Alþýðublaðið - 24.12.1962, Side 9
Þrautir - gátur -
1) Getið þið skrííað 31 með þvi að skrria
aðeins töluna 3 sex sinnum?
2) Hérna höfum við tölurnar frá eitt
upp í níu í öfugri röð: 987654321. Getið
þið nú sett samlagningar- og frádráttar-
merki á milli talnanna í röðinni (eins oft
og þið viljið), þannig að útkoman verði
hundrað?
3) Getið þið skipt hundrað í fjóra hluti,
þannig. að þið fáið sömu útkomu, hvort
sem þið deilið með fjórum í stærsta hlut-
ann, dragið fjóra frá næst stærsta hlut-
anum. leggið fjóra við næst minnsta hlut-
ann, eða þið margfaldið minnsta hlutann
með fjórum?
4) Ef ykkur langar til að komast að aldri
og fæðingardegi vina ykkar og kunningja,
þá er hér ráð til þess:
Biðjið viðkomandi að skrifa upp (án
þess að þið sjáið það) þann mánaðardag,
sem hann er fæddur á og tölu mánaðarins
í árinu. Við skulum segja að hann sé fædd-
ur 14. ágúst — þá ætti hann að skrifa 148
Að þessu loknu á viðkomandi að marg-
falda töluna með tveim, bæta fimm við
og margfalda þá útkomu með fimmtíu.
Þegar þessu er lokið á viðkomandi að
ú'ggja núverandi aldur sinn við útkomuna
ásamt tölunni 123.
Að þessu loknu biðjið þið um að fá að
vita lokaútkomuna.
Þegar hún er fengin dragið þið 373 frá
ú;tkomunni (alltaf þá tölu) og þið hafið
íyrir framan ykkur það, sem þið vilduð fá.
5) Hún amma mín gamla, átti mörg
börn. En samt lá við að mér ofbyði þegar
hún svaraði spurningu minni um bama-
fjöldann með því að segja: Ég á þrjár og
hálfa tylft. Samt sagði hún satt. Hvað átti
hún þá mörg börn?
Nú segir sagan, að nunnur hafi komist
út og munkar hafi komið í staðinn. En
nunnurnar fjörutíu færðu sig svo til í
byggingunni, að ekki komst upp um ferð-
ir þeirra.
Þær komust strax að því, hvernig abba-
dísin taldi og voru ekki seinar á sér að
bjóða 8 munkum í heimsókn. Og gestir
og heimakonur komu sér þannig fyrir, að
abbadísin fann ekki nein missmíði.
Hvernig fóru þau að þessu?
En sagan er ekki enn úti. Þegar munk
arnir íóru næsta dag, fylgdust f jórar nunn-
ur með þeim — og enn varð abbadísin
einskis vör.
Hvernig stóð á því?
Og enn. Næsta dag fóru enn tvær nunn-
ur, en hinar, sem eftir voru röðuðu sér
þannig, að abbadísin varð einskis vör.
Hvernig var sú röðun?
7) Hve margar endur og hve margar
kýr eru í hóp 54 anda og kúa sem hafa
samtals 150 fætur?
8) Faðir og sonur eru samtals 69 ára.
Þegar sonurinn fæddist var faðirinn jafn-
gamall og sonurinn er nú. Hve gamall er
íaðirinn nú?
a b e
6 4 6
4 4
6 4 6
6) í klaustri nokkru var ástandið orðið
þannig, að abbadísin sá sig tilneydda til
að skipta nunnunum þannig niður í klefa
sína, að hún gæti á einfaldan hátt fundið
út, hvort allar nunnurnar væru í bygging
hnni.
En abbadísin hefur ekki verið nógu klók,
því að hún skipti þeim á þann hátt, sem
sýnt er á meðfylgjandi teikningu, — sem
sagt þannig, að þegar hún taldi voru 16
nunnur á hvern veg í byggingunni.
9) Hér eru fjórir riddarar staðsettir á
reituðu borði, þannig að þeir standa á
hornreitunum. Riddaramir mega ekki
hreyfa sig út fyrir hina níu afmörkuðu
reiti og hvítu riddararnir eiga að skipta
um staði við hina svörtu.
Það má aðeins standa einn riddari í einu
á hverjum reit, og þeir mega aldrei standa
þannig að riddari af öðrum litnum geti
drepið riddara af hinum litnum.
Hvítur á leik og verður að byrja á því
að annar hvor riddaranna færist á b3.
