Lögrétta - 01.07.1932, Page 56

Lögrétta - 01.07.1932, Page 56
399 LÖGRJETTA 400 sem gerði sjer far um að bæta úr þessu og sendi frá sjer fræðandi, mentandi og skemtandi blöð, með hæfilegum stjórnmála- leiðbeiningum, ynni við bað fylgi, en tapaði hví ekki. Til framfara í blaðamenskunni á síðustu tímum má fyrst og fremst telja fregnskeyt- in, bæði utan úr heimi og utan af landi, sem blöðin hafa nú miklu meira af en áður og altaf fara vaxandi. Það eru miklar fram- farir, að t. d. nú nýlega var ræða, sem flutt var um morguninn suður í Genf, kom- in hjer í útvarp nokkrum klukkutímum síðar og í blað hjer um miðjan dag sama daginn. Að þessu leyti eru framfarir í blaðamenskunni, sem vafalaust eiga fyrir sjer að vaxa. En í útvarpinu hefur blaða- menskan sýnilega fengið keppinaut, sem vel má vera að verði henni með tíð og tíma erfiður. Hugsum okkur, að útvarpstæki væru komin á hvert einasta heimili á land- inu og menn hefðu heyrt þar allar frjettir löngu áður en blöðin gætu komið þangað með þær, auk fyrirlestra um allskonar efni og umræða á opinberum fundum. Fara þá ekki blöðin að verða óþörf, eða verða þau ekki að gerbreytast frá því, sem nú er? Þetta á ef til vill nokkuð langt í land, og þó óvíst, hve lengi þessi breyting verður að ryðja sjer til rúms. En í samkepninni hlýtur útvarpið að eiga sigurinn vísan yfir blöðunum fyr eða síðar. Það er engin fjar- stæða að hugsa sjer, að bókagerð heimsins breytist meir og meir í grammofonpkitur eða einhver slík tæki, og söfn af þeim komi í stað bókasafnanna. í stað þess að fá t. d. Njálu eða Eglu ljeða á bókasafni, eins og nú gerist, þá fái menn þar ljeðar nokkrar plötur og sögumar síðan vjellesnar heima lijá sjer af plötunum. Þegar svo væri kom- ið, mundu fleiri og fleiri menn verða ólæsir, vildu ekki leggja það á sig, að læra að þekkja stafi og letur. Það yrðu aðeins fáir lærðir menn, sem sintu slíku og flettu bók- unum okkar og blöðunum til þess að koma því, sem allra merkilegast þætti af því, sem þar er að finna, á plötur til vjelaupp- lesturs handa almenningi. I þessa átt finst mjer heimsmenningin stefna á því sviði, tltan víð gluggena Hann leit upp í gluggann, þar ljósið skín: „Hún liggur í sófanum, konan mín, og stofan er skrautbúin, fáguð og fín; samt fást þar ei rauna bætur. Og nóg er af kaffinu, kökur og vín, ef kallar hún vinurnar heim til sín. A borðinu’ er djásna og dýrgripa skrín. Þær dá alt, — en samt hún grætur. Til seint á kvöldin jeg sit og vinn, en svo, þegar loksins kem jeg inn, jeg veit það, er snerti jeg snerilinn, hún snýr sjer og rís á fætur. Hún hugsar aðeins um harminn sinn, og hvað, sem til bóta upp jeg finn, hún sjer það ei, leggur á koddann kinn með kvalir í huga — og grætur. En þarna’ er í kjallara lítið ljós frá lampa, sem varla er hæfur í fjós, og þar er skítugt og þar er ós, en þvottakonan — hún syngur. Og karlinn er drykkjusvín, til sjós, á sveitinni börnin uppí Kjós. Hún lifir á næsta litlu, sú drós, en leikur við hvern sinn fingur. Það hendir mig oft, að jeg hugsa þá er heim kem jeg dagsins vinnu frá og mjer verður í báða gluggana’ að gá: Er gæfan fengin með auði? Því hana, þarna’ uppi, harmar þjá, en hin, sem ei fæðu til morguns á, er syngjandi. — Hvorri er hamingjan hjá? því hatast sá ríki og snauði?“ Þ. G. sem hjer er um að ræða, og skal jeg svo ekki fara frekara út í það. En vitur maður hefur sagt, að hver þjóð hafi þau blöð, sem hún verðskuldi, þ. e. að gæði blaðanna fari eftir því menningar- stigi, sem sú þjóð er á, sem ætlað er að lesa þau.

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.