Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 4

Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 4
295 LÖGRJETTA 296 Það er oft nauðsynlegt fyrir stjórnmála- mennina að semja, jafnvel þannig, að þeir slái af kröfum sínum, ellegar þeir þurfa að setja kröfurnar hærra, en þeir ætla sjer að fá fram, til þess að geta samið um afslátt- inn á eftir. Eldri Roosevelt sagði einhvem- tíma, að þótt ekki fengist brauðið alt, væri betra að fá nokkrar sneiðar heldur en ekk- ert brauð. En samlcomulagið má aldrei vera óheiðarlegt, aldrei hafa í för með sjer sóun og aldrei þola ódugnaðinn. Skoðanir Roosevelts á þessum hlutum eru nú eftirtektarverðar, ekki einungis vegna forsetakosninganna, sem geta ráðið miklu um rás heimsstjórnmálanna á næstu árum, heldur einnig vegna þess, að þær sýna hugsunarhátt fjölda fólks í landi, sem enn telur sig helsta lýðræðisland heimsins. Það lýðræði er reyndar rotið á ýmsan hátt, stjóm þess óhagsýn og ómannúðleg. Roose- velt lýsir lýðræðinu svo, að það eigi að efla heilbrigt einstaklingsfrelsi og stjórninni svo, að hún eigi að vera hagsýn og mann- úðleg í senn. ‘Norðurljós og geímgeíslun ‘Nýjar skýrínqar Nýlega hefur dr. Alexandre Dauvillier við Institut des Hautes Etudes í París, sett fram nýja skýringu á eðli geim- geislunarinnar. Hann álítur að geimgeislun- in eigi upptök sín í hinum svonefndu hvítu sólblettum, „faculae“. Þessir blettir eru staðir á yfirborði sólarinnar, þar sem hit- inn kemst upp í 7000 stig (centigrades). Frá þessum sólsvæðum strevma neikvætt hlaðin elektrón með tiltölulega litlum hraða, en hraðinn eykst óðfluga, er þau fara gegnum jákvætt hlaðið gufuhvolf eða umhverfi sólarinnar. Þetta umhverfi er að mestu leyti úr vatnsefnis og calcium atóm- um, sem hafa jákvæða hleðslu vegna áhrifa frá útfjólablárri (últrafjólublárri) geislun sólarinnar. Það hefur tekist að mæla hraða og orku þessara upprunalegu elektróna og menn hafa komist að þeirri niðurstöðu, að hraði þeirra sje ámóta og hraði ljóssins, aðeins 30 sentimetrum minni á sekúndu. Þegar þessi elektrón komast, með miklum hraða, inn á segulmagnssvið jarðarinnar verða til norðurljós. Þessar nýju skýringar á uppruna og eðli norðurljósanna þykja merkilegar. Menn hafa lengi dáðst að fegurð þessa náttúru- íyrirbrigðis og undrast það án þess að skilja það. Margar skýringar hafa verið settar fram á ýmsum tímum, en skipulagsbundnar norð- urljósarannsóknir eru samt fremur ungar að heita má. Á síðustu árum hafa margir fræðimenn fengist við rannsókn fyrirbrigð- isins, Birkeland, Störmer, Brúche, og svo Dauvillier, sem starfað hefur í Lapplandi og Grænlandi. Það mun hafa verið prófes- sor Birkeland í Oslo, sem fyrstur kom fram með þá kenningu, að norðurljósin væru bein afleiðing af öflugri katodugeislun frá sól- unni. Honum tókst að sanna þetta með til- raunum, að það væri jarðsegulmagnið, sem gripi geislana og beindi þeim á ákveðnar brautir. Hann kom dálítilli járnkúlu fyrir í stórri katodugeislapípu. Þessi kúla var þannig útbúin, að á henni voru tveir öfl- ugir segulpólar, líkt og á jörðinni, en yfir- borð kúlunnar var þakið efni, sem lýsti af þegar katodugeislarnir komu við það. Til- raunin sýndi það, að efnið varð aðeins lýs- andi uinhverfis pólana, þar komu með öðr- um orðum fram einskonar norðurljós. Þessi tilraun hefur nýlega verið endur- tekin af dr. Brúche á nokkuð annan hátt, þannig, að hún þykir hafa staðfest enn betur en áður kenningarnar um sambandið milli geimgeislunarinnar og norðurljósanna. Síðustu rannsóknirnar á þessu hafa einn- ig leitt í ljós nýjar skýringar á fleiri fyrir- brigðum, sem mönnum voru áður ráðgáta, m. a. á ýmsu sem útvarp snertir. Það vakti t. d. athygli og undrun útvarpsfræðinga, að á Norðurpólsflugi loftskipsins „Graf Zeppelin“ tók alt í einu fyrir loftskeyta- samband við skipið. Menn hjeldu að um hendingu eina hefði þarna verið að ræða, sem truflað hefði í svip. En nýjustu rann-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.