Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 11

Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 11
309 LÖGRJETTA 310 hefði kirkjan nú enga sanna trú á veg- leiðslu og innblæstri heilags anda, sem mundi gera henni það kleift að mæta kreppu og erfiðleikum sögunnar með inn- blásnum skilningi. Hann sagði að kristin- dómurinn, sem lifandi trúar'brögð manna, mundi vera úr sögunni, ef hin nýja siðbót kæmist ekki á. Dr. Major talaði einnig um það, hvort menning nútímans eða menn nútímans mundu vera siðspiltari en áður, en ýmsir álíta að breytingar á siðferði hafi átt sjer stað til hins verra og kenna það að ýmsu leyti hnignun trúarinnar. Dr. Major sagð- ist ekki sjá nein merki siðhnignunar. Hann sagði að þrátt fyrir alt færi grimd og glæp- um fækkandi, og drykkjuskapur og ólifnað- ur væri nú einnig minni en áður. Hinsveg- ar væri sjónarmið manna nú alment víðara en áður, mannúðin færi vaxandi og alvarleg viðleitni ykist til þess að minka mannlega eymd og gera lífið gleðilegt fyrir alla. Ummæli dr. Majors hafa vakið allmikið umtal í Englandi og eftirtekt. Hann var á köflum allhvassyrtur, en sumt af því, sem hann sagði, voru almennar athugasemdir, sem oft heyrast. Kirkjan verður oft fyrir ómaklegum árásum, hún hefur þrátt fyrir n.argt, sem að henni má finna, nú og á liðnum öldum, verið merkileg menningar- stofnun og sálubót mörgum mönnum, sem betur gátu lifað í trúnni en án hennar. Kirkjan hefur átt við marga erfiðleika að stríða á þeim umbrotatímum, sem gengið hafa yfir heiminn á seinustu árum og hef- ur að margra manna áliti brugðist að ýmsu leyti hlutverki sínu, ekki orðið sá frið- flytjandi og sættir manna, sem hún átti að vera og ekki getað veitt mönnum þá lækn- ing sálarinnar, sem nauðsyn hefur verið á, á upplausnar- og umbrotatímum í þjóðlífi og vísindum. Þar að auki hefur kristin kirkja verið klofin og sjálfri sjer sundur- þykk, og ekki einlægt deilt um merkismál. En kirkjudeildirnar hafa líka á undanförn- um árum unnið að ýmsum merkilegum menn- ingarmálum og lagt til þeirra góðan skerf. Það er ekki ósennilegt, að ný siðbót eigi enn eftir að auka veg og áhrif kristinnar kirkju. TAótmælendur Tramtíð þeírra og stefna Spurningin um framtíð og gildi kirkj- unnar, einkum mótmælendakirkjunnar, var líka rædd á kirkjufundinum í Bristol af öðrum kennimanni, dr. Inge, dómkirkju- presti. Togstreitan milli kirkjudeildanna er orðin nokkuð hörð á köflum og trúmála- deilurnar ærið svæsnar og sýnist sitt hverj- um, þegar meta á það hvernig kirkjudeild- unum vegni, eða hver áhrif þær hafi. Dr. Inge er einn af helstu og ákveðnustu tals- mönnum mótmælenda og hefur oft verið þungorður í garð kaþólskunnar og svo var hann einnig í þessu erindi sínu. Hann sagði, að það aðdráttarafl, sem rómverska kirkj- an hefði óneitanlega, væri af ýmsum rótum runnið. Kaþólska kirkjan hefur athugað nákvæmlega mannlegt eðli og hagað sjer samkvæmt því, sem þær athuganir hafa leitt í ljós. Starfsaðferðir hennar eiga að vísu helst við fólk við Miðjarðarhafið, sem er ennþá að mestu leyti heiðið, en þær hafa einnig áhrif á norrænt fólk. Öll áföll iðnmenningarinnar hafa orðið vatn á millu kaþólskunnar, því að hún hefur eiginlega aldrei haft samúð með nýtísku vestrænni þjóðfjelagsstefnu og hefur verið best kom- in í bændaþjóðfjelögum. Fyrir hundrað ár- um var kaþólskan lítilsvirt í Englandi, nú er það tíska, að mikilsmetnir rithöfundar snúist til kaþólskrar trúar, þótt enginn þeirra sje ef til vill í fremstu röð. En dr. Inge bendir einnig á, að það sje einkenni- legt, að jafnframt því, sem kaþólskunni vaxi virðing í mótmælendalöndum, sje hún sífelt að tapa innan sinna eigin vjebanda. í Frakklandi, á Spáni, í Portúgal, Belgíu og Mexíco og Suður-Ameríku hefur hún verið að missa sjerrjettindi sín og eignir og lítið getað hamlað upp á móti andstæð- ingum sínum. Hann álítur, að kaþólska kirkjan sje á undanhaldi þrátt fyrir alt, jafnvel í írlandi og Póllandi, þar sem kirkj- an hefur, eins og hann kemst að orði, sví- virt sjálfa sig á því að taka þátt í pólitísk- ii m undirróðri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.