Lögrétta - 01.07.1932, Side 8

Lögrétta - 01.07.1932, Side 8
303 LÖGRJETTA 304 sónuleikans sem heildar við alheiminum sem heild. Á trúnni eru einnig tvær hliðar. Annars- vegar er viðhorf tilfinninganna við veru- leikanum í heild sinni, dulspeki (mysticism), hinsvegar viðhorf vitsmunanna, skynsem- innar, sem er heimspeki. Heimspeki er þannig viðhorf hugans við veruleikanum í heild sinni, en ekki viðhorf við einstökum hluta veruleikans, eins og vísindi og listir, innblástur listamannsins, trúarleg innsýn heilagleikans, og dagleg siðareynsla almenn- ings, engu síður en rannsóknir eðlisfræð- ingsins og líffræðingsins, leggja til efnivið- inn í heimspekina. Þetta er aðeins frásögn um skoðun eins fulltrúans, prófessors Macmurrays, en skoð- anir flestra hinna fóru í svipaða átt. Meðal þeirra voru prófessoramir Moore, Taylor og de Burgh. Ummælin eru merkileg að ýmsu leyti. Þau sýna vaxandi áhuga heimspekinga á rannsókn trúarinnar og á sambandi trúar og heimspeki og þau sýna ennfremur vax- andi gagnrýni ýmsra heimspekinga á þeim vinnubrögðum heimspekinnar, sem algeng- ust hafa verið, og á niðurstöðum ýmsra helstu heimspekistefnanna. Auðvitað eru margir aðrir heimspekingar á annari skoð- un en þessir menn, en afstaða þeirra er einnig allmerkilegt tímanna tákn. Skoð- anir Macmurray’s á því, hvernig heimsiiekin sje nú stödd, má sjá á þeim ummælum iians, að „heimspeki okkar ber nú mörg glögg eínkenni þess, að hún sje að komast í öng- þveiti og að farast í efagirni“. yriþjóðlegt vísíndasamstarf ’Nýtt alheímskort Miklu hugviti og miklu erfiði er nú eytt í margskonar rannsóknir á jörðinni, í land- fræðilegar og jarðfærðilegar athuganir, mælingar og ýmiskonar fferðalög. Margs- konar merkilegur árangur hefur náðst með þessum rannsóknum. En þær hafa verið dreifðar og skipulagslausar að því leyti, að ekki hefur verið nema lítil alþjóðleg sam- vinna um þær og lítið alþjóðlegt samræmi í þeim. Þetta er þó að vísu ekki fremur tiltöku- mál um alþjóðlega samvinnu á þessu sviði en öðrum, t. d. á sviði stjórnarfars og fjár- rnála, þar sem skortur á alþjóðasamvinnu og samúð hefur orðið til þess að steypa heiminum út í glundroða og bölvun. Að vissu leyti ætti alþjóðleg samvinna um friðsamleg vísindaleg efni þó að vera auðveldari en um hin meiri hagsmunamálin, sem til ófriðar geta dregið, en slík samvinna á sviði vísind- anna ætti hinsvegar að geta rutt braut ann- ari samvinnu. Sú vísindalega alþjóðasamvinna, sem kom- in var á fyrir 1914 fór að flestu leyti for- görðum í heimsstyrjöldinni og flest sú vís- indastarfsemi einstakra landa, sem ekki var beinlínis hægt að nota í þágu ófriðarins, var látin sitja á hakanum. Að því leyti varð ófriðurinn vísindalegri starfsemi til niður- dreps, þótt sú ríka og skjóta áhersla, sem lögð var á vissar vísindagreinar og rann- sóknir í hernaðarþágu hafi einnig borið ríkulegan árangur fyrir friðarsamlega vís- indastarfsemi á eftir, eins og nokkuð var rakið í síðustu Lögrjettu. Skorturinn á alþjóðlegri samvinnu og al- þjóðlegu kerfi í rannsóknum hefur m. a. komið fram í kortagerðinni, í því að ekki er ennþá til kort yfir jörðina, sem fullnægi sæmilega vísindalegum kröfum og þörfum, þannig að samræmi sje í kortunum af hverju einstöku landi, sami mælikvarði notaður og sömu reglum fylgt um mælingar og tákn. Þetta hefur að ýmsu leyti verið bagalegt í vísindalegu starfi og fram- kvæmdalífi, t. d. í samgöngum, enda er all- iangt síðan raddir fóru að heyrast um nauð- syn þess að samræma kortagerðina og gera alþjóðakort af jörðinni. Auðvitað hefur ver- ið til mikið af kortum og kortabókum í ýmsum stærðum, en ekki í samfeldu kerfi yfir alla jörðina eða eins fullkomin og talið er nauðsynlegt. Á stríðsárunum fleygði kortagerðinni að sumu leyti mikið fram, en saga hennar á þeim árum er gott sýnis- horn þess hvernig jafnvel ágæt vísindaleg starfsemi getur mist marksins, eða orðið ofullnægjandi til frambúðar af því að hún

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.