Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 8

Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 8
303 LÖGRJETTA 304 sónuleikans sem heildar við alheiminum sem heild. Á trúnni eru einnig tvær hliðar. Annars- vegar er viðhorf tilfinninganna við veru- leikanum í heild sinni, dulspeki (mysticism), hinsvegar viðhorf vitsmunanna, skynsem- innar, sem er heimspeki. Heimspeki er þannig viðhorf hugans við veruleikanum í heild sinni, en ekki viðhorf við einstökum hluta veruleikans, eins og vísindi og listir, innblástur listamannsins, trúarleg innsýn heilagleikans, og dagleg siðareynsla almenn- ings, engu síður en rannsóknir eðlisfræð- ingsins og líffræðingsins, leggja til efnivið- inn í heimspekina. Þetta er aðeins frásögn um skoðun eins fulltrúans, prófessors Macmurrays, en skoð- anir flestra hinna fóru í svipaða átt. Meðal þeirra voru prófessoramir Moore, Taylor og de Burgh. Ummælin eru merkileg að ýmsu leyti. Þau sýna vaxandi áhuga heimspekinga á rannsókn trúarinnar og á sambandi trúar og heimspeki og þau sýna ennfremur vax- andi gagnrýni ýmsra heimspekinga á þeim vinnubrögðum heimspekinnar, sem algeng- ust hafa verið, og á niðurstöðum ýmsra helstu heimspekistefnanna. Auðvitað eru margir aðrir heimspekingar á annari skoð- un en þessir menn, en afstaða þeirra er einnig allmerkilegt tímanna tákn. Skoð- anir Macmurray’s á því, hvernig heimsiiekin sje nú stödd, má sjá á þeim ummælum iians, að „heimspeki okkar ber nú mörg glögg eínkenni þess, að hún sje að komast í öng- þveiti og að farast í efagirni“. yriþjóðlegt vísíndasamstarf ’Nýtt alheímskort Miklu hugviti og miklu erfiði er nú eytt í margskonar rannsóknir á jörðinni, í land- fræðilegar og jarðfærðilegar athuganir, mælingar og ýmiskonar fferðalög. Margs- konar merkilegur árangur hefur náðst með þessum rannsóknum. En þær hafa verið dreifðar og skipulagslausar að því leyti, að ekki hefur verið nema lítil alþjóðleg sam- vinna um þær og lítið alþjóðlegt samræmi í þeim. Þetta er þó að vísu ekki fremur tiltöku- mál um alþjóðlega samvinnu á þessu sviði en öðrum, t. d. á sviði stjórnarfars og fjár- rnála, þar sem skortur á alþjóðasamvinnu og samúð hefur orðið til þess að steypa heiminum út í glundroða og bölvun. Að vissu leyti ætti alþjóðleg samvinna um friðsamleg vísindaleg efni þó að vera auðveldari en um hin meiri hagsmunamálin, sem til ófriðar geta dregið, en slík samvinna á sviði vísind- anna ætti hinsvegar að geta rutt braut ann- ari samvinnu. Sú vísindalega alþjóðasamvinna, sem kom- in var á fyrir 1914 fór að flestu leyti for- görðum í heimsstyrjöldinni og flest sú vís- indastarfsemi einstakra landa, sem ekki var beinlínis hægt að nota í þágu ófriðarins, var látin sitja á hakanum. Að því leyti varð ófriðurinn vísindalegri starfsemi til niður- dreps, þótt sú ríka og skjóta áhersla, sem lögð var á vissar vísindagreinar og rann- sóknir í hernaðarþágu hafi einnig borið ríkulegan árangur fyrir friðarsamlega vís- indastarfsemi á eftir, eins og nokkuð var rakið í síðustu Lögrjettu. Skorturinn á alþjóðlegri samvinnu og al- þjóðlegu kerfi í rannsóknum hefur m. a. komið fram í kortagerðinni, í því að ekki er ennþá til kort yfir jörðina, sem fullnægi sæmilega vísindalegum kröfum og þörfum, þannig að samræmi sje í kortunum af hverju einstöku landi, sami mælikvarði notaður og sömu reglum fylgt um mælingar og tákn. Þetta hefur að ýmsu leyti verið bagalegt í vísindalegu starfi og fram- kvæmdalífi, t. d. í samgöngum, enda er all- iangt síðan raddir fóru að heyrast um nauð- syn þess að samræma kortagerðina og gera alþjóðakort af jörðinni. Auðvitað hefur ver- ið til mikið af kortum og kortabókum í ýmsum stærðum, en ekki í samfeldu kerfi yfir alla jörðina eða eins fullkomin og talið er nauðsynlegt. Á stríðsárunum fleygði kortagerðinni að sumu leyti mikið fram, en saga hennar á þeim árum er gott sýnis- horn þess hvernig jafnvel ágæt vísindaleg starfsemi getur mist marksins, eða orðið ofullnægjandi til frambúðar af því að hún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.