Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 56

Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 56
399 LÖGRJETTA 400 sem gerði sjer far um að bæta úr þessu og sendi frá sjer fræðandi, mentandi og skemtandi blöð, með hæfilegum stjórnmála- leiðbeiningum, ynni við bað fylgi, en tapaði hví ekki. Til framfara í blaðamenskunni á síðustu tímum má fyrst og fremst telja fregnskeyt- in, bæði utan úr heimi og utan af landi, sem blöðin hafa nú miklu meira af en áður og altaf fara vaxandi. Það eru miklar fram- farir, að t. d. nú nýlega var ræða, sem flutt var um morguninn suður í Genf, kom- in hjer í útvarp nokkrum klukkutímum síðar og í blað hjer um miðjan dag sama daginn. Að þessu leyti eru framfarir í blaðamenskunni, sem vafalaust eiga fyrir sjer að vaxa. En í útvarpinu hefur blaða- menskan sýnilega fengið keppinaut, sem vel má vera að verði henni með tíð og tíma erfiður. Hugsum okkur, að útvarpstæki væru komin á hvert einasta heimili á land- inu og menn hefðu heyrt þar allar frjettir löngu áður en blöðin gætu komið þangað með þær, auk fyrirlestra um allskonar efni og umræða á opinberum fundum. Fara þá ekki blöðin að verða óþörf, eða verða þau ekki að gerbreytast frá því, sem nú er? Þetta á ef til vill nokkuð langt í land, og þó óvíst, hve lengi þessi breyting verður að ryðja sjer til rúms. En í samkepninni hlýtur útvarpið að eiga sigurinn vísan yfir blöðunum fyr eða síðar. Það er engin fjar- stæða að hugsa sjer, að bókagerð heimsins breytist meir og meir í grammofonpkitur eða einhver slík tæki, og söfn af þeim komi í stað bókasafnanna. í stað þess að fá t. d. Njálu eða Eglu ljeða á bókasafni, eins og nú gerist, þá fái menn þar ljeðar nokkrar plötur og sögumar síðan vjellesnar heima lijá sjer af plötunum. Þegar svo væri kom- ið, mundu fleiri og fleiri menn verða ólæsir, vildu ekki leggja það á sig, að læra að þekkja stafi og letur. Það yrðu aðeins fáir lærðir menn, sem sintu slíku og flettu bók- unum okkar og blöðunum til þess að koma því, sem allra merkilegast þætti af því, sem þar er að finna, á plötur til vjelaupp- lesturs handa almenningi. I þessa átt finst mjer heimsmenningin stefna á því sviði, tltan víð gluggena Hann leit upp í gluggann, þar ljósið skín: „Hún liggur í sófanum, konan mín, og stofan er skrautbúin, fáguð og fín; samt fást þar ei rauna bætur. Og nóg er af kaffinu, kökur og vín, ef kallar hún vinurnar heim til sín. A borðinu’ er djásna og dýrgripa skrín. Þær dá alt, — en samt hún grætur. Til seint á kvöldin jeg sit og vinn, en svo, þegar loksins kem jeg inn, jeg veit það, er snerti jeg snerilinn, hún snýr sjer og rís á fætur. Hún hugsar aðeins um harminn sinn, og hvað, sem til bóta upp jeg finn, hún sjer það ei, leggur á koddann kinn með kvalir í huga — og grætur. En þarna’ er í kjallara lítið ljós frá lampa, sem varla er hæfur í fjós, og þar er skítugt og þar er ós, en þvottakonan — hún syngur. Og karlinn er drykkjusvín, til sjós, á sveitinni börnin uppí Kjós. Hún lifir á næsta litlu, sú drós, en leikur við hvern sinn fingur. Það hendir mig oft, að jeg hugsa þá er heim kem jeg dagsins vinnu frá og mjer verður í báða gluggana’ að gá: Er gæfan fengin með auði? Því hana, þarna’ uppi, harmar þjá, en hin, sem ei fæðu til morguns á, er syngjandi. — Hvorri er hamingjan hjá? því hatast sá ríki og snauði?“ Þ. G. sem hjer er um að ræða, og skal jeg svo ekki fara frekara út í það. En vitur maður hefur sagt, að hver þjóð hafi þau blöð, sem hún verðskuldi, þ. e. að gæði blaðanna fari eftir því menningar- stigi, sem sú þjóð er á, sem ætlað er að lesa þau.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.