Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 24

Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 24
385 LÖGRJETTA 336 nú yfir land vort og nauðsyn hefur orðið að skapa nýyrði á ýmsum sviðum vísind- anna. 1918 flutti dr. Björn sál. Bjarnason frá Viðfirði erindi um n ý y r ð i á fundi Verkfræðingafj elags Islands og er það birt í tímariti fjelagsins (1918, bls. 46—56). Erindi þetta á vart sinn líka vegna snildar- legrar framsetningar og heilbrigðra skoð- ana, enda hefur orðanefnd Verkfræðinga- fjelagsins, er tók til starfa 1919, unnið í anda hans og þó að allar tillögur þessarar nefndar nái ekki fram að ganga, hefur hún unnið stórmikið gagn til verndar íslenskri tungu. Merkilegustu rannsóknimar liggja þó ef til vill á sviði hrynjanda málsins. Þegar djúpar öldur tilfinninganna lyfta hug vorum, streyma orðin fram af vörunum með lögbundnum hljómsveiflum. Þá er eins og sál vor losni úr viðjum, en í slíkum hrynjanda skín íslensk þjóðsál gegnum aldanna myrkur. Þá skiljum vjer hin inn- blásnu orð Matthíasar þjóðskálds: Tungan geymir í tímans straumi trú og vonir landsins sona, dauðastunur og dýpstu raunir, Darraðarljóð frá elstu þjóðum, heiftareim og ástarbríma, örlagahljóm og refsidóma, land og stund í lifandi myndum Ijóði vígðum — geymir í sjóði. Þá vil jeg bjóða yður velkomna til há- skólans, nýju stúdentar. Því hefur verið lýst hjer áður, hve kjör þau, er háskóli vor býður, eru ósambærileg við aðra háskóla, er eiga sjer lengri sögu og eldri menning. En þjer eigið því láni að fagna að lifa á þeim tímum, er þjóð vor sækir fastast fram til andlegs og efnalegs sjálfstæðis. Þjer eigið sjálfir að taka að yður forystuna í velferðarmálum þjóðar vorrar, þegar yðar tími er kominn. Þjer eigið að standa jafn- fætis námsbræðrum yðar í nágrannalöndum um undirbúning til háskólanáms. í baráttu þjóðar vorrar á undanförnum öldum liggur arfur sá, er yður hefur hlotnast í vöggu- gjöf. Á herðum vorum hvílir sú skylda að varðveita ekki aðeins þenna arf, heldur sækja fram til aukinnar menningar þjóðar vorrar. Námsárin eru undirbúningur undir •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• ; : •: •• ::::£>...••• cr, \vær visur Tíl hennar góðu í hýrri gleði hefurðu að mjer hallað barmi, góða. Ef jeg er vondur vefurðu að mjer vermiarminn, góða. Eigirðu gull, þú gefur mjer það — gleði og harminn, góða. Eigum við að kyssast upp á það á augnahvarmana, góða? Oansloh Þá er að enda þetta ball. Þó að þeir óspart veiti langar mig ekki á lengra rall, lítið í stríðsölteiti. Dansinum slotar, dofna jeg, dauði trúi’ eg það heiti. Saddur lífdaga sofna jeg — en svangur að öðru leyti. Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti. i* • ••:. •:.p....................................... : • : t*» .................... •*•*••*• ••«•••••••••••••••••••••••••••••••••••• .-.Q-V baráttu lífsins. Veldur því miklu, hversu þjer verjið námsárum yðar. Hið akademiska frelsi opnar yður leiðir til undanhalds, en einmitt þetta frelsi veitir yður skilyrði til alhliða þroska. Bæði sál og líkami eru við- kvæmari á þessum árum en þegar aldurinn færist yfir. Stælið líkama yðar og iðkið íþróttir, en temjið einnig skap yðar. Sjálfs- tamning og sjálfsafneitun er vissasti veg- ur til sigurs. Gleymið ei, að drenglyndi og gott hugarfar er meira virði en öll þekk- ing og vizka veraldarinnar. í opinberu lífi Englendinga er skapgerð manna og dreng- l.vndi sett ofar en gáfur og þekking. I opin- beru lífi íslendinga virðist stundum vera allmikill skortur á þessu. Búið yður undir að verða drenglyndir bardaga- m e n n. Þá mun yður vel farnast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.