Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 6

Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 6
299 LÖGRJETTA 300 sóknarstofunni í Cambridge. Tveir menn, Mr. Blackett og Mr. Occhialini hafa smíð- að sjer áhald, sem á sjálfvirkan hátt tekur ljósmyndir af geimgeislunum, eða áhrifum þeirra. Með þessu áhaldi hefur náðst furðu- legur árangur, segja fróðir menn, umfram það, sem hægt var með hinum eldri mynda- aðferðum. Menn vænta þess að þessi nýja aðferð muni mjög flýta fyrir rannsóknunum og bæta þær. Það er, sem sagt, ennþá mikið á huldu hvernig geimgeislanir eru, það er meira að segja ekki talið öldungis víst, að þeir sjeu í raun og veru „geim“geislar, þ. e. a. s. komnir úr geimnum fyrir utan gufuhvolf- ið. Millikan álítur að þeir sjeu bylgjur, sveiflur, sem myndist við það að atóm breytist úr einni mynd í aðra einhvers- staðar úti í geimnum. Dauvillier álítur, að þeir stafi frá hvítu sólblettunum, eins og rakið er hjer á undan. Hess álítur að ein- ungis 1/2 af hundraði af geimgeislunum stafi frá sólinni, hitt frá yfirborði annara himinhnatta. Aðrir álíta að geislamir myndist í geimnum ekki langt frá sólinni, en ekki í henni sjálfri og Nodon álítur, að þeir stafi að sumu leyti frá sólinni og að sumu leyti úr geimnum. Hinn frægi eðlisfræðingur Heisenberg á- lltur að geimgeislarnir, eða að minsta kosti ýms einkenni þeirra, sem hann hefur at- hugað, sjeu elektrón, sem fari með um 1000 miljón volta spennu og sumar rann- sóknir Blacketts þykja einnig geta bent í sömu átt, en óvíst er þetta talið, eins og menn geta ekki ávalt greint með vissu milli þess, hvað eru geimgeislarnir sjálfir og hvað áhrif þeirra, eins og athuganir Skobelzyn’ sýna. Piccard prófessor fæst einn- ig við rannsóknir geimgeislanna og það var aðallega vegna þeirra rannsókna, að hann fór í annað sinn í flugbelg upp í háloftin og komst hærra, en nokkur maður annar hefur komist. Menn hafa gert sjer ýmsar æfintýraleg- ar hugmyndir um eðli þessara geimgeisla og áhrif þeirra á líf mannanna, talið að það væri að ýmsu leyti háð áhrifum þeirra. Ef til vill leiða rannsóknir næstu ára það í ljós hvað hæft er í þessu. ‘Ótvarpíð Þess munu ekki vera mörg dæmi, að nýj- ung á sviði vísindalegra uppgötvana hafi náð eins skjótri og almennri útbreiðslu og útvarpið. Útvarp er nú raunverulega orðið einhver besta og vinsælasta fræðslustofnun og skemtun um leið í svo að segja öllum menningarlöndum. Samt er skipulagsbundin útvarpsstarfsemi svo ung, að t. d. enska útvarpið, að ýmsu leyti besta útvarp í heimi, er ekki nema tíu ára, en hjá því eru nú þegar um fimm miljónir viðtækja í notkun, eða með öðrum orðum, 20 til 25 miljónir manna hlusta daglega á útvarp í Bretlandi. Síðast þegar skýrslur komu frá alþjóða útvarpssambandinu voru útvarps- notendur hlutfallslega flestir í Danmörku, 119,5 af hverju þúsundi íbúa, næstflestir í Svíþjóð (78,99) og þá í Bretlandi (77,5), þá í Austurríki, Þýskalandi, Ungverjalandi, Noregi o. s. frv. ísland var þá tíunda Ev- rópulandið í röðinni að viðtækjafjölda nærri 26 viðtæki á hverja 1000 íbúa, en síðan hefur viðtækjum fjölgað hjer talsvert, svo að nú munu vera um 20 þúsundir útvarps- hlustendur hjer á landi (ca. 4500 viðtæki). Áhugann á útvarpinu úti um heim má nokkuð marka á tveimur útvarpssýningum, sem í sumar voru haldnar í London og í Berlín. Þar voru sýnd margskonar útvarps- ta'ki og helstu nýungar á sviði viðtækja- framleiðslunnar. Svo að segja á hverju ári koma nú fram einhverjar merkar nýjungar, einhverjar endurbætur á tækjum og aðferð- um. Eftirspurnin eftir viðtækjum í Eng- landi og Þýskalandi vex afarört og kröfur almennings til betri og betri tækja fara einnig vaxandi, og eftir því sem útvarpið útbreiðist meira vex líka þörfin á því, að hafa tækin sem ódýrust. Það hefur tekist ótrúlega vel að sameina aukin gæði og lækkað verð viðtækjanna og sáust þess glögg merki á ensku útvarpssýningunni. Þar voru sýnd allgóð tæki sem kostuðu ekki nema tæp 5 pund og margar aðrar gerðir, sem kostuðu upp undir 150 pund eða um hálft fjórða þúsund krónur. Meðal tækja, sem vöktu sjerstaka athygli sjer-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.