Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 14

Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 14
315 L ÖGRJETTA 31G staðurinn sjálfur verður að safni, og safnið verður að samfeldum lifandi veruleika, eftir t>ví sem unt er. Það er slíkur uppg-röftur, sem Iram- kvæmdur hefur verið í Herculaneum, máske betur en nokkursstaðar annarsstaðar. Menn sjá bæinn í sinni fornu mynd, göturnar eins og' fornrómverjar gengu á þeim, húsin að utan og innan eins og þeir bjuggu í þeim, búsáhöld þeirra og listaverk og skraut eins og það var. Forn bær hefur risið upp til nýs lífs fyrir atbeina fornfræðinnar og ný- tísku aðferðir hennar, áhalda og þekkingar. Sír 'Ronald 'Ross Einn af merkustu læknum nútímans, Eng- lendingurinn Sir Ronald Ross, er nýlega dá- inn. Það var hann, sem fann orsök malarí- unnar og lækning við henni og er því einn af velgerðarmönnum mannkynsins. Hann var fæddur í Indlandi 13. mars 1857, sonur fcringja í indverska hernum, manns er var mjög listhneigður og erfði sonur hans einn- ig þá eiginleika og ætlaði sjer fyrst að verða listamaður, en fjekst við læknisfræð- ina með hangandi hendi og fjell fyrst á læknaprófi. Seinna varð hann skipslæknir og að lokum læknir í Indlandi. Þar fór hann aftur að fást við listræn viðfangsefni, sem hugur hans hafði áður hneigst að, en gaf sig nú ekki aðallega að teikningum, eins og áður, heldur að ritstörfum. Hann hefur orkt góð kvæði, skrifað leikrit og skáld- sögu. Smámsaman fór hann einnig að leggja aukna rækt við læknisfræðina og tók einkum að athuga malaríuna, sem var hinn versti vágestur. Ýmsir höfðu fengist við þessar rannsóknir áður, án þess að skilja til fulls orsakir og eðli sjúkdómsins og án þess að geta læknað hann. Ross datt í hug, að það mundi vera fluga sem völd væri að sjúkdóminum, hann bærist út með ílugnabiti. Þetta reyndist rjett og þar með var grundvöllurinn lagður að tilraunum til þess að útrýma sýkinni, en það var aug- ljóst, að ef það tækist mætti gera stór svæði, sem áður voru óbyggileg, aðgengileg fyrir mannabýli og menningu. Þannig varð vísindaleg uppgötvun á sviði gerlafræða og læknisfræða til þess að skapa nýja pólitíska og menningarlega möguleika. Ross fjekk Nobelsverðlaun fyrir læknisfræði 1902. Ýrd 7A.ustafa Ývemal Gazi Mustafa Kemal hefur verið aðsóps- inikill í stjórn sinni í Tyrklandi og látið mörg mál til sín taka. Hann hefur ætlað að gerbreyta þjóðinni á skömmum tíma — alt of skömmum tíma segja margir —, breyta lifnaðarháttum hennar, hugsunar- hætti og stjórnarfari. Hann hefur skipað fyrir um nýjan klæðaburð, nýja leturgerð o. s. frv. Nú hefur hann einnig hafist handa til þess að endurreisa og umsteypa tyrkn- eska tungu — eða til þess að skapa nýtt tyrkneskt mál, að því er ýmsir segja, svo róttækar eru margar þær breytingar sagðar, sem hann hugsar sjer. Tyrknesk tunga er okkur að vísu mjög fjarlæg og fjarskyld, svo að slíkar framkvæmdir sem þessar eru að því leyti lítið í frásögur færandi hjer. En þær eru athyglisverðar einnig hjer í fjarlægðinni, af því að þær eru vottur um merkilegt menningarstarf, stórfelda tilraun á sviði þjóðernismálanna og andlegrar end- rrnýjungar, ein stærsta tilraun, sem sögur fara af til þess að koma á skipulagsbund- inni, róttækri endurskoðun á tungumáli. Það er ætlun Kemals að hreinsa tunguna af ýms- um erlendum orðum, orðmyndum og beyg- ingum, sem komist hafa inn á undan- förnum öldum fyrir erlend áhrif, fyrst og fremst persnesk og arabisk, ennfremur ætl- ar hann að koma skipulagi á nýyrðamyndun ruálsins og orðaforða þess, að því er snertir orð um ný hugtök, eða menningartæki, en slík orð kváðu mjög vera á ringulreið. Kemal hefur boðað málfræðinga á ráðstefnu út af þessu og ætlast til þess, að hún verði ekki einungis sótt af Tyrkjum, en einnig iiðrum þjóðernum í ríkinu og af erlendum málfræðingum. Það er sagt, að hann hafi sjálfur lagt grundvöll þeirra málbreytinga, sem hann vill framkvæma og sökt sjer til þess ofan í rannsókn á sögu og eðli málsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.