Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 31

Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 31
349 LÖGRJETTA 350 En jafnframt þessum hrikakveðskap yrkir hann auðmjúk trúarljóð og þakkarkvæði. Þegar Hjálmar var kominn nokkuð inn á áttræðisaldurinn, sótti hann um sveitar- styrk, en var tvívegis neitað. Munu for- ráðamenn hreppsins hafa fundið það til, að honum bærist svo margt fyrir kveðskapinn við ýms tækifæri. En Hjálmar þóttist ó- rjetti beittur eins og rjett var, og sendi hann þá blaði á Akureyri til birtingar kvæðið um Akrahrepp: „Ef'iir fimmtíu ára dvöl í Akrahrepp jeg má nú deyja úr sulti, nakleik, kröm og kvöl; kvein mitt ei heyrist, slcal því þegja.. Fjelagsbrœður ei finnast þar, af frjálsum manndáðum lítið eiga, eru því flestir aumingjar, en illgjarnir þeir, sem bctur mega“ o.s.frv. Þetta kvæði varð til þess, að vekja at- hvgli á kjörum Hjálmars víða um land, og margir menn í fjarlægum hjeruðum og þó einkum í Reykjavík sendu honum gjafir. Til ónefnds gefanda í Reykjavík yrkir Hjálmar þakkarkvæði, sem byrjar á þess- ari vísu: „Víða til þess vott jeg fann þótt vendist tíðar hinu, að guð á margan gimstein þann, sem glóir í mannsorpinu". Og þetta er síðasta vísan: „Heiti þess, er hjálp mjer jók með hreinum kærleiksgjöfum, lesið verði’ á lífsins bók, letrað gullnum stöfum". Sem dæmi um hvataljóð Iljálmars til framfara, tek jeg nokkur erindi úr kvæði á sumardaginn fyrsta 1860: „Græðum út töðu, hún borgar sig best, byggjum svo hlöðu, þá færi til sjest, með verkiðnum hröðum það viðrjettum flest, sem verji oss sköðum og horpest. ... Myljum vjer hauður í matjurta körf, móðir vor auðug er þakklát og örf, miðlar hún brauði i bjargræðisþörf börnunum snauðum við þau störf ... Akurinn girðurn, sem blessun oss ber, brauð vort í kyrðum þá vaxandi fer; söfnum inn birgðum, þá árgæska er, alt það vel, hirðum, sem guð ljcr“. Sem dæmi um trúarljóðin tek jeg kvæðið: „Vonarhlátur hins trúaða“. Þetta er byrj- unin: „Syngið lofkvæði Zebaoth drotni, Síons dætur í musteri lians. Heimsins gervalla bygging þótt brotni, ber guðs dýrð eilífan hátignar glans. Himnarnir úthrópa frægð drottins fríða, festingin kunngerir verkin hans stór, sjerhverri bendingu herra sins hlýða himinn, loft, vindur, jörð, eldur og sjór“. Jeg hef þá tínt til sitt af hverju úr kveð- skap Bólu-Hjálmars. Hann var á hrakningi nokkur síðustu missirin, sem hann lifði. Síðast var honum útbúið hæli í beitarhúsum frá Brekku, sem er í nánd við Víðimýri, og þar andaðist hann 25. júlí 1875. Matth. Jochumsson kvað eftir Hjálmar og segir þar m. a.: „Bólu-Hjálmar baldinn risti blóðgai- rúnir heimskum lýð, ól úr málmi hnýtta hristi hjartalausri nirfilstíð ...! Bólu-Hjálmar virða vilti vesaldóms við kalda brík; sólarmálmur guðs þó gylti göfga sál í þrældómsflík ... Bólu-Hjálmar bjó í skugga, böls og gremju hveljur saup, skjól í hálmi, skarn og frugga, skáldmæringur fjekk í kaup. Bólu-Hjálmars leiðið lága liggur falið vetrarsnjó. Sólarpálma heiðið liáa hörpuna geymir. Sof í ró!“ Engin mynd er til af Bólu-Hjálmari frá lifanda lífi, og' sú mynd, sem gerð hefur verið af honum löngu eftir dauða hans og til er allvíða prentuð, segja gamlir menn, sem muna hann, að ekkert sje svipuð hon- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.