Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 40

Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 40
B67 LÖGRJETTA 368 ir voru „Darwinistar“, heyrðu allir til þeim flokki, sem kirkjan hefur ekki svo lítið am- ast við. Darwin talar beinlínis um „skapar- ann“, um þau náttúrulög sem vjer vitum að „skaparinn" hefur sett materiunni eða heiminum; og í endanum á „Origin of spesies“ segir hann, að það sje „stórkostleg skoðun á lífinu og öflum þess, að „skapar- inn“ hafi gefið fáum uppruna-myndum eða einungis einni lífsins anda. — Lyell segir í „Principles of Geology“ að vjer finnum alistaðar ljósar sannanir upp á skapandi vitsku“ og hennar forsjón, vísdóm og afl. — Owen segir seinast í ,,Paleontology“ (fomdýra- og f ornj urtafræði eða stein- gjörvingafræði) : „Með því að heimfæra lög hinnar samanlíkjandi skurðfræði (compara- tive anatomy) upp á leifar útdáinna dýra, sem finnast í jarðlögunum og einkenna þau ... þá komumst vjer langtum lengra en allir heimspekingar hafa áður komist, cg vjer verðum færir um að sýna, að hin sama allstaðar nálæga, verkandi og gæsku- ríka vitska (intelligence), sem auglýsir Hans mátt á vorum tímum, hefur einnig auglýst Hans mátt löngu áður en vjer urð- um til“. Og hann lýkur verkinu með þess- um orðum: „Þegar vjer fáum yfirlit yfir allsherjarlög hinna lifandi hluta — ámóta og alheimslögin sem Newton fann — þá fá- um vjer óblandaða sannfæringu um ein- hverja „fyrstu orsök“ (first cause), sem vissulega ekki er líkamleg". — Enginn af þessum mönnum nefnir „guð“, en það er auðsætt hvað þeir meina. Jeg gæti komið n eð enn fleira þesskonar eftir hina mestu vísindamenn vorrar aldar ef jeg vildi (2). — Trúarleysi, það er: það að hafa mist eða hafa ekki hugmyndina um persónulegan gi'ð, sem er uppruni og uppspretta hins fagra og góða — eins og Platon og Aristo- teles kendu — það snertir ekki einungis skáldskapinn, heldur hefur það einnig eyði- ieggjandi áhrif á mannfjelagið yfir höfuð, því að þaðan stafar öll spilling, og það eru ekki einungis prestar og önnur yfirvöld, sem um verður kent, eða sem eiga að stjórna fjelaginu, heldur eiga allir að gera það með því að vera almennilegir menn. Það er manneskjulegt að trúa, en dýrslegt að vera trúlaus. Realistarnir líta með fyrir- litningu og meðaumkvan niður á þessa aum- ingja menn, sem þeir segja að sje svo mik- ið á eftir tímanum, en þeir gleyma því raunar, að ekkert er nýtt undir sólunni. Geti þeir fundið ánægju og fullnægingu í sínu trúleysi, þá er það gott; vilji sú unga kynslóð vera trúlaus af því það er „móð- ins“, eitthvað „nýtt“, þá geri hún svo vel — en í rauninni kemur hún upp um sjálfa sig hreinu og beinu þekkingarleysi og sjálf- Lyrgingsskap, því þessi „nýi“ Atheismus er ekkert annað en gamlar materíalistiskar endurminningar eða þó fremur ósjálfráðar endurtekningar frá Enkyklopædistunum, Systéme de la nature (eftir Holbach), Ro- binet og fleirum Frökkum, sem nú er borið fram aftur og jórtrað upp á ný og sagt það sje spánýtt. Það er hægt að byrla fáfróð- um almenningi allrahanda inn. Og það er eins gamalt að hafa á móti því: Pufendorf og Montesquieu eru gamlir rithöfundar. Ekkert af þessu er nýtt, en þessir nýju byltingamenn eru einmitt sjálfir marga mannsaldra á eftir tímanum. Brandes er þeirra Kristur og Stúart Mill þeirra biblía! Jeg hef nú talað um Idealistana og Athe- istana; nú á jeg eftir Rómantíkina. Dr. Schweizer, sem ferðaðist hjer fyrir skömmu og ritaði ágæta bók um ísland, segir þar, að íslenskur skáldskapur eftir 1816 sje róman- tískur og að hann sje nú á förum fyrir hin- um realistiska morgunroða. f „Iðunni“ hef- ur þessu verið snúið og svo strax básúnað út: „Rómantíkin er á förum“! Jeg veit raunar ekki hvaða ástæða er til að miða við árið 1816, þegar um íslenskan skáldskap er að ræða; og jeg ímynda mjer, að Dr. Schweizer hafi komist í kunningsskap við einhverja hina yngri íslensku stúdenta í Kaupmannahöfn, og þeir hafi potað ein- hverju að honum. — Realistarnir skoða Rómantíkina eins og naut skoðar rauða dulu. En þó að orðinu „Rómantík“ sje marg- oft slett hingað og þangað, þá er það samt ekki útskýrt, og ekki nærri allir vita hvað „Rómantík" er. Það er eins misbrúkað og orðið „Idealismus“, en það er torvelt að segja í stuttu máli hvað það þýðir. Eftir því sem það er brúkað á seinni tímum, þá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.