Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 13

Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 13
313 LÖGRJETTA 314 áherslu á það, að auka hraða lesta sinna. Ensku lestirnar hafa í sumar sett ný hraða- rnet. Lestin milli Manchester og London fór 1521/2 niílu á 142 mínútum og er það Ev- rópumet í hraða járnbrautarvagna. Hin al- kunna lest milli London og Edinburgh (The Flying Scotsman) hefur einnig aukið hraða sinn. f Ameríku fara járnbrautarlestir þó ennþá hraðar. Járnbrautarhraðinn, sem hjer er um að ræða, er þessháttar hraði, sem rnenn geta nú náð og notað daglega, en hin hraðametin, sem nefnd voru, eru sportmet, sett á tiltölulega stuttu bili eða skömmum tíma, með því að þvinga hraðann með sjer- stöku kappi eins og unt er, 0g eiga enn sem komið er lítið skylt við þann hraða, sem menn annars geta notið í samgöngum eða á langleiðum. ‘Rannsóknír í Herculaneum Allir kannast við Pompeii og Herculan- eum, fornrómversku borgirnar, sem fórust í hraunflóði Vesúvíusar, en hafa að miklu leyti verið grafnar upp. Úr Pompeii hafa fengist ógrynni að merkum og mikilsverð- um minjum, sem á mörgum sviðum hafa varpað nýju Ijósi á fornrómverska menning- arsögu. Það er langt síðan greftirnir í Pompeii byrjuðu og rústirnar þar hafa lengi verið eitt af því helsta, sem ferðamenn hafa girnst að sjá suður þar. Rannsóknirnar í Herculaneum eru einnig allgamlar (frá 1720), þótt minni áhersla væri lögð á þær frameftir, heldur en á rannsóknirnar í Pompeii. Menn hjeldu fyrst að bæirnir væru mjög svipaðir, Herculaneum mundi að miklu leyti vera eftirmynd hins í smærra stíl. Menn vita nú að þessu fer fjarri. Pom- peii var mikil og fjörug viðskiftamiðstöð, þar sem ægði saman allskonar lífi. Her- culaneum var ekki eins stór og margbreytt, að ýmsu leyti rólegri og virðulegri, þar hafa verið sumarhallir og fagrir bústaðir. Forn- fræðingar hafa á síðustu árum lagt vaxandi áherslu á rannsóknirnar á Herculaneum og hefur margt nýtt og merkilegt komið í ljós við þær. Síðastliðin fimm ár hafa þessar rannsóknir verið stundaðar á ný eftir nýj- ustu og bestu aðferðum fornfræðinnar og er ekki alls fyrir löngu komin út bók, sem í fyrsta sinni skýrir nákvæmlega frá niður- stöðum rannsóknanna í heild (Amadeo Majuri: Ercolano). Höfundurinn er einnig alþektur fyrir störf sín að uppgreftinum á Pompeii. Hann gróf þar upp Abbondanza hverfið og hefur undanfarin ár verið aðal- forstöðumaður rannsóknanna í Herculaneum. Ilann hefur kappkostað þar, eins og í Pom- peii, að grafa upp hús og götur í heilu iagi og varðveita alt eins og það upprunalega var og raska sem minstu. Þessar ítölsku rannsóknir eru ekki ein- ungis merkilegar fyrir þær upplýsingar, sem þær veita um rómverska sögu. Þær eru ekki síður merkilegar fyrir það, að þær eru mjög ljós og fagur vottur um þá stefnubreytingu, sem orðið hefur í rannsóknaraðferðum forn- fræðinnar á síðustu árum og á tilgangi þeirra að segja má líka að vissu leyti. Fornleifarannsóknir fyrri ára beindust að því fyrst og fremst, eða næstum því ein- göngu að finna einstök listaverk, aðallega höggmyndir, málverk og áhöld, og þessum gripum öllum var dreift um allar jarðir eftir því sem söfnin höfðu fjárhagslegt bolmagn til þess að afla sjer þeirra. Á þennan hátt hafa orðið til hin merku og miklu forn- minja- og listasöfn stórborganna. Þar er skyldum hlutum raðað saman og reynt að gefa yfirlit um þróun og þroskaferil hverr- ar listtegundar o. s. frv. Til þess að ná þess- um einstöku verkum var oft fórnað miklum verðmætum öðrum, heilli byggingu var fórn- að til þess að ná einni mynd. Á húsalistina var lögð miklu minni áhersla en á mynd- listina. Þetta er nú breytt að því leyti, að menn sækjast nú ekki einungis eftir ein- stökum listaverkum slitnum út úr samhengi, heldur eftir því að fá samhengið alt, að ná fram húsum og götum og hverjum grip í sem rjettustu umhverfi. Og þegar þetta hefur tekist, ef það tekst, er húsum og grip- um ekki sundrað, heldur er alt varðveitt eftir föngum á sínum upprunalega stað, en ekki flutt á söfn langt í burtu. Rannsóknar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.