Alþýðublaðið - 24.12.1962, Síða 35

Alþýðublaðið - 24.12.1962, Síða 35
•r--rrr 'r,mi&rvr? ^'«.>er-r Gestur ■ftPwwnwiiMi Guöiinnsson ER BEZTA GATA * i. I UPPHAFI skapaði guð himinn og jörð, En það var ekki fyrr en löngu seinna, som Bergsstaðastrætið varð til, enda er það af mönnum gert. Samt er Bergsstaðastrætið tiltölulega gömul og lífsreynd gata, sem enginn leyfir sér áð kalla annað en stræti, enda á það fulla virðingu skilið. En ósköp er það undar legt í laginu. Það er ekki ólíkt slóð eftir mann, sem er að villast í dimmviðri, hann ætlar að visu beinustu leið á ákvörðunar- stað, en samkvæmt lögmálinu gengur hann alltaf svolítið upp á vinstri fótinn og kemst að lokum þangað, sem hann byrjaði ferðina, hafi hann ekki gefizt upp áður. Hann gengur sem sé í hring. Sá, sem þarna hefur verið að villast, hefur hinsvegar gefizt upp áður en hann komst hringinn, nema gatan sé svona undarleg í laginu af öðrum ástæðum. En það er síður en svo, að Bergsstaða- strætinu fari illa að vera svona undar- legt í laginu, enda er þetta þjóðlegasti götustíllinn, þegar á allt er litið. Svona hafa reiðgötur og fjárgötur legið i land- inu frá ómunatíð í krókum og beygjum, og sauðkindin a. m. k. er alveg frábær meistari í vegalagningu. Ég hef aldrei rekizt á illa lagða fjárgötu. Og engar götur þekki ég skemmtilegri. Tökum t. d. einstigið upp Illakamb við Jökulsá eða fjárgöturnar í Skorarhlíðum, þar sem engu er ofaukið á breiddina og hamrarn- ir fyrir ofan og hengiflugið fyrir neðan kitlar mann svo notalega í knésbæturnar, allt öðruvísi en lífshættan á Lækjargöt- unni eða Miklubrautinni. Mér er líka sagt, að fjárgötustíllinn sé sem óðast að ryðja sér til rúms í heiminum. Þetta er að vcrða alþjóðlegur stíll byggður á vís- indalegum athugunum og þekkingu. Hin- ar beinu braútir, sem mest hafa átt upp á pallborðið um skeið, hafa ekki staðizt dóm reynslunnar og eru að verða úrelt þing. Götur framtíðarinnar munu hins- vegar verða meira í líkingu við fjárgöt- urnar fornu, liggja sitt 'á hvað í sveigjum og beygjum til hægri og vinstri. Það verð- ur sauðkindin og Bergsstaðastrætið, sem sigrar. hætti. Allir finna t. d. muninn á því að koma inn í bakarí og kirkju. Sumir segja, að hvert hús hafi sál. Húsin við Berg- staðastræti hafa mjög persónulegt svip- mót, hvert fyrir sig, hvað sem er um sálina, engin tvö eru eins, ég segi ekki að þar kunni ekki að sjást ættarmót sumstaðar, en um nána frændsemi virð- ist ekki vera að ræða. Það er dálítið gam- an að virða þau fyrir sér. Sum þeirra eru ósköp lítil fyrir hús að sjá, klúka ein- hversstaðar uppi í baklóðinni og láta sem minnst fyrir sér fara. Onnur standa keik og virðuleg alveg fram við götuna og skjóta fram bringunni, eins og þau eigi töluvert undir sér, kannski ríflega fúlgu í banka eða lilutabréf í stóru fyrirtæki. Þarna getur líka að lita hús á gelgju- skeiðinu, dálitið unggæðingsleg og til- haldsleg í útliti, þótt miklu- meira beri á hinum, sem öðlast hafa þroskann og lífs- reynsluna. Eitt elzta húsið við götuna er líklega Bergsstaðir, og er gatan kennd við bæjar- heitið, þótt nafnið sjáist nú ekki lengur í opinberum skrám eða skýrslum. Brenna er líka gamalt bæjarheiti við Bergsstaða- stræti. Þar var upprunninn einn helzti frumherji í fjallasporti á Islandi, sem flestir fulltíða Reykvíkingar muna: Helgi frá Brennu. Nú er Brenna jöfnuð við jörðu og Helgi genginn á Hvannadals- hnúk eilífðarinnar. Þannig verður sagan til. Ásgrímshús kannast allir við. Enginn hefur gert garðinn frægari en Asgrímur Jónsson. Málaralistin er heimilisföst á Bergsstaðastrætinu og andi meistarans býr í Asgrímshúsi. Gagnmerkasta húsið við Bergsstaða- stræti er þó líklega tugtliúsið, sem heitir Hegningarhús í símaskránni, en skrásetn- ingarnúmer þess er raunar við Skóla- vörðustíg. Það er eitt af þeim, sem öðl- azt hafa lífsreynsluna og sálarþroskann. Þar dvelja brotamenn þjóðfélagsins og kaliast tugthúsmenn. Ekki er þó munur- inn á þeim og utantugthúsmönnum ævin- lega jafn áþreifanleg staðreynd eins og steinninn, sem skilur þá að. Stundum sleppa fangarnir út. Hæstiréttur sat lengi í tugthúsinu, en slapp að lokum út og létu fangaverðimir það afskipta- laust. III. Samkvæmt síðasta manntali búa 794 menn, karlar og konur, á Bergsstaða- strætinu. Þetta slagar hátt upp í íbúatölu heillar sýslu af minni sortinni, að ég nú ekki tali um myndarlegt þorp. Til sam- anburðar má benda á, að í öllum hrepp- um Dalasýslu, níu talsins, er íbúafjöldinn aðeins rúm ellefu hundruð á því herrans ári 1961. Miðað við fólksfjölda ættu íbúar Bergsstaðastrætis því að eiga rétt á sex eða sjö kirkjum, þremur prestum og svona hundrað messuföllum á ári, lauslega á- ætlað, ennfremur álitlegri kippu af ýms- um minniháttar embættismönnum and- legrar stéttar, svo sem sóknarnefndar- mönnum, safnaðarfulltrúum, hringjurum, forsöngvurum og meðhjálpurum, en á það skortir verulega. T. d. er Jesúprent helzta og elzta trúboðsstöðin við götuna, ef það er þá ekki búið að leggja það niður eða fá því annað hlutverk í hendur. Vonandi stendur þetta allt til bóta í framtíðinni. I dagblöðunum er oft talað um dreif- býli og þéttbýli og fólkið í dreifbýlinu og fólkið í þéttbýlinu. Bergsstaðastrætið flokkast undir þéttbýlið og íbúar þess eru fóikið í þéttbýlinu. Dreifbýli og þétt- býli eru í eðli sínu sitt með hvoru móti. Því til sönnunar má m. a. benda á þá merkilegu staðreynd, að fólk þekkist því II. Það eru til tvennskonar götur. Annars- vegar götur, sem ,eru bara götur, hins- vegar götur, sem eru líka hús. Bergs- staðastrætið er gata, sem er líka hús. Bergsstaðastrætiö er 86 hús samkvæmt endatölu þess, en húsin eru í raun og veru nokkru fleiri, það gerir stafrófið: A, B, C. Hús eru ákaflega mismunandi, ekki að- eins hvað útlit snertir, heldui- er sjálft ajidrúm hvers húss með alveg sérstökum Hluti Bergstaðastrætis. JÓLABÓK ALÞÝÐUBLAÐSINS 19« J5 I

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.