Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 62

Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 62
411 LÖGRJETTA 412 grannaprestanna stöku sinnum á því að halda. Kom sá þá og bað hann „að skakka leikinn“, sem hann kallaði og fór æfinlega svo. Sjera Valdemar hefði átt að verða bisk- up í katólskum sið og gaf hann mjer mynd af sjer, er jeg sá hann síðast, í skrúða Jóns Arasonar. Ilann var skörungur í kirkju, sem ann- ars staðar, svo þess gætti lítt og gleymdist alveg að hann var lítilsháttar linmæltur. Hann var umburðarlyndur um alt, nema eitt: ef honum fanst virðingu sinni viljandi misboðið. Þá sýndi hann á sjer þögulan hroka; en hló, ef hann vissi það af van- þekkingu gert. Augað bláa, ennið háa ennþá lít jeg sem í gær — fríður, bjartur fjær og nær. Skörungur, með skegg og hárið gráa. Söngvarínn Hann var eins og geisli frá guðanna stól sem glitrar í svínanna drafi. Hans rödd var sem vordagsins vermandi sól og vindblær frá dimmbláu hafi. Þar heyrðum við óma in himnesku jól frá heillandi kvöldroðans trafi. Hann var eins og geisli frá guðanna stól sem glitrar í mannanna tárum. Hver tónn hans varð líkn þeim sem lifandi kól og lokaði blæðandi sárum, hver hljómur varð fátækum skjöldur og skjól í skipreka’ á mannlífsins bárum. Ilans líf var sem vonin er vornóttin ól í vetrarins gróandi sárum. Hann var eins og ljómi frá logandi sól á ljósvakans fjarlægu bárum. Hann var eins og geisli frá guðanna stól sem glitrar í mannanna tárum. Steinn Steinarr. Oame Sertha ‘Newall 20. janúar síðastliðinn andaðist Dame Bertha Surtees Newall að heimili sínu í Cambridge. Dame Bertha var einlægur Is- landsvinur og íslendingum kunnari undir nafninu Miss Bertha Phillpotts. Miss Phillpotts festi ung ást á íslandi. Á námsárunum í Cambridge sökti hún sjer niður í íslenskunám, og var Eiríkur Magn- ússon kennari liennar. Hún kom fjórum sinnum til íslands og ferðaðist um mestalt landið, stundum með bróður sínum, stund- um með bestu vinkonu sinni, Miss Clover. Fóru þær stallsystur jafnan fótgangandi, en höfðu hest í taumi, til þess að bera far- angurinn. Miss Phillpotts kunni íslensku vel, og kyntist hún því þjóðinni og skildi iiana betur en títt er um útlendinga. Mörg æfintýri rataði Miss Phillpotts í á ferðum sínum, og stundum fór hún svaðilfarir, enda ljet hún sjer ekki alt fyrir brjósti brenna. Hún hafði yndi af íþróttum og mannraun- um. Heima fyrir iðkaði hún einkum sigl- ingar, og fór mikið orð af því, hve djarft hún sigldi. Hún skemti oft vinum sínum með því að segja þeim sögur af æfintýrum sínum, ýmist á siglingu eða á ferðalögum á Islandi. Frásögn hennar var með afbrigð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.