Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 45

Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 45
377 LÖGRJETTA 378 nike“ (sem er engin „Krönike“) og ,,Saxo“ Runemester“ (vjer vitum svo að segja ekkert um Saxo, og enn síður hvort hann muni hafa verið neinn „rúna- meistari1) — þetta og annað eins er tómt apaspil, tilraunir til að yngja upp aftur hugmyndir, sem eru orðnar úreltar og eiga nú ekkert við, eins og þegar verið er að segja „Jón riddari Sigurðsson“, „Björn riddari Gunnlaugsson“ — því má þá ekki nefna alla Dannebrogsriddara þannig? En púnkturinn er, að þessir „riddarar“ nútím- ans eru alt annað en hinir eldri riddarar, sem höfðu „vápen“ og riðu með sveina. — En það verður aldrei of oft ítrekað, að ef rnenn yfirgefa veruleikann alveg, þá missir skáldskapurinn alt sitt aðdráttarafl — það er öldungis eins og ef einhver hlutur skyldi kastast svo langt frá jörðinni, að hún getur ekki lengur verkað á hann með aðdráttar- aflinu, þá fer hluturinn eitthvað út í geim- inn í óvissu þangað til einhver annar líkami dregur hann að sjer — hjer má minna á Miltons Paradísarmissi og Klopstocks Messías, þessi stóru kvæði, sem voru nafn- fræg á sinni tíð, en sem menn fyrir langa löngu eru hættir að nenna að lesa, af því maður fær enga fótfestu, alt er í himninum eða í tómum anda-heimi, það er: veruleg- leikinn er yfirgefinn. Þessvegna verður „Realismus“ að vera í skáldskap, annars er skáldskapurinn ónýtur; en þar fyrir getur ,Realismus“ einnig verið í Rómantík og ímynduðum hlutföllum, það getur verið spegilmynd einhverra hlutfalla í lífinu, sem þannig eru fram sett. En þar sem Realist- arnir prjedika eintóman (abstract) Realism- us, þá er það vitaskuld, og það hefur reynslan sýnt, að ef nokkur skáldgáfa ann- ars er til í þeim, þá halda þeir ekki lengi út að kreista úr sjer tómu rími og formi, þeir neyðast til að neyta fleiri krafta. Því rím og form geta allir gert, upp á það geta allir verið „skáld“ — og það er ekki langt frá því, að svipaðar hugsanir vaki fyrir þeim, sem vilja gera alla jafna; eftir því ættu allir að verða jafn stórir, jafn sterkir, jafn fallegir og jafn gáfaðir — en það verður varla fyr en á morgun. Jafnhliða ríminu og forminu eru Realistarnir að tala um það að kvæði eigi að gera áhrif á mann eða setja mann í eitthvert hugarástand — Þjóðverjar kalla það „Stimmung“, sem rnerkir „stillingu“, því kvæðin stilla andann til þess og þess ástands — vorir ungu Real- istar, sem allir eru í Dönum og ekkert þekkja annað, tala náttúrlega á dönsku og segja „Stemning“ og „Stemningspoesi“, og fjargviðrast töluvert út af þessu — eins og ekki sje „Stemning“ í hverju kvæði eða vísu? Hjer er alt undir því komið hvernig sá er fyrir kallaður, sem heyrir eða les. Raunar eru til mörg ónýt kvæði og ómerki- legar vísur, sem eru svo sem ekki neitt, tómt rím og tómt form, en ekki fyrir það: það gildir einu hvað gott eitt kvæði er, vilji menn ekki heyra það, eða ef menn eru ekki upplagðir til þess, eða ef menn hafa óbeit á höfundinum eða illan hug til hans — þá gildir einu hvað gott kvæðið er, það er einskis metið og lastað — og þannig gengur með alt, ef svo stendur á. Þegar verið var ao troða út nýju sálmabókinni, þá komu út stór „aukablöð" með „æsthetiskum" kenn- ingum o g málalengingum um „skáld- skap“(!), og þar var einmitt talað um „Stemning“ (náttúrlega á dönsku), og til- færð vísa eftir Kristján Jónsson: „Yfir kaldan eyðisand einn um nótt jeg sveima, nú er horfið Norðurland, nú á jeg hvergi heima“ — og svo kemur þessi stórkostlega upphrópun: „Ef þetta er ekki skáldskapur, þá hef jeg ekkert vit á hvað skáldskapur er“! Miklir menn erum við, Hrólfur minn! Vísan er dáfalleg, en hún er svo sem ekki neitt, eða þá svo sem alt og ekkert — vhji maður endilega af góðvild við hófundinn hrósa henni upp yfir alt, þá má segja, að liún sje merkilegur og ágætur skáldskapur — margur fær lof fyrir lítið. Þá mætti líka tilfæra þessa vísu: „Ljósið kemur langt og mjótt, logar á fífu stöngum, Halla kerling fetar fljótt framan eftir göngum“ — má ekki líka hrósa þessu? Þarna sjer maður fífu-kveikinn í lýsislampanum og kerlinguna trippandi eftir göngunum! Sömuleiðis má ruinna á vísu í Landnámu: „Bersi brunninn- rassi beit geit fyrir Herjólfi, en Herjólfur holkinrassi hefndi geitar á Bersa“ — þetta er alveg „realistiskt“, svona vilja þeir hafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.