Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 2

Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 2
291 LÖGRJETTA 292 lagast ekki til fulls, meðan deilurnar um ó- friðarskuldirnar og vígbúnaðinn eru ekki jafnaðar. Flestum þykir þó sem nokkuð sje nú bjartara framundan en fyr í viðskifta- lífinu. ‘Torsetakosníngar í forsetakosningunum sem í hönd fara í Bandaríkjunum eru aðalátökin milli Hoov- ers, núverandi forseta og Franklin D. Roose- velts, ríkisstjóra í New York, því að hinir frambjóðendurnir hafa enga von um kosn- ingu, en áhöld talin um þessa tvo. Hoover var itm eitt skeið átrúnaðargoð mikils fjölda manna fyrir dugnað sinn, ekki síst á styrj- aldarárunum. Stjómarár hans hafa verið erfiðleikaár og eins og gengur og gerist hafa margir kent honum og stjórn hans um erfiðleika og ógöngur síðustu ára. — Þetta hefur aðalandstæðingur hans, Roose- velt, einnig notað sjer, eins og nærri má geta. Báðum kemur þeim saman um það, Hoover og Roosevelt, að kreppan, eða erfið- leikar efnalegs lífs, sjeu alvarlegustu og verstu viðfangsefnin. I ræðu, sem Roosevelt hjelt fyrir 30 þúsund áheyrendum í upphafi kosningabaráttu sinnar, lagði hann meginá- hersluna á það, að Hoover og stjórn hans hefði ekki skilið þau öfl, sem rjeðu efna- hagslífi landsins og það hefði ýtt undir kreppuna. Stjómin hlynti að ýmsu braski stórgróðamannanna, sagði hann, og reyndi seinna, þegar í óefni var komið, að leyna á- standinu með villandi skýrslum. Þegar hún reyndi að taka í taumana var það orðið of seint og ráðstafanir hennar voru rangar. Höfuðákærur Roosevelts á hendur núver- andi stjórn og stjórnarfari eru fjórar: Hún ýtti undir braskið og offramleiðsluna með rangri fjármálastefnu. Hún reyndi að gera sem minst úr kreppunni og vilti mönnum sýn á því, hversu alvarleg hún væri. Hún gaf öðrum þjóðum ranglega sök á óförunum. Hún neitaði að viðurkenna og leiðrjetta það sem aflaga fór heima fyrir. Hún tafði end- urreisnina, hún gleymdi endurbótunum. Hin svonefnda „nýja fjármálastefna“ Hoovers var orsök alls ólánsins. Roosevelt lýsir henni svo, að hún hafi mælt með háum launum, sem svo áttu að skapa aukna kaupgetu, en sú aukna kaupgeta átti svo að knýja fram sívaxandi stóriðju og vjeliðju. Kaupið meira, skuldið meira, eyðið meiru, þetta voru kenn- ingamar. En þær brugðust. Afleiðingin varð sú, að braskið jókst, fjöldi fólks lifði um efni fram og sökk í skuldir. Þetta, og svo afskifti stjórnarinnar af viðskiftalífinu, eru að áliti Roosevelts aðalatriði hinnar nýju viðskiftastefnu. í skjóli hennar þrífast braskarar og ævintýramenn af öllu tagi. Það var augljóst, að framleiðslan var orðin alt of mikil fyrir heimamarkaðinn. En Hoover kunni ráð við því á þann hátt, að yfirfram- leiðsluna skyldi selja til útlanda, og þótt þau lónd, sem keyptu, væru illa stödd, þá er það, sagði Hoover, mikilsverður þáttur í aukn- ingu utanríkisverslunarinnar, að hjálpa illa stæðum ríkjum með lánum. Bandaríkin höfðu lánað til útlanda 14 biljónir dollara, en nú færðust lánveitingamar stórlega í aukana. Þetta var þá skipulagið, að fram- leiða meira en þjóðin þurfti, að selja útlend- ingum afganginn og lána þeim peninga til þess að borga hann með, en setja svo háa verndartolla, að þeir geti ekki greitt með vörum frá sjer. Roosevelt átelur harðlega alla þessa stjórnarstefnu, og eignar hana þó ekki að öllu leyti Hoover sjálfum, heldur einkum einum manni, sem staðið hafi á bak við hann, Grundy. Hverjar eru svo afleiðingarnar af þessari stefnu? Tveir þriðju hlutar af öllum ame- rískum iðnaði eru sameinaðir í nokkur hundruð fjelög og yfirráð hans eru raun- verulega í höndum fimm þúsund manna í hæsta lagi. Meira en helmingur af sparifje þjóðarinnar er fastur í hlutabrjefum, sem braskað er með á hlutabrj efamarkaðinum. Það eru tæplega fjörutíu einkabankar, sem stjórna straumi amerísks auðmagns innan- lands og til þeirra kreppulanda, sem Hoover lagði svo mikið upp úr. Yfirráð fjármálanna eru því komin í örfárra manna hendur, en það er alveg gagnstætt þeirri einstaklings- hyggju, sem forsetinn talar um. Mikill hluti alls verkalýðs landsins á þess ekki kost að vinna fyrir sjer nema með því að þiggja af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.