Getið þið lokið flutningunum í átta leikj-
umíþað er átta leikjum hvíts og átta leikj-
um svarts)?
10) Getið þið komið réttri röð á fornöfn
þessara frægu manna, með því að taka
föðumöfnin til fyrirmyndar?
1) Friedrich Byron
2) Vietor Turgenjev
3) Fjodor M. Dostojewskij
4) Charles Rousseau
5) William Ibsen
leikir
6) Heinrich Strindberg
7) Johan W. Schiller
8) Giovanni Goethe
9) Jean Jacques Hugo
10) Emile Tolstoj
11) Ivan Boccaccio
12) George G. Dickens
13) August Shakespeare
14) Henrik Heine
15) Leo N. Zola
0
9
1
i
11) Hér er smá eldspýtnaspil, sem virðist
ósköp einfalt, og er það að sumu leyti, það
er að segja hvað spilareglum viðvíkur. En
ekki er alltaf jafn auðvelt að spila það
lil sigurs.
Þið getið notað eldspýtur, tölur eða smá-
mynt til að spila með, eldspýtur munu þó
einna beztar.
Leggið eldspýturnar eins og sýnt er á
myncfinni. Tveir spila. Þeir skiptast á um
að taka eldspýtu. Þegar að hvorum leik-
manni um sig kemur, má hann taka eld-
spýtu úr einhverri hinna þriggja raða, með-
en ein eða fleiri eldspýtur em í röðinni.
Hann má taka eina eldspýtu eða fleiri úr
röðinni og má meira að segja taka alla
röðina (en aðeins úr einni röð).
Sá, sem tekur síðustu eldspýtuna, tapar.
Allar Iausnir á þrautum á þessari
síðu og næstu tveimur lesmálssíðum
er að finna á bls. 53 í jólabókinni.
Góða skemmtun.
12) Hvaða tvö stykki af þeim sem hér
1, þannig að út komi ferhyrningur?
13) Hve margir teningar eru hér á mynck
inni iyrir ofan? Allir teningar eiga ath
teljast, líka þeir, sem ekki sjást beinlínis.
14) Maður setur fæturna milll armanna,
tekur með höndunum um armana, lyftárv
fótunum frá jörðunni og gengur. Hvað cn
maðurinn að gera?
|
15) Skipstjóri nokkur og sonur hai»,
fundust dánir, nánar tiltekið skotnir. Fað1
irinn var með skot í brjóstinu, sonurinttt
með skot í bakinu. Báðir virtust hafa dib-
ið samstundis.
Þegar úr byssu er skotið á mann sMt
skömmu færi, sést púðursverta bæði á fölP
um og húð, en ekki, sé færið langt.
Bæði líkin fundust á miðju gólfi í stóir-
nm sal, sem notaður var, sem æfingasalu*
fyrir skyttur. Gólfið í salnum var þakRh
rökum sandi, þar sem glöggt má sjá spoiw
í salnum voru aðeins tvenn spor.
Stæði þriðji maður utan við dyr eðV
glugga salarins, gæti hann skotið hvern*
þann sem í salnum væri. Og á mölinni*
fyrir utan komu ekki fram nein fótspor.
Undir líki skipstjórans fannst byssa. I*
nánd við soninn var ekkert vopn sjáanlegtt
A klæðum beggja líkanna var púðursverta
og bruni.
Skipstjóranum þótti vænna um son
sinn en nokkuð annað í heimi, og hefði
heidur viljað deyja en að gera honum nokk»
uð illt. Þess. vegna er ómögulegt að ætla,
að hann hefði getað drepið soninn með
vilja.
Sumir héldu því aftur á móti fram, að>
sonurinn hefði í leyni hatað föður sinnt
og hefði átt arfsvon eftir hann.
A) Varð dauði skipstjórans vegna morða*
sjálfsmorðs eða slyss?
B) Varð dauði sonarins vegna slyss, sjálfs
morðs eða morðs?
16) Það er ekki ónauðsynlegt að mis-’
skilja ekki þann, sem ekki er óvingjarn*--
legur við mann. Þýðir þetta, að það s6
nauðsynlegt að misskilja þann ekki, sem e*
vingjarnlegur við mann.
Já eða nei?
17) Hvað haldið þið að liðnir séu margi*
milljarðar minútna frá því að Kristu*.-
fæddist?
eru merkt 2-7, á að setja við stykki númer
JÓLABÓK ALSÝÐUBLAÐSINS 1962 0