Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 7

Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 7
301 L ÖGRJETTA 302 fróðra manna á þessari sýningu má nefna „R. G. D. Model 901“, „H. M. V.“, Mar- coniphon, Clarion og Ekco o. fl. Gæði við- tækjanna, og ekki síst hátalaranna, hafa, eins og kunnugt er, mjög mikið að segja fyrir það, hvernig útvarpið heyrist og mik- ið af þeim göllum, sem kvartað er um og útvarpinu sjálfu er kent um, er að fróðra manna sögn, viðtækjum eða hátölurum að kenna. Sýningarnar í London og Berlín í sumar hafa sýnt það hversu vel það hefur nú þegar tekist, og er enn að takast betur, að sameina gæði og lágt verð viðtækja og þetta hefur þegar borið mikinn árangur í vaxandi sölu viðtækja og fjölgun hlustenda. Framleiðendur viðtækja í Bretlandi hafa gefið út skýrslu um það, eftir að Lundúna- sýningunni lauk, að hún hafi haft þau áhrif að selst hafi ný útvarpstæki (þar með tald- ir allskonar varahlutir) fyrir 30 miljónir punda. Þetta er aukning um 22% að jafn- aði frá því sem var árinu áður, en kemur misjafnlega niður á fyrirtækin. Það voru 212 fyrirtæki, sem sýndu framleiðslu sína á Lundúnasýningunni og sú aukning á tækjasölu þeirra, sem þátt tóku í sýning- unni, var frá 25 uppí 300%. Útvarpsiðnað- urinn einn í Bretlandi bætir nú við sig 20 þúsundum nýrra starfsmanna og framleið- endurnir hafa ákveðið að leggja á næsta ári miljón pund í nýjar auglýsingar, aðal- lega í blöðum. Þessar tölur, sem nefndar voru, lýsa því nokkuð, hver vöxtur er í út- varpinu úti í löndum, og hann mestur í þeim löndum sem menningarmest eru. Útvarpsstarfsemin er nokkuð ólík í ýms- um löndum og misjafnlega góð, en í öllum helstu löndunum er lögð vaxandi áhersla á það, að vanda til útvarpsefnis. Sú hlið máls- ins kom ekki fram á sýningunum í sumar, en það sjest á því hversu mikið er ritað og rætt um útvarpið hversu mikið menningar- gildi menn álíta að í því sje fólgið. f upp- hafi var útvarpinu tekið fremur fálega af sumum blöðum og mentamönnum stórþjóð- anna, af því að menn óttuðust að það mundi draga úr lestri almennings og ekki getað boðið nógu gott efni. Þetta hefur alt farið öðruvísi. Athuganir hafa leitt það í ljós, að útvarpið hefur aukið lestur og rrargir hinir bestu listamenn og fræðimenn hafa sjeð, að í útvarpinu eru fólgnir miklir möguleikar til eflingar listrænni og fræði- legri menningu, þegar vel er á því haldið. Hinir bestu starfskraftar í flestum greinum flykkjast því nú um útvörp landanna og rnilli útvarps og blaða og mentastofnana er yfirleitt gott samkomulag og samúð. úeímsþekí og trú Tvö alkunn ensk heimspekingafjelög (Aristotelesarfjelagið og Mind Associa- tion) hjeldu í sumar venjulegan og sam- eiginlegan ársfund sinn í Reading. Aðal- efni fundarins voru umræður um heimspeki trúarinnar eða heimspeki verðmætisins, gildisins (value) og um gildi og afstöðu heimspekinnar. Ýmsir heimspekingar ljetu þar í ljós álit sitt, meðal þeirra prófessor Macmurray. Spurningunni um það, hvað er heimspeki svarar Macmurray nokkurnveg- inn á þessa leið: Á veruleikanum eru tvær hliðar, það er hægt að skoða hann sem staðreynd — það er staðreynd að eitthvað er til — og það er hægt að skoða hann út frá sjónarmiði' verðmætisins. Þetta sem til er hefur verð- mæti að því leyti, að það er gott eða ilt, ljótt eða fagurt. Vísindin, eða náttúruvís- indin, rannsaka og draga almennar álykt- anir af veruleikanum sem staðreynd, þau segja okkur hvernig hann er og hvernig hann kemur fram. Listirnar eru vottur þess, hvernig sjálf mannsins snýst, sem tilfinning, við veruleikanum sem verðmæti. En veru- leikinn er meira en einber staðreynd, eða einbert verðmæti. Hann er ávalt eining, sem hefur þetta hvorutveggja í sjer fólgið. Það, hvernig sjálf mannsins snýst við öðru sjón- armiðinu, eða annari hliðinni, er því einungis svar við einhverju huglægu (an abstrac- tion). Það er ekki fult eða algert svar. Er þá ekki til nein afstaða, sem samsvarar skilningi og reynslu mannanna á hvoru- tveggja, staðreynd og verðmæti? Jú, það er til og það er trúin, hún er viðhorf per-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.