Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 69

Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 69
425 LÖGRJETTA 426 sönnur á, að hjer var enginn meðalmaður á ferð. Van Rossum kardínáli er hinn 3. kardín- áli, sem er af hollensku bergi brotinn, en hinn einasti nú um hart nær 400 ára skeið. Hinir eru: Wilhelm van Enkewort, fæddur um miðja 15. öld, dáinn 1534, og þótti mjög merkur kardínáli; en hinn varð síðar páfi undir nafninu Hadrian VI. 1522—24. Eins og nærri má geta var van Rossum sæmdur fjölda mörgum orðum og heiðurs- merkjum, en af Norðurlandaorðum hafði i\ann aðeins stórkross hinnar í s'l e n s k u Fálkaorðu, og finst mjer að íslending- um sje sæmd að því. Jeg er þess fullviss, að þegar aldir renna, munu menn álíta það merkan og stóran viðburð í sögu landsins, þegar Vilhjálmur kardínáli van Rossum sótti land vort heim í júlímánuði 1923. Að vísu hafði kardínál- inn ekki langa viðdvöl hjer, en þó nógu langa til þess að fá hinar mestu mætur á landi og þjóð, sem hann og sýndi berlega með því að koma öðru sinni í júlímánuði 1929, og þá til þess að vígja hina veglegu kaþólsku kirkju í Reykjavík, og vígja hr. M. Meulenberg til biskups yfir kaþólska söfnuðinum á Islandi. Það er áreiðanlega óhætt að segja, að það er ekki þýðingarlaust fyrir smáþjóðir að vera sóttar heim af tignum og heims- fi’ægum eriendum stórmennum. Það vekur eftirtekt og samúð. Eftirtekt og kynning út á við er okkar fámennu og afskektu þjóð mjög nytsamleg, og samúð umheims- ins er okkur alveg nauðsynleg. í fyrra skiftið sem hann kom hingað gerði hann kaþólska trúboðið hjer að sjer- stöku „Præfects“-umdæmi, en áður hafði það heyrt undir biskup kaþólska safnaðar- ms í Danmörku, og ber þessi ráðstöfun Rómakirkjunnar vott um nærnan skilning í sjálfstæðisbaráttu vorri. I bæði skiftin sem kardínálinn kom hing- að tókst heimsóknin upp á hið besta, og er það bæði að þakka dugnaði og smekkvísi hr. biskups M. Meulenberg, svo og skilningi og frjálslyndi Islendinga. Van Rossum er hinn eini kardínáli, sem BÓKMENTABÁLKUR____________ ------ LÖGRJETTU / ‘Islenskar baekur Nýkomnar eru hjer út prjedikanir eftir biskupinn, dr. Jón Helgason, og heita: „Kristur vort líf“. Ná þær yfir alla sunnu- daga og helgidaga kirkjuársins og eru helg- aðar minningu foreldra höfundarins, Helga lektors Hálfdánarsonar og Þórhildar Tóm- asdóttur Sæmundssonar. Allar þessar prje- dikanir, að einni undanskilinni, hafa á ýms- um tímum verið fluttar hjer í dómkirkj- unni. Engin er þó eldri en frá 1904. En í íormálanum segir, að nú sjeu 40 ár síðan höfundurinn hafi í fyrsta sinni staðið í prjedikunarstóli, en 37 ár síðan hann hafi tekið prestsvígslu. Bókin er gefin út af Bjarna J. Jóhannes- syni prentara. Hefur hann sjálfur, og einn hefur lagt leið sína til íslands, og hinn fyrsti, sem komið hefur til Norðurlanda, síðan kenningu Lúthers var rutt til rúms; en áður hafði annar kardínáli komið til Noregs 1247, til þess að kóróna Hákon kon- ung og Margrjetu drotningu, og vígði hann . þá um leið tlinrek biskup til Hóla. Kardínáli van Rossum fjekk miklar mæt- ur á Norðurlöndum, en þó einkum á íslandi, og á Islandsferðum hans gafst allmörgum kostur á að sjá hinn merka kirkjuhöfð- ingja, en það hygg jeg að engum hafi dul- ist, þeim er sáu, að þar fór maður merkur og göfugur; mjer fyrir mitt leyti fanst uppbyggilegt að sjá hinn háaldraða kirkju- fursta, sem þrátt fyrir margra ára van- heilsu ljómaði af lífsgleði og þrótti. Er kardínáli van Rossum andaðist var hann á heimleið af fundi kaþólskra manna, sem haldinn var í Kaupmannahöfn, og hef- ir hann að líkindum ekki þolað erfiði það, sem ætíð er samfara langferðalögum. Jeg enda þessar línur með því að segja, að kirkjufjelag, sem elur upp slíka menn sem Vilhjálm kardínála van Rossum, er ekki á neinu hnignunarstigi. Steinn K. Steindórsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.