Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 71

Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 71
429 LÖGRJETTA fram gegn þessari hugmynd sinni, og svar- ar þeim. Það er víst enginn efi á því, að þetta al- ríkisfyrirkomulag gæti orðið miklu affara- sælla fyrir heiminn en það fyrirkomulag al- þjóðamála, sem nú á sjer stað. En hitt er efamál, hve auðvelt mundi reynast að koma því á nú fyrst um sinn, og líklegast, að langir tímar líði enn áður menn geti orðið samtaka um svo víðtækar breytingar, þótt vel megi vera, að þetta fyrirkomulag, eða annað því líkt, eigi fyrír sjer að sigra hjer á jarðríki einhverntíma áður en öllu lýkur. Draumurinn um þúsund ára friðarríkið er gamall og getur enn rætst, þótt útlitið sjö skuggalegt nú sem stendur. En hugsjónirn- ar í þessari bók um betra fyrirkomulag mannfjelagsmálanna en nú á sjer stað, eru fagrar og góðar, og enginn getur haft ann- að en gott af að kynna sjer þær og lesa bókina. Þar er mikil víðsýni og mikil rjett- lætistilfinning, og mannfjelagsbygging sú, sem höf. hugsar sjer, er reist á strangsið- ferðilegum grundvelli. Vel má það vera, að höf. fái ekki marga til þess að fallast á, að hugmyndir hans geti verið framkvæmanleg- ar í fyrirsjáanlegri framtíð. En enginn skyldi samt sem áður áfella hann fyrir það, að hann setur þær fram. Bókin getur átt sitt erindi til manna eins fyrir því. Nokkrir Reykvíkingar hafa gefið út bæk- ling (64 bls.), sem nefnist: Endurminningar um Björnstjerne Björnson, og kemur ritið út til minningar um 100 ára afmæli hans, sem er 8. des. í haust. Það er samið af norskum manni, K. Konow málara, en þýtt af Einari Guðmundssyni kennara. Fylgja því myndir af Bjömson, bæði ungum og á rosknum aldri, og af bústað hans Aulestad. Ilöfundurinn er sonur sóknarprests Bjöm- sons í Gautsdal í Guðbrandsdölum og var á æskuárunum nákunnugur á heimili hans. Lýsir hann heimilislífinu á Aulestad og af~ stöðu Björnsons til sveitunga sinna og ná- granna, og eru þar í ýms atriði, sem eru góð aukning við eldri sagnir um skáldið og þjóðskörunginn. Síðar kynntist höf. hon- um erlendis, á efri árum, bæði í Þýskalandi, Frakklandi og Ítalíu, og lýsir honum þar. 430 Ilann endar frásögn sína með þessum orð- um: „Björnson er besti maður, sem jeg hef þekt“. — Bæklingurinn er vel gefinn út og þýðingin góð. Annað minningarrit um Bj örnsonsafmælið á að koma út hjá Guðmundi Gamalíelssyni undir umsjón Hallgríms Hallgrímssonar bókavarðar. Eiga þar að koma þýðingar þær, sem til eru af kvæðum Björnsons á íslensku, þýðing Jóns Ólafssonar á Sigrúnu á Sunnuhvoli og ritgerð um Björnson, eða æfisaga hans. „Bárujám“ heitir smásögusafn (145 bls.), sem út kom í haust, eftir Sigurð B. Grön- dal. I því eru 9 sögur, skrifaðar á árunum 1928—1932. Höf. gaf fyrir nokkrum árum út kvæðasafnið „Glettur“ og er ýmislegt í því, sem bendir á góða hæfil^ika. Höf. var þá, og er enn, ungur maður. En sögurnar eru betri en kvæðin, enda höf. nu proskaðri en hann var, þegar þau komu út. Þær eru vel skrifaðar og höf. tekst víða að draga upp með fáum dráttum myndir, sem festast í minni. Flestar eru sögurnar úr daglega lífinu í Reykjavík. Sú fyrsta er lengst, og er þar brugðið upp myndum frá deilum verkamanna og vinnuveitenda. Önnur er um fátæk börn á götunum og þeina brask og stríð. Svo eru sögur um ástaæfintýri og ' lýsingar á heimilislífi og götulífi í Reykja- vík. Ein sagan gerist á flutningaskipi suður í höfum. Höf. segir í formála, að sumar af sögunum sjeu hugsaðar sem lengri sögur, en tímaskortur hafi ráðið því, að hann hafi bundið sig við smásagnaformið. En bókin er vel læsileg. Hún er gefin út af „Bókaútgáfu Gunnars og Sigurðar“. Frá Vesturheimi er nýkomin hingað bók, sem vafalaust fær marga lesendur hjer heima. Það eru Endurminningar Friðriks Guðmundssonar fyrrum bónda í Syðralóni á Langanesi, bróður þeirra sjera Jóns heit- ins á Norðfirði og Björns Guðmundssonar kaupmanns hjer í bænum. Æfisagan er sjerprentun úr „Heimskringlu“, hefur ver- ið að koma þar út í nokkur missiri og er orðin löng, 320 bls. í stóru broti, og er þetta þó aðeins 1. hefti, og frásögnin er þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.