Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 19

Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 19
325 LÖGRJETTA 326 Auðvitað hefur hver alveldisstefna sitt hámark. Nokkur byrjun hrunsins er þegar fólgin í því, að sá, sem alveldið skapar er einlægt óvenjulegur maður, undantekning. Ilann er nokkuð sviplegur, flöktandi, eins og alt sem er undantekning. Veldið getur staðið í nokkrar aldir eða í nokkur ár. L u d w i g: Og því verður ekki haldið uppi nema með styrjöldum? M u s s o 1 i n i: Nei, alls ekki. Hásætum er haldið uppi af styrjöldum, einræði ekki altaf. Hjá sumu einræðisvaldi koma styrj- aldir alls ekki til greina. Vald þjóðar er afleiðing af mörgum orsökum, og ekki ein- ungis af hernaðarástæðum. Samt verð jeg að bæta því við, að fram að þessu hefur aðstaða þjóða venjulega verið metin eftir herstyrk þeirra. Fram á þennan dag hafa menn álitið heraflið ímynd allra þjóðlegra afla. L u d w i g: Fram á þennan dag. En á morgun ? M u s s o 1 i n i (dræmt): Á morgun? Það er óvíst. En framvegis þurfum við einhvern milliþjóðadóm, að minnsta kosti hver heims- álfa um sig. Eftir að hafa náð ríkjaeiningu verðum við nú að stefna að einingu heims- áifanna. En það er býsna erfitt í Evrópu, af því að hver þjóð hefur sinn sjerstaka svip, mál, siði og einkenni. ... Viss hluti, við skulum segja x hluti, hverrar þjóðar er alveg frumlegur og setur sig á móti öllum samsteypum. 1 Ameríku er það óneitanlega auðveldara að halda hinum 48 ríkjum sam- an af því að þar er töluð sama tunga og af því að þau eiga sjer ekki aldagamla sögu. L u d w i g. En er þá ekki í hverri þjóð viss hluti, sem nefna má y, sem er alveg evrópiskur? M u s s o 1 i n i: Hans gætir ekki í valdi þjóðarinnar. Napóleon vildi sameina Ev- rópu, það var kapp hans að sameina hana. Á okkar dögum væri þetta máske auðveld- ara en þá, en einungis á þann hátt, sem Karl mikli eða Karl fimti reyndu að fram- kvæma það, frá Atlantshafi til Úralfjalla. L u d w i g: Og ekki aðeins að Weichsel ? M u s s o 1 i n i: Máske aðeins að Weichsel. Ludwig: Hafið þjer hugsað vður slíkt Evrópusamband undir stjórn fascista? Mussolini: Við hvað eigið þjer með stjórn? Fascismi okkar er eins og hann er. En í honum eru nokkur einkenni, sem aðrir gætu líka tekið upp. L u d w i g: Þegar maður heyrir til yðar finnst manni einlægt, að skoðunum yður sje meir í hóf stilt en hjá flestum fascist- um. Þjer munduð undrast ef þjer vissuð hvað útlendingur fær að heyra í Róm. Það or mjög sennilegt, að eins hafi verið um Napóleon, þegar hann stóð á tindi valds síns. En getið þjer skilið það, hvernig á því stóð, að hann gat aldrei unnið alveg höfuð- borg sína, hversvegna hann var alla æfi sína „le fiancé de Paris“? M u s s o 1 i n i (brosti og sagði á frönsku): Les maniéres n’ étaient pas trés parisi- ennes. Ef til vill var eitthvað svolalegt í fari hans. Þar að auki voru Jakobínarnir á móti honum, af því að hann kyrkti bylt- inguna, konungssinnarnir af því, að hann var aðskotadýr, trúmennirnir af því, að liann átti í deilum við páfana. Það voru ekki aðrir en alþýðumenn, sem unnu honum. Þeir höfðu nóg að borða og þeir eru fúsastir til þess að taka við heiðri, því að sæmdin verður ekki skýrð rökfræðilega, hún er tilfinningamál. L u d w i g: Þjer talið næstum því af sam- úð um Napóleon. Virðing yðar fyrir hon- um hefur þá ekki þorrið á stjórnarárum yðar, þegar þjer hafið getað prófað hann dálítið ? j lj M u s s o 1 i n i: Nei, aukist. L u d w i g: Þegar hann var ungur her- foringi sagði hann einu sinni, að þegar hann sæi autt hásæti, langaði sig til þess að setj- ast í það. Hvað segið þjer um það? M u s s o 1 i n i (brosti hæðnislega): Síð- an hafa hásætin mjög mist aðdráttarafl SÍtt. 7Áussolíní og Cæsar Ludwig: Vita menn um nokkurn sem hrifsað hefur alræði og verið vinsæll? M u s s o 1 i n i: Máske Cæsar. Morð Cæs- ars var ógæfa fyrir heiminn. Mjer þykir vænt um Cæsar. Hann einn hefur sameinað vilja hermannsins og vitsku snillingsins. í raun og veru var hann heimspekingur, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.