim illa, að hann lagði af stað í þessa löngu ferð svo illa búinn. En hann reyndi að hughreysta þá og sagði: „Þetta er alveg rétt og skylda mín. Guð hefur kallað mig til að bera byrðar ykkar og að annast um ykkur sem væruð þið böm mín. Eg verð að gera þetta, því að ég elska ykkur og get ekki breytt öðru vísi.“ Frá þessum tíma blómgaðist starfíð í Pan-ta-li á alveg sérstakan hátt. Kristnir menn urðu sameinaðir, og alls ekki fáir bættust við tölu þeirra. Ekki leið á löngu áður en svo margir ópíums-reykjendur báðu um hjálp, að Hsi varð að opna Hæli þar í þorpinu, það varð til blessunar, og menn frelsuðust þar, bæði fyrir þetta líf og hið næsta. Þeir fluttu líka gleðitíðindin til margra fjarlægra staða. Chang-bræðurnir hörfuðu aldrei til baka. Varð því meira gagn að starfí þeirra sem árunum fjölgaði meir. Annar þeirra, sá, sem af sér braut, varð mjög mikilsmetinn djákni safnaðarins. Hinn var fyrst djákni, síðan öldungur. Seinast starfaði hann í nokkur ár sem kristniboði 1600 km frá heimili sínu. Það var í því héraði Kína, sem óvinveittast var erlendum mönnum. 11. KAFLI Forsjá Guðs að verki Við hverfum nú aftur um sinn að vestur Chang þorpinu og að því starfi, sem Hsi vann heima hjá sér. Enda voru þær breytingar fáar, sem orðið höfðu frá þeim dögum, sem voru á undan afturhvarfi hans. Hann lifði þá í aðgerðarleysi og reykti ópíum. Sömuleiðis frá árunum á eftir, er hann annaðist sveitarstjómarstarfíð. Heimilið hans var nú orðið eins fullt af athafnalífí sem býflugnabú. Það var fullt af fólki í sambandi við starf þess sem Hæli handa ópíums neytendum, og með ennþá fleiri áhugamálum. Hsi hafði smám saman verið dreginn inn á braut nýrrar þjónustu, sem varð eins og kóróna alls þess, er hann fram að þessu hafði tekið sér fyrir hendur. Með hverju nýju Hæli, sem komið var á fót, víkkaði hringur áhrifa hans. Óx ábyrgðartilfínning hans að sama skapi. Meðal ópíums-sjúklinga hans voru margir - enda þótt þeir voru læknaðir - sem ennþá voru ekki orðnir staðfestir í trúnni. Einn eða tveir mánuðir, undir valdi kristilegra áhrifa, höfðu sannfært þá um að skurðgoðadýrkun væri heimska. Þeir þráðu betri hluti. Margir voru einlægir leitendur sannleikans, en ófærir um að standast ofsóknir eða taka viðunandi framförum aleinir. Væru þeir sendir aftur inn í heiðið umhverfí, þangað sem utanað komandi hjálp gat ekki náð til þeirra og fræðsla, var það hið sama sem að eiga á hættu, að þeir týndust algerlega. Svo voru líka margir, sem alls ekki voru orðnir nógu sterkir, þegar tíminn kom, að þeir gætu yfírgefið Hælið. Fyrrverandi sjúkdómar gátu komið aftur í ljós og skapað þá hættu, að þeir hyrfu aftur til ópíums nautnar, svo að þeim liði betur. Yfir þeim mönnum þurfti að vaka, veita þeim umsjá og kenna þeim hinn óbrigðula mátt bænarinnar. Hælin voru oft full og þurftu á öllu sínu húsnæði að halda. Átti þá að vísa þeim út á hjarnið og láta þá hrekjast á brott, af því að skorti hönd þeim til hjálpar? Þá voru líka alltaf aðrir, sem höfðu, meðan þeir dvöldu í Hælinu, snúið sér í sannleika til Guðs. Fáeinir voru greinilega hæfír til að vinna sálir og verða gagnlegir aðstoðarmenn, eða jafnvel leiðtogar í starfinu, er fram liðu stundir. Sumir voru fáfróðir, aðrir fátækir. Sumir þörfnuðust hjálpar, því að þeir misstu atvinnu sína, er þeir urðu kristnir. En allir þörfnuðust mikillar, vandlegrar þjálfunar, ef sjónar- mið var tekið af framtíðinni. Væri vanrækt: að efla þroska þessara manna, var það starfínu skaðlegt, og samrýmdist ekki ráðmennsku hans með þær talentur, sem Guð hafði falið honum að ávaxta. Með þessu móti varð það, að allir þessir menn og margir aðrir, sem erfítt væri að setja í ákveðinn flokk, fundu athvarf í heimili hans Hsi alveg eins og í hjarta hans. Þeir söfnuðust saman í þessu gamla heimili í Vestur Chang þorpinu. Frá dyrum þess var enginn rekinn, sem unnt var að hjálpa. Sundurleitur hópur voru þeir, sérstaklega í fyrst- unni. Erfítt var að halda uppi reglu og láta þá alla vinna eitthvað, sem gagn var að. En skipulagið og reynslan framkvæmdu furðuverk, og árangurinn af starfínu varð sífellt betri. Einni reglu krafðist Hsi, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.