Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 22

Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 22
331 LÖGRJETTA 332 einkennum mannkynsins og æðsti og Ijós- asti vottur um ágæti þess og málin eru höf- uðeinkenni hjóðanna. Engin þjóð verður fyrri til en hún talar mál út af fyrir sig“. — „Því ágætari sem hún er og hæfari til að auðgast af sjálfrar sinnar efnum — þess heldur ættu menn að kosta kapps um að geyma og ávaxta þenna dýrmæta fjár- sjóð, sameign allra þeirra, sem heitið geta Islendingar. — Samt er ekki nóg að málið sje hreint og ekki blandað neinni útlensku. Orðin í málinu sjálfu verða líka að vera hyggilega valin og samboðin efninu sem í þeim á að liggja og sama er að segja um greinir og greinaskipan og í stuttu máli skipulagið alt í hvaða ritgerð sem er. Enn- fremur verða menn að varast að taka mjög dauflega til orða, annars er hætt við, að nytsamasta efni verði vanrækt og fyrirlitið af góðum lesara“. í Fjölni 1839 er ágrip af ræðu áhrærandi íslenskuna, er var flutt í Kaupmannahöfn 1837. Er þar minst á gol- þorska með eintrjáningssálir, sem vaða á bægslunum í gegnum vísindin og gleypa hugmyndirnar eins búnar og þær verða á vegi fyrir þeim. „Fjölnismönnum er Ijóst, að orðaforði íslenskrar tungu nægir ekki til þess að orða öll ný hugtök, sem eru að ryðja sjer til rúms í heiminum og benda á þá leið, sem farin hefur verið síðan . .. að vísu kemur að því að lokum, að á góðum íslenskum orðum verði skortur og er þá fyrst ráð við því að smíða orð úr frum- orðunum íslensku“. Islenskur skáldskapur hefur sjaldan staðið með meiri blóma en á seinna hluta 19. aldar og byrjun vorrar aldar, enda rísa þá upp hvert góðskáldið af öðru, sem eru snillingar í meðferð málsins og syngja íslenskri tungu lof. Jónas Hallgrímsson hafði ort sitt indæla kvæði um ástkæra., ylhýra málið. Nú rísa þeir upp hver af öðrum. Benedikt Gröndal yrkir kvæðið Tunga mín: „Sæt ertu tunga, í svanna rnuntii, surtgin við íslands jökulströnd —“ Steingrímur Thorsteinsson segir: Jeg elska þig, minnar þjóðar mál, með þrótt og snild í orða hljómi, svo mjúkt sem blómstur og sterkt sem stál, er strengja kveður þú með rómi — Þorsteinn Erlingsson segir í Aldamótakvæði sínu: Ó, þú fjalldrotning kær, settu sannleikann hátt, láttu hann sitja yfir tímanuni djarfan að völdum, svo að tungan þín mær beri boð lians og mátt eins og bylgjandi norðurljós i'jarst eftir öldum. Matthías Jochumsson, þjóðlegastur allra íslenskra skálda á síðari tímum, segir um málið: það liefur voðaþungar tíðir þjóðinni verið guðleg móðir, hennar brjóst við hungri og þorsta, hjartaskjól þegar burt var sólin, hennar ljós í lágu hreysi, langra kvelda jólaeldur, frjettaþráðr af fjarrum þjóðum, frægðargaldur liðinna alda. Einar Benediktsson stillir hörpu sína til lcfs íslenskri tungu í fjölmörgum kvæða sinna; jeg vil minna á kvæðin Skáldmenn íslands, Móðir mín, Stefjahreimur og Egill Skallagrímsson. I þessu síðastnefnda kvæði segir skáldið: Og málið var i>ygt í brimslegnum grjótum við hláhimins dýrð, undir málmfellsins rótum. þess orð fjellu ýmist sem hamarshögg eða hvinu sem eggjar, bitur og snögg — eða þau liðu sem lagar vogar, lyftust til himins með dragandi ómi, eða hrundu svo tær eins og drjúpandi dögg og dýr eins og gullsins logar. Jeg vil þessu næst fara nokkrum orðum um fræðileg atriði íslenskrar tungu. Forníslensk tunga er nú kend við fjölmarga háskóla í Evrópu og í Ameríku. Sægur vís- indamanna hefur unnið að rannsóknum forníslenskrar tungu, á uppruna og eðli málsins, beygingum, orðmyndunum og rit- skýringum. Má nú svo heita, að rekja megi hvert hljóð og hverja beyging málsins aft-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